Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
498. fundur 09. maí 2018 kl. 08:00 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
  • Ásvaldur Magnússon áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Fulltrúar Verkís, þeir Jóhann Birkir Helgason, Birgir Tómas Arnar og Vigfús Arnar Jósefsson, sátu lið nr. 8, frá 09:30 til 10:00

1.Deiliskipulag í Reykjanesi. - 2011030164

Jóhann Birkir Helgason skipulags- og byggingafulltrúi Súðavíkurhrepps, leggur fram fyrirspurn í tölvupósti dags. 02.05.2017 um landnýtingu og deiliskipulag við Reykjanes, vegna vinnu við Aðalskipulag Súðavíkurhrepps. Drög að deiliskipulagi Reykjaness, frá 2015 liggja fyrir. Súðavíkurhreppur óskar eftir upplýsingum um hvaða áform landeigandi hefur um landnýtingu svæðisins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki verði breytingar á landnotkun í Reykjanesi og skal landnotkun í Aðalskipulagi Súðavíkurhrepps, miðast við þá starfsemi sem fyrir er. Nefndin telur að endurskoða þurfi fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi Reykjaness. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði endurskoðað.



2.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Lagnaframkvæmdir á Reykjanesi - 2018050019

Orkubú Vestfjarða hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Súðavíkurhreppi, vegna hitaveitu- og strenglagnar. Áætluð lagnaleið er frá borholu að rafstöð. Fylgigögn eru tölvupóstur frá skipulags- og byggingafulltrúa Súðarvíkurhrepps dags. 23. apríl 2018 og fylgigögn frá OV ásamt erindisbréfi dags. 19.03.2018. Óskað er heimildar Ísafjarðarbæjar sem landeiganda fyrir framkvæmdinni.
Óskað er eftir frekari gögnum.

3.Skipulags- og byggingarfulltrúi - almenn erindi 2018 - 2018010063

Skipulags- og byggingafulltrúi óskar eftir heimild bæjaryfirvalda til þess að stofna lóð undir stöðvarhús Úlfsárvirkjunar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar.

4.Hnífsdalsvegur 13 - Umsókn um stækkun lóðar - 2018050005

Þóra Guðmunda Karlsdóttir sækir um stækkun á lóð við Hnífsdalsveg 13, sótt er um 8 metra stækkun út frá na-mörkum lóðar. Fylgigögn eru lóðablað frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar dags. 07.11.2016 og umsókn dags. 24. apríl sl.
Erindi frestað

5.Drafnargata 8, Flateyri - Umsókn um lóð í fóstur - 2018050020

Sæbjörg Freyja Gísladóttir sækir um lóð í fóstur við Drafnargötu 8, til almennra nytja s.s. grænmetisrækt. Fylgigögn eru umsókn dags. 24.04.2018
Byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.

6.Ártunga 3 - umsókn um lóð - 2018050013

Ólafur Kristjánsson sækir um lóð fyrir íbúðarhús við Ártungu nr. 3, meðfylgjandi er umsókn 30.04.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Ólafur Kristjánsson, fái lóð við Ártungu nr. 3, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

7.Deiliskipulag - Mjósund - 2014090004

Var áður á dagskrá fundar nr. 496 erindi tekið fyrir að nýju.
Deiliskipulagsvinna við Mjósund hófst í sept. 2014, deiliskipulagslýsing unnin af teiknistofunni Eik dags. ágúst 2014 var send út til umsagnaraðila. Umsagnir bárust frá umsagnaraðilum þ.e. Minjastofnun, Samgöngustofu, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og Veðurstofu. Jafnframt voru komin drög að mismunandi valkostum í deiliskipulagi og greinargerð.
Gögn lögð fram til umræðna.
Nefndin leggur til að unnin verði heildarsýn fyrir svæðið frá Njarðarsundi og upp að Sólgötu, þar sem horft verður til verndarsvæðis í byggð og skýrsla Pollnefndar verður höfð til hliðsjónar. Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir verkefninu í næstu fjárhagsáætlunargerð, jafnframt leggur nefndin til við bæjarstórn að heimila skipulagsvinnu.

8.Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066

Kynnt skýrsla Verkís dags. 18.12.2017 úttekt á fráveitu Ísafjarðarbæjar. Til fundar mæta fulltrúar Verkís sem eru Jóhann Birkir Helgason, Birgir Tómas Arnar og Vigfús Arnar Jósefsson.
Skýrsluhöfundar kynntu efni skýrslu og erindi er frestað fram að næsta fundi.

9.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 25 - 1802004F

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram
  • 9.1 2018020018 Umsókn um byggingarleyfi -Bakki, Dýrafirði
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 25 Með vísan í bókun skipulags- og mannvirkjanefndar frá fundi nefndarinnar nr. 495 þá var eftirfarandi bókað.
    Byggingaráform samþykkt, jafnframt heimilað að afskrá matshluta nr.090101 þ.e. svínahús.
  • 9.2 2018010060 Sindragata 11 - Umsókn um byggingaleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 25 Byggingaráformin eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
  • 9.3 2017100050 Umsókn um byggingaleyfi - Bílskúr
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 25 Erindi frestað vísað til athugasemda byggingafulltrúa.

    Vísað til athugasemda byggingafulltrúa, þ.e. afstöðumynd vantar sem sýnir staðfest lóðamörk og fjarlægð á milli Brunngötu 10 og 12, þversnið, aðaluppdrætti með bygginarlýsingu, þar sem eftirfarandi kemur fram með vísan í athugasemdir eldvarnaeftirlist þ.e. greinar 9.2.4 , 9.7.5 m.t.t. brunahönnunar.
  • 9.4 2017120040 Umsókn um byggingarleyfi - Ártunga 1
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 25 Byggingaráform samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
  • 9.5 2017100075 Suðurgata 8 - Umsókn um byggingaleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 25 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010

10.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 26 - 1804016F

Lagt fram til kynningar.
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingafulltrúa nr. 26
  • 10.1 2018040013 Sindragata 4a1. Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 26 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
  • 10.2 2018030041 Rómarstígur 3 umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 26 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 gerðar eru kröfur um lágmarksbil á milli húsanna með vísan í gr. 9.7.5. gr. byggingareglugerðar.
  • 10.3 2018030042 Rómarstígur 5 umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 26 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 gerðar eru kröfur um lágmarksbil á milli húsanna með vísan í gr. 9.7.5. gr. byggingareglugerðar.
  • 10.4 2018030105 Fyrirspurn um útlitsbreytingar og viðgerðir, Brimnesvegur 2
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 26 Tekið er jákvætt í erindið, óskað er eftir formlegri umsókn um byggingaleyfi og fullgerðum uppdráttum.
  • 10.5 2018040031 Umsókn um byggingarleyfi - Dagverðardalur 5
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 26 Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Umsókn vísað til afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?