Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
181. fundur 06. desember 2017 kl. 08:05 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Einnig sat fundinn Esther Ósk Arnórsdóttir, tómstundafulltrúi.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2017 - 2017110072

Lagt fram bréf til íþróttafélaga er varðar útnefningu á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2017.
Lagt fram til kynningar.

3.Málefni hverfisráða 2017 - 2017010043

Lögð er fram fundargerð hverfisráðs Eyrar og efribæjar Ísafjarðar frá 24. október sl.
Bæjarráð tók fundargerðina fyrir á 944. fundi sínum, 13. nóvember sl. og vísaði henni til úrvinnslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd og íþrótta-og tómstundanefnd.
Lagt fram til kynningar.

4.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023

Lögð fram íþrótta- og tómstundastefna Ísafjarðarbæjar.
Unnið að endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu sveitarfélagsins. Farið yfir athugasemdir ungmennaráðs á stefnunni. Í framhaldi leggur nefndin til við bæjarstjórn að frítt verði fyrir öll börn að 18 ára aldri í strætó.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?