Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
998. fundur 11. desember 2017 kl. 08:05 - 09:26 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Vernd og endurheimt votlendis - 2017120017

Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 4. desember sl., ásamt afriti af erindi til umhverfis- og auðlindaráðherra, dags. 4. desember 2017, þar sem tilkynnt er um samþykkt stjórnarinnar vegna verndar og endurheimtar votlendis, en samþykktin beinist einnig að öllum sveitarfélögum.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

2.Íþrótta- og tómstundanefnd - 181 - 1711027F

Lögð er fram fundargerð 181. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 6. desember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 181 Unnið að endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu sveitarfélagsins. Farið yfir athugasemdir ungmennaráðs á stefnunni. Í framhaldi leggur nefndin til við bæjarstjórn að frítt verði fyrir öll börn að 18 ára aldri í strætó.

3.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 489 - 1711029F

Lögð er fram fundargerð 489. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 6. desember sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar - 2 - 1711028F

Lögð er fram fundargerð 2. fundar ungmennaráðs Ísafjarðarbæjar sem haldinn var 5. desember sl. Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 140 - 1711031F

Lögð er fram fundargerð 140. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 4. desember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

6.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Gerð verður grein fyrir stöðu fjárhagsáætlunar 2018.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Edda María Hagalín yfirgefur fundinn kl. 9.22.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:15

7.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2017/2018 - 2017090050

Kynntar eru tillögur breytingum á reglum um byggðakvóta 2017/2018.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að fullgera tillöguna og leggja til við bæjarstjórn.

8.Við Djúpið blátt, bók Ferðafélags Íslands - 2017120022

Lagður er fram tölvupóstur Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, Dr.Ph., frá 29. nóvember sl., þar sem lagt er til að Ísafjarðarbær kaupi bókina Við Djúpið blátt sem er Árbók Ferðafélags Íslands 2017.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar þakkar gott boð.

9.Byggðasafn Vestfjarða - 2016110080

Umræður um rekstur Byggðasafns Vestfjarða.
Umræður fóru fram.

10.Skólamál á Flateyri - 2016110039

Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem fram kemur ósk starfshóps um skólamál á Flateyri að sameina leikskólann og grunnskólann.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að leikskólinn og grunnskólinn á Flateyri verði sameinaðir.

11.Endurskoðun samstarfssamnings HSV og Ísafjarðarbæjar - haust 2017 - 2017100072

Lagður er fram tölvupóstur Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur frá 8. desember sl., ásamt ályktun formannafundar frá 4. desember sl., þar sem Ísafjarðarbær er hvattur til að horfa til aðildarfélaga HSV með fleiri verkefni er lúta að viðhaldi og fegrun bæjarins.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefndar og umhverfis- og framkvæmdanefndar og vinnslu á skóla- og tómstundasviði og umhverfis- og eignasviði.

12.Viðauki 17 við fjárhagsáætlun 2017 - 2017010064

Lagður fram viðauki 17 við fjárhagsáætlun 2017. Viðaukinn varðar ósk um aukningu á stöðugildum við GÍ um 5, viðbót vegna forfallakennslu og umsókn úr veikindapotti, samtals að fjárhæð 16.064.738. Þessum kostnaði er mætt með tilfæringu innan málaflokksins, áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Ísafjarðarbæjar eru því kr. 0.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við viðaukann og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

13.EES EFTA sveitarstjórnarvettvangurinn - 2017120018

Lagður fram tölvupóstur Önnu G. Björnsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 6. desember sl., með ályktunum EES EFTA sveitarstjórnarvettvangsins frá 16.-17. nóvember sl., annars vegar um gagnahagkerfið og rafræna stjórnsýslu og hins vegar um Erasmus námstækifæri fyrir sveitarstjórnarmenn. Ályktanirnar og fleiri gögn má nálgast á slóðinni http://www.samband.is/verkefnin/althjodamal/sveitarfelog-og-ees/sveitarstjornarvettvangur-efta/16.-fundur-haustid-2017/
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hvetur bæjarstjórnarmenn til að kynna sér efni gagnahagkerfisins.

