Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
993. fundur 31. október 2017 kl. 08:05 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Svæðisskipulag fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð - 2016060025

Á 990. fundi bæjarráðs var tekinn fyrir tölvupóstur Matthildar Kr. Elmarsdóttur, f.h. svæðisskipulagnefndar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, dags. 27. september sl., þar sem svæðisskipulagstillaga og umhverfisskýrsla var send til kynningar og umsagnar. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

Á 486. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar fagnaði nefndin því að sveitarfélögin Reykhólahreppur, Dalabyggð og Strandabyggð hafi tekið sig saman um gerð svæðisskipulags. Skýrslan er vel uppsett og skilmerkileg.
Nefndin vill þó benda á að betur mætti gera grein fyrir tengslum og samstarfi til framtíðar við aðliggjandi sveitafélög. Þá er ekkert minnst á umhverfisvottun Earth Check sem öll níu sveitafélögin á Vestfjörðum hafa samþykkt að vinna að og hefur vottun nú þegar fengist fyrir árið 2015.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsögnina og vísar henni til bæjarstjórnar.

2.Afnot af túni í Engidal - 2017100011

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarráð að Anna Portia Specker fá afnot af beitarhólfi skv. samningi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

3.Framtíð Náttúrustofu Vestfjarða - 2017100066

Lagður fram tölvupóstur frá Nancy Bechtloff, f.h. Náttúrustofu Vestfjarða, dagsettur 20. október sl., þar sem óskað er eftir fundi með aðildarsveitarfélögum NAVE til að ræða samningarviðræður við umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna framtíðar NAVE, en samningur um rekstur hennar rennur út í lok árs. Einnig er útlit fyrir mikla skerðingu á fjárveitingum til starfsemi náttúrustofa í fjárlagafrumvarpi 2018.
Einnig lagður fram tölvupóstur frá Nancy Bechtloff, dagsettur 26. október sl., ásamt minnisblaði um fyrirhugaða skerðingu framlaga úr ríkissjóði til Náttúrustofu Vestfjarða (NAVE).
Bæjarráð skilur ekki eftir umræðu undanfarinna mánaða að nú eigi að veikja fræðastofnanir á Vestfjörðum þegar allt kapp hefur verið lagt á að styrkja þær. Mikilvæg tækifæri gætu falist í því með því að efla t.d. fiskeldishlutverk Náttúrustofu. Því skorar bæjarráð Ísafjarðarbæjar á verðandi umhverfisráðherra og nýkjörið þing að beita sér fyrir vexti og viðgangi stofnunarinnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu og mæta til boðaðs fundar vegna málefna Náttúrustofu Vestfjarða.

4.Dægradvöl á Ísafirði fjölgun rýma - 2017100070

Lögð fram greinargerð Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, ódagsett en barst 26. október sl., þar sem gerð er grein fyrir húsnæðisvanda Dægradvalar á Ísafirði.
Bæjarráð felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að skoða betur mögulegar lausnir á húsnæðisvanda Dægradvalar.
Margrét Halldórsdóttir yfirgefur fundinn kl. 8:51.

Gestir

  • Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:40

5.Framtíð og rekstur Edinborgarhússins - 2017100071

Lagt fram bréf stjórnar Edinborgarhússins ehf., dagsett 26. október sl., þar sem óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ um framtíð og rekstur Edinborgarhússins. Að mati stjórnar og rekstrarstjóra hússins er rekstur þess tæplega sjálfbær í núverandi mynd og fjárframlög úr Uppbyggingarsjóði hrökkva skammt. Stjórn hússins leggur höfuð áherslu á að gætt sé að því að tryggja megi að starfsemi hússins haldi áfram að blómstra svo sómi sé að.
Bæjarráð óskar eftir að stjórn Edinborgarhússins mæti til fundar við bæjarráð eftir hálfan mánuð.

6.Stígamót - Almennar styrktarbeiðnir og styrktarlínur 2017 - 2017010042

Lagt fram bréf Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, dagsett 15. október sl., þar sem óskað er eftir styrk til reksturs samtakanna.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í félagsmálanefnd.

7.Samtök um kvennaatkvarf - Almennar styrktarbeiðnir og styrktarlínur 2017 - 2017010042

Lagt fram bréf Þórlaugar R. Jónsdóttur f.h. Samtaka um kvennaathvarf, dagsett í október 2017, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 400.000,- til reksturs kvennaathvarfs á árinu 2018.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í félagsmálanefnd.

8.Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerðir 2017 - 2017010014

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 25. október sl., þar sem lagðar eru fram til kynningar fundargerðir stjórnar FV frá 28. september og 19. október sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 139 - 1710016F

Lögð er fram fundargerð 139. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 17. október sl. fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 9.3 2017020093 Act Alone - styrkbeiðni
    Atvinnu- og menningarmálanefnd - 139 Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samninguinn verði endurnýjaður óbreyttur til þriggja ára, þ.e. fyrir árin 2018-2020.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 486 - 1710018F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 486. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 25. október sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 55 - 1710011F

Lögð er fram fundargerð 55. fundar umhverfis- og framkvæmdanefnd sem haldinn var 12. október sl. Fundargerðin er einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?