Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Hádegissteinn í Bakkahyrnu ofan Hnífsdals - 2017080037
Lagt fram bréf Sigríðar Auðar Arnardóttur og Hafsteins Pálssonar, f.h. Ofanflóðanefndar, dagsett 9. október sl., þar sem beiðni Ísafjarðarbæjar um fjárstuðning og sérfræðiaðstoð vegna Hádegissteins er samþykkt. Ofanflóðanefnd mun óska eftir því við Framkvæmdasýslu ríkisins að hún annist það að fá nauðsynlega ráðgjöf til að eyða hættunni sem af steininum stafar og haldi utan um framkvæmdina í samvinnu við Ísafjarðarbæ og starfsmann Ofanflóðasjóðs.
Lagt fram til kynningar.
2.Námskeið fyrir eldri borgara. - 2017060043
Lögð fram bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá 987. fundi ásamt minnisblaði frá Sædísi Maríu Jónatansdóttur um niðurgreiðslu á námskeiðum fyrir eldri borgara.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að gert verði ráð fyrir kr. 100.000,- vegna niðurgreiðslu á námskeiðum fyrir eldri borgara sem ekki eru á vinnumarkaði. Úrræðið bókist á fjárhagsaðstoð.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að gert verði ráð fyrir kr. 100.000,- vegna niðurgreiðslu á námskeiðum fyrir eldri borgara sem ekki eru á vinnumarkaði. Úrræðið bókist á fjárhagsaðstoð.
Bæjarráð vísar beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar 2018.
3.Ósk um aukningu á stöðugildum við TÍ - 2017090066
Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, þar sem fram koma útreikningar vegna aukinna umsvifa Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Lagt fram til kynningar.
4.Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - 2017050126
Lagður fram tölvupóstur Telmu Halldórsdóttur, f.h. Sambands Íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 12. október sl., þar sem kynnt eru næstu skref í undirbúningsvinnu vegna innleiðingar nýrrar persónuverndarlöggjafar á árinu 2018.
Lagt fram til kynningar.
5.Byggðasamlag Vestfjarða - þjónustusamningur og samstarfssamningur - endurskoðun 2016 - 2016100073
Lagður fram tölvupóstur Sifjar Huldar Albertsdóttur, verkefnastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dagsettur 10. október sl., ásamt bréfi sem sent var til allra aðildarsveitarfélaga BsVest, dagsettu 9. október sl., um tillögu Ísafjarðarbæjar um að gerast leiðandi sveitarfélag í málaflokki fatlaðs fólks á Vestfjörðum. Því er beint til sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga BsVest að taka til umfjöllunar tillögu Ísafjarðarbæjar um að gerast leiðandi sveitarfélag.
Lagt fram til kynningar.
6.Framtíð líkamsræktaraðstöðu í Skutulsfirði - 2017050073
Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga, dagsettur 13. október sl., með ályktun stjórnar HSV vegna líkamsræktaraðstöðu í Ísafjarðarbæ.
Á stjórnarfundi HSV 4. október sl., og formannafundi, var eftirfarandi ályktun samþykkt.
"Héraðssamband Vestfirðinga hvetur bæjaryfirvöld til að vinna áfram að því að tryggja aðgang almennings á Ísafirði að líkamsræktaraðstöðu. Mikilvægt er að slíkt aðgengi sé tryggt til skamms tíma en einnig að fundin verði framtíðarlausn á þessum málum. Gott aðgengi að líkamsræktaraðstöðu allt árið um kring er afar brýnt fyrir heilsu og lífsgæði íbúanna."
Á stjórnarfundi HSV 4. október sl., og formannafundi, var eftirfarandi ályktun samþykkt.
"Héraðssamband Vestfirðinga hvetur bæjaryfirvöld til að vinna áfram að því að tryggja aðgang almennings á Ísafirði að líkamsræktaraðstöðu. Mikilvægt er að slíkt aðgengi sé tryggt til skamms tíma en einnig að fundin verði framtíðarlausn á þessum málum. Gott aðgengi að líkamsræktaraðstöðu allt árið um kring er afar brýnt fyrir heilsu og lífsgæði íbúanna."
Bæjarráð þakkar hvatninguna.
7.Brothættar byggðir - 2014090062
Lagður er fram tölvupóstur Sigríðar K. Þorgrímsdóttur, þróunarsviði Byggðastofnunar, dags. 11. október sl., þar sem farið er yfir fyrstu skref verkefnisins Brothættar byggðir sem hefst á Þingeyri í vetur.
Bæjarráð vísar beiðninni um tilnefningu Ísafjarðarbæjar um einn aðila í verkefnastjórn verkefnisins Brothættar byggðir, til bæjarstjórnar. Jafnframt óskar bæjarráð eftir tilnefningum frá Hverfisráði Dýrafjarðar - Íbúasamtökunum Átaki, um tvo fulltrúa í verkefnastjórn verkefnisins.
8.Umsóknir 2017 í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða - 2017090091
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 13. október, með tillögum að umsóknum um styrki til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
Bæjarráð felur bæjarritara að sækja um styrk fyrir heildarskipulagning á Botns- og Breiðadalsheiði sem útivistarsvæðis, þjónustuhús við Skrúð og önnur verkefni í samræmi við umræður á fundinum.
9.Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052
Kynnt er minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 13. október sl., þar sem gerð er grein fyrir tilboði Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í íbúakönnun vegna Sundhallarinnar 2017.
Bæjarráð tekur málið aftur fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
10.Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052
Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðisflokks, leggur fram eftirfarandi spurningar varðandi hönnunarsamkeppni um endurbætur á Sundhöll Ísafjarðar.
- Hvað hefur verið mikið greitt þar, beint og óbeint?
- Hverjar eru fyrirætlanir meirihlutans í því máli?
- Þarf að greiða verðlaunafé aftur ef ekkert verður gert?
Lagt er fram minnisblað Gísla H. Halldórssonar, dags. 13. október sl., með svörum við fyrirspurnum.
- Hvað hefur verið mikið greitt þar, beint og óbeint?
- Hverjar eru fyrirætlanir meirihlutans í því máli?
- Þarf að greiða verðlaunafé aftur ef ekkert verður gert?
Lagt er fram minnisblað