Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
996. fundur 27. nóvember 2017 kl. 08:05 - 09:36 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

Lögð fram framvinduskýrsla fyrir september til október 2017 frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsett 23. október 2017, vegna snjóflóðavarna á Ísafirði, uppsetningu stoðvirkja í Kubba.
Lagt fram til kynningar.

Marzellíus Sveinbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun:
„Ég vil hér með ítreka að ekki er búið að svara spurningum mínum frá bæjarráðsfundi 10. júlí 2017 út frá minnisblaði Verkís. Þeim spurningum vil ég fá svarað lið fyrir lið. Þessi töf á svari er ekki ásættanleg.“

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 57 - 1711011F

Lögð er fram fundargerð 57. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 21. nóvember sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 488 - 1711014F

Lögð er fram fundargerð 488. skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 22. nóvember sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 3.1 2017020049 Fjárhagsáætlun 2018
    Skipulags- og mannvirkjanefnd - 488 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hækkun gjaldskráa skv. byggingavísitölu og verðbólgumarkmiðum.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 488 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010
    Nefndin telur staðsetningu hússins vera ásættanlega m.t.t. nálægðar við Engidalsá, ekki er um neina tilfærslu á fyrra skipulagi, svæðið er allt mjög raskað. Jafnframt er staðsetning væntanlegrar reiðhallar í samræmi við það sem er með önnur hús á svæðinu.

4.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 154 - 1711018F

Lögð er fram fundargerð 154. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 22. nóvember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð aðalfundar Hverfisráðs Önundarfjarðar - Málefni hverfisráða 2017 - 2017010043

Lögð er fram til kynningar fundargerð aðalfundar Hverfisráðs Önundarfjarðar frá 20. september sl.
Bæjarráð vísar fundargerðinni til úrvinnslu á umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar

6.Umsögn um fjárlagafrumvarp 2018 - 2017110057

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 21. nóvember sl., ásamt umsögn Fjórðungssambandsins um fjárlagafrumvarp 2018.
Lagt fram til kynningar.

7.Stofnun Vestfjarðastofu - 2017110058

Lagður fram tölvupóstur Díönu Jóhannsdóttur, f.h. Visit Westfjords, dagsettur 21. nóvember sl., ásamt fréttatilkynningu um stofnfund Vestfjarðastofu, sem haldinn verður 1. desember nk. Vestfjarðastofa er nýtt fyrirtæki sem styður einstaklinga, fyrirtæki, félagasamtök og sveitarfélög á Vestfjörðum við að ná árangri á sviði nýsköpunar og atvinnuþróunar.
Lagt fram til kynningar.

8.Samstarfsnefnd um friðlandið Hornstrandir - tilnefning fulltrúa - 2014120033

Lagður fram tölvupóstur Þórunnar Karlsdóttur, f.h. Umhverfisstofnunar, dagsettur 22. nóvember sl., þar sem meðfylgjandi er skipunarbréf Kristínar Óskar Jónasdóttur, nýs formanns í Hornstrandanefnd.
Lagt fram til kynningar.
Kristján Andri Guðjónsson yfirgefur fundinn undir þessum lið.

9.Snorraverkefnið - Almennar styrktarbeiðnir og styrktarlínur 2017 - 2017010042

Lagt fram bréf Ástu Sólar Kristjánsdóttur, f.h. Snorraverkefnisins, dagsett 20. nóvember sl., þar sem óskað er eftir stuðningi við Snorraverkefnið á árinu 2018. Markmið Snorraverkefnisins er að styrkja tengsl afkomenda Íslendinga í Norður-Ameríku við Ísland.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

10.Byggðasamlag Vestfjarða - þjónustusamningur og samstarfssamningur - endurskoðun 2016 - 2016100073

Umræður um Byggðasamlag Vestfjarða og málefni fólks með fötlun.

11.Sundlaugar okkar allra - aðgengi fyrir hreyfihamlaða - 2017110059

Lagður fram tölvupóstur Bergs Þorra Benjamínssonar, formanns Sjálfsbjargar, dagsettur 23. nóvember sl., vegna úttektar á aðgengi hreyfihamlaðra að sundlaugum landsins. Sundhöll Ísafjarðar var þar á meðal, og fylgir með póstinum bréf vegna úttektarinnar með ábendingum um það sem betur mætti fara.
Lagt fram til kynningar.

