Menningarmálanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Ingólfur Þorleifsson mætti ekki til fundarins og ekki varamaður í hans stað.
1.Styrkir til menningarmála 2017 - 2017020014
Kynntar eru umsóknir aðila um styrk til menningarmála í haustúthlutun 2017.
Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir til menningarmála, vegna haustúthlutunar 2017. Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkir að úthluta menningarstyrkjum, samtals að fjárhæð kr. 650.000,- til eftirfarandi umsækjenda:
Eyþór Jóvinsson, Endurútgáfa Aldafar og örnefni í Önundarfirði, kr.
100.000,-.
Gamla bókabúðin á Flateyri, Ljósmyndasýning í tilefni 100 ára afmælis Verslunarinnar Bræðurnir Eyjólfsson, kr. 65.000,-.
Hjónaballsnefnd 2017, styrkur til að halda hjónaball, kr. 150.000,-.
Kvennakór Ísafjarðar, jólatónleikar með einsöngvara og hljóðfæraleik, kr. 100.000,-.
Skóbúðin hversdagssafn, Námskeið í skapandi skrifum, kr. 235.000,-.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur bæjarritara að tilkynna styrkveitingar og skilyrða útgreiðslu því að búið sé að skila lokaskýrslu vegna fyrri verkefna styrkþega, sé um slíkt að ræða.
Eyþór Jóvinsson, Endurútgáfa Aldafar og örnefni í Önundarfirði, kr.
100.000,-.
Gamla bókabúðin á Flateyri, Ljósmyndasýning í tilefni 100 ára afmælis Verslunarinnar Bræðurnir Eyjólfsson, kr. 65.000,-.
Hjónaballsnefnd 2017, styrkur til að halda hjónaball, kr. 150.000,-.
Kvennakór Ísafjarðar, jólatónleikar með einsöngvara og hljóðfæraleik, kr. 100.000,-.
Skóbúðin hversdagssafn, Námskeið í skapandi skrifum, kr. 235.000,-.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur bæjarritara að tilkynna styrkveitingar og skilyrða útgreiðslu því að búið sé að skila lokaskýrslu vegna fyrri verkefna styrkþega, sé um slíkt að ræða.
2.Þrettándinn og Kómedíuleikhúsið - 2017100022
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 10. október sl. vegna þrettándagleði 2018.
Atvinnu- og menningarmálanefnd óskar eftir því að Elfar Logi Hannesson mæti á næsta fund atvinnu- og menningarmálanefndar f.h. Kómedíuleikhússins vegna þrettándagleði 2018 til ræða tillögur hans að fyrirkomulagi.
3.Act Alone - styrkbeiðni - 2017020093
Lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 10. október sl., þar sem fram kemur beiðni Elfars Loga Hannessonar, f.h. Act alone, að gerður verði samstarfsstarfssamningur til þriggja ára.
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samninguinn verði endurnýjaður óbreyttur til þriggja ára, þ.e. fyrir árin 2018-2020.
4.Greinargerð stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál - 2017100013
Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 3. október sl., með greinargerð stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál, um framvindu samninga og ráðstöfun fjármuna 2016.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 990. fundi sínum, 9. október sl., og vísaði því til kynningar í atvinnu- og menningarmálanefnd.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 990. fundi sínum, 9. október sl., og vísaði því til kynningar í atvinnu- og menningarmálanefnd.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?