Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1017. fundur 14. maí 2018 kl. 08:05 - 08:52 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Umræður um gjaldskrár Ísafjarðarbæjar 2019.
Umræður fóru fram um gjaldskrár Ísafjarðarbæjar 2019.

2.Vetrarþjónusta á Ingjaldssandi - 2017120067

Lagt fram bréf Sigurbergs Björnssonar og Írisar Huldar Christersdóttur, f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dagsett 4. maí sl., og varðar fjármagn til vetrarþjónustu á Ingjaldssandi, sem Ísafjarðarbær gerði athugasemd við 26. mars sl. Ráðuneytið telur ekki forsendur til þess að rýmka gildandi þjónustureglur.
Jafnframt lagt fram bréf Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dagsett 3. maí sl., þar sem ráðherra tilkynnir að hann veiti kr. 240.000,- af ráðstöfunarfé sínu til vetrarþjónustu á Ingjaldssandi.
Lagt fram til kynningar.

3.Ársfundur Orkubús Vestfjarða 2018 - 2018050037

Lögð fram tilkynning Orkubús Vestfjarða um opinn ársfund sem haldinn verður 15. maí nk. Tilkynningin barst með tölvupósti 9. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

4.Uppbyggingasamningar við íþróttafélög 2017-2018 - 2017020028

Kynnt drög að uppbyggingarsamningi við Hestamannafélagið Hendingu 2018.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að gera breytingar á tillögu Hendingar að uppbyggingasamningi vegna uppbyggingar á reiðvelli í Engidal.

5.Fundargerðir 2018 - Fjórðungssamband Vestfirðinga - 2018010033

Lagðar fram fundargerðir stjórnarfunda Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 20. apríl, 30. apríl og 2. maí sl. Fundargerðirnar bárust með tölvupósti 7. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerð hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis. - 2017010043

Lögð fram fundargerð hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis frá 2. maí sl. Fundargerðin barst með tölvupósti 7. maí sl.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að göngustígur milli efra og neðra Holtahverfis verði settur í framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar.

7.Fræðslunefnd - 391 - 1805007F

Fundargerð 391. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 11. maí sl. Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Hafnarstjórn - 198 - 1805010F

Fundargerð 198. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 11. maí sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 498 - 1804027F

Fundargerð 498. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9. maí sl. Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 498 Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki verði breytingar á landnotkun í Reykjanesi og skal landnotkun í Aðalskipulagi Súðavíkurhrepps, miðast við þá starfsemi sem fyrir er. Nefndin telur að endurskoða þurfi fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi Reykjaness. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði endurskoðað.



  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 498 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 498 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Ólafur Kristjánsson, fái lóð við Ártungu nr. 3, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • 9.7 2014090004 Deiliskipulag - Mjósund
    Skipulags- og mannvirkjanefnd - 498 Nefndin leggur til að unnin verði heildarsýn fyrir svæðið frá Njarðarsundi og upp að Sólgötu, þar sem horft verður til verndarsvæðis í byggð og skýrsla Pollnefndar verður höfð til hliðsjónar. Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir verkefninu í næstu fjárhagsáætlunargerð, jafnframt leggur nefndin til við bæjarstórn að heimila skipulagsvinnu.

Fundi slitið - kl. 08:52.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?