Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049
Kynntar eru gjaldskrár fyrir árið 2018 vegna gatnagerðar og byggingarleyfisgjalda ásamt gjaldskrá fyrir skipulagsbreytingar og framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hækkun gjaldskráa skv. byggingavísitölu og verðbólgumarkmiðum.
2.Björgunarsveitin Sæbjörg - Umsókn um stöðuleyfi - 2017110043
Björgunarsveitin Sæbjörg Flateyri, sækir um stöðuleyfi fyrir gám, ásamt því að klæða gáminn við húsið. Fylgigögn er umsókn ódagsett og óundirrituð.
Erindi frestað.
3.Bátaskýli - Umsókn um stöðuleyfi - 2017110044
Ómar Helgason sækir um stöðuleyfi fyrir bátaskýli við Strandgötu 7b Hnífsdal, meðfylgjandi er umsókn dags. 13. nóvember
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs.
4.Deiliskipulag - Naustahvilft - 2016100047
Lögð fram drög að greinargerð vegna aðalskipulagsbreytinga við Naustahvilft, ásamt drögum að greinargerð fyrir nýtt deiliskipulag dags. okt. 2017 ásamt uppdrætti dags. 13.09.2017
Lagt fram til kynningar.
5.Tunguskeiði - Óveruleg breyting á deiliskipulagi. - 2017010033
Lögð fram greinargerð frá Verkís dags. 20. okt. vegna deiliskipulagsbreytinga iðnaðarhluta Tunguskeiðis, ásamt uppdrætti dags. 20. október 2017
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
6.Hestamannafélagið Hending - Reiðhöll stækkun lóðar - 2017100057
Lagður er fram uppdráttur frá Verkís hf. dags,17.11.2017 af óverulegri breytingu á deiliskipulagi í Engidal sem samþykkt var í bæjarstjórn 28.01.2010 . Breytingin felst í því að lóð er afmörkuð fyrir reiðhöll og byggingarreitur er stækkaður, jafnframt eru uppfærðar hættumatslínur og lega árinnar .
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Nefndin telur staðsetningu hússins vera ásættanlega m.t.t. nálægðar við Engidalsá, ekki er um neina tilfærslu á fyrra skipulagi, svæðið er allt mjög raskað. Jafnframt er staðsetning væntanlegrar reiðhallar í samræmi við það sem er með önnur hús á svæðinu.
Nefndin telur staðsetningu hússins vera ásættanlega m.t.t. nálægðar við Engidalsá, ekki er um neina tilfærslu á fyrra skipulagi, svæðið er allt mjög raskað. Jafnframt er staðsetning væntanlegrar reiðhallar í samræmi við það sem er með önnur hús á svæðinu.
7.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Göngustígur - 2017100052
Brynjar Þór Jónasson, f.h. Tæknideildar Ísafjarðarbæjar, sækir um framkvæmdaleyfi vegna göngstígs í hlíðum Spillis ofan Suðureyrar.
Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 15.11.2017, minnisblað frá Verkís dags. 31.10.2017, bréf frá hverfisráði dags. 14.11.2017, hnitsettur uppdráttur dags. 20.10.2017, yfirlitsmynd og þversnið dags. 03.11.2017.
Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 15.11.2017, minnisblað frá Verkís dags. 31.10.2017, bréf frá hverfisráði dags. 14.11.2017, hnitsettur uppdráttur dags. 20.10.2017, yfirlitsmynd og þversnið dags. 03.11.2017.
Skipulags og mannvirkjanefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.
Fundi slitið - kl. 09:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?