12.Dægradvöl á Ísafirði fjölgun rýma - 2017100070

Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 23. nóvember sl., þar sem farið er yfir húsnæðisvanda Dægradvalar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu 2 í framlögðu minnisblaði.

Gestir

  • Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:14

13.Samráðsvettvangur sveitarfélaga á Vestfjörðum 2017-2018 - 2017040075

Dögg Árnadóttir var fulltrúi skapandi greina f.h. Ísafjarðarbæjar, í samráðsvettvangi sveitarfélaga á Vestfjörðum. Hún er flutt úr sveitarfélaginu og það þarf að skipa annan í hennar stað.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að tillögu fyrir bæjarstjórn að nýjum fulltrúa skapandi greina f.h. Ísafjarðarbæjar í samráðsvettvangi sveitarfélaga á Vestfjörðum.

14.Útsvarsprósenta - Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Bæjarstjóri leggur til að útsvarsprósenta við álagningu 2018 á tekjur ársins 2017 verði 14,520%.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að útsvarsprósenta við álagningu verði 14,52%.

15.Gjaldskrár og reglur - Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Kynntar eru tillögur að gjaldskrám og reglum varðandi gjaldskrár fyrir árið 2018.
Lagt fram til kynningar.
Daníel Jakobsson yfirgaf fundinn undir þessum lið.

16.Kaup á bifreið fyrir bæjarskrifstofur - 2017110024

Á 944. fundi bæjarráðs, 13. nóvember sl. var lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 10. nóvember sl., þar sem lagt er til að keypt verði bifreið til afnota fyrir starfsfólk bæjarskrifstofa og stoðþjónustu. Lagður er fram kostnaðarsamanburður þess að vera með bifreið á rekstarleigu og að eiga bifreiðina sjálfa.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að keypt verði bifreið fyrir starfsfólk bæjarskrifstofu og stoðþjónustu og að gerður verði viðauki við árið 2017.

17.Flugslysaæfing 5. október 2017 - 2017090083

Lagt fram bréf Bjarna Sighvatssonar, verkefnisstjóra Isavia, dagsett 15. nóvember sl., ásamt lokaskýrslu vegna flugslysaæfingarinnar sem haldin var á Ísafjarðarflugvelli 7. október sl.
Lagt fram til kynningar.

18.Áfangastaðaáætlun Vestfjarða - 2017110020

Umhverfis- og framkvæmdanefnd visar umsögn tilbaka til bæjarráðs með upplýsingar um afstöðu nefndarinnar í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Wouter Van Hoeymissen, formanns hverfisráðsins Íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri, með umsögn hverfisráðsins um forgangsröðun verkefna á áfangastaðaáætlun Vestfjarða auk umsagnar Eyþórs Eðvarðssonar og Þormóðs Loga Björnssonar, f.h. Fornminjafélags Súgandafjarðar.
Bæjarráð felur bæjarritara að skila umsögn bæjarráðs til Visit Westfjords.

19.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2017/2018 - 2017090050

Lagt fram bréf Jóhanns Guðmundssonar og Annasar Jóns Sigmundssonar, f.h. atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dagsett 21. nóvember sl. Fjallað hefur verið um umsókn Ísafjarðarbæjar um byggðakvóta fiskveiðiárið 2017/2018 og er niðurstaða ráðuneytisins að úthluta byggðakvóta til sveitarfélagsins með eftirfarandi hætti:

Hnífsdalur - 222 þorskígildistonn
Þingeyri - 281 þorskígildistonn
Flateyri - 300 þorskígildistonn
Suðureyri - 192 þorskígildistonn
Ísafjörður - 140 þorskígildistonn
Lagt fram til kynningar.

20.Frístundarúta til Bolungarvíkur - 2017010051

Kynntur er viðauki vegna frístundarútunnar, auk minnisblaðs Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 23. nóvember sl. og minnisblaðs Jóns Páls Hreinssonar, bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar, dags. 23. nóvember sl.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn vegna frístundarútunnar 2017 verði samþykktur.
Margrét Halldórsdóttir yfirgefur fundinn kl. 8:34.

21.Endurskoðun samstarfssamnings HSV og Ísafjarðarbæjar - haust 2017 - 2017100072

Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs auk draga að samsstarfssamningi HSV og Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samstarfssamninginn milli HSV og Ísafjarðarbæjar.

Fundi slitið - kl. 09:36.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?