14.Hafnarstræti 11, Flateyri. Sala eignar. - 2017110013

Kynnt tilboð í fasteignina Hafnarstræti 11, Flateyri.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði Gunnukaffi ehf. verði tekið í Hafnarstræti 11, Flateyri.
Brynjar yfirgefur fundinn kl. 08:34.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:31

15.Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - 2017050126

Umræður um innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins um persónuvernd (GDPR).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi tillögu:

"Í maí 2018 er áætlað að ný persónuverndarlöggjöf (GDPR) taki gildi á Íslandi þegar reglugerð Evrópusambandsins um persónuvernd leysir af hólmi núgildandi Evrópulög. Öll sveitarfélög þurfa fylgja nýjum lögum sem hafa í för með sér umtalsverðar breytingar frá núverandi löggjöf.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga að standa að innleiðingunni með sveitarfélögunum svo að vinnubrögð verði sambærileg og samræmis sé gætt á meðferð persónuupplýsinga meðal sveitarfélaga, til að tryggja gagnsæi og rétt íbúa landsins. Hægt væri að gera þetta m.a. með því að
- útbúa fyrirmyndir að öllum vinnsluskrám, sem gera má ráð fyrir að verði að mestu leyti eins hjá öllum sveitarfélögum vegna þeirra verkefna sem þau sinna,
- útbúa fyrirmyndir að vinnslusamningum,
- útbúa fyrirmynd að upplýstu samþykki, ákveða orðalag, afturköllun samþykkis og í hvaða tilvikum þarf upplýst samþykki
- samræma vinnubrögð opinberra skjalasafna."

16.Brothættar byggðir - 2014090062

Lagður fram tölvupóstur Wouter Van Hoeymissen, dagsettur 27. nóvember sl., með tilnefningum hverfisráðsins Íbúasamtakanna Átaks um fulltrúa í verkefnisstjórn verkefnisins Brothættar byggðir. Hverfisráðið tilnefnir Wouter Van Hoeymissen og Ernu Höskuldsdóttur.
Lagt fram til kynningar.

17.Þrettándinn og Kómedíuleikhúsið - 2017100022

Á 140. fundi atvinnu- og menningarmálanefnd lagði nefndin til við bæjarráð að samið yrði við Kómedíuleikhúsið um að sjá um skemmtun á þrettándanum árið 2018 á Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Kómedíuleikhúsið um framkvæmd þrettándaskemmtunar 2018.

18.Vistaskipti listamanna í Ísafjarðarbæ og Linköping - 2017030081

Á 140. fundi atvinnu- og menningarmálanefndar, 4. desember sl., var fjallað um erindi Elísabetar Gunnarsdóttur, forstöðumanns ArtsIceland, dags. 1. nóvember sl., ásamt fylgiskjölum, varðandi vistaskipti listamanna í Ísafjarðarbæ og vinabæjarins Linköping.

Atvinnu- og menningarmálanefnd tekur jákvætt í vistaskipti listamanna, þannig að tekið sé á móti einum listamanni á árinu 2019 frá vinabæ Ísafjarðarbæjar Linköping. Nefndin leggur til við bæjarráð að gerður verði samningur við Linköping um að taka á móti gesti í vistaskipti árið 2019, þar sem m.a. kæmi fram að Ísafjarðarbær styrkti verkefnið um kr. 500.000,- á árinu 2019.
Formaður bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindið.

19.Rammasamningar - 2017090026

Lagður er fram tölvupóstur Telmu Halldórsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 7. desember sl., ásamt bréfi Halldórs Ó. Sigurðssonar, forstjóra Ríkiskaupa, dags. 6. desember sl., þar sem tilkynnt er að ákveðið hefur verið að aðildargjald rammasamninga 2017 verði í samræmi við innkaup sveitarfélaga 2016.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að skoða kosti og galla rammasamninga fyrir sveitarfélagið.

20.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

Lagt fram bréf Sigríðar Auðar Arnardóttur og Hafsteins Pálssonar, f.h. umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dagsett 4. desember sl, ásamt minnisblöðum Verkís og Framkvæmdasýslu ríkisins, með svörum við spurningum sem lagðar voru fram á 981. fundi bæjarráðs, 10. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

21.Gangstétt við holuveginn á Suðureyri - 2017120020

Lagt fram bréf Árdísar Níníar Liljudóttur, 5 ára íbúa á Suðureyri, dagsett 2. desember sl., þar sem hún segir að það vanti gangstétt við holuveginn á Suðureyri.
Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir bréfið og tekur fram að til framtíðar er fyrirhugað að gera fallega gönguleið meðfram tjörninni.

Fundi slitið - kl. 09:26.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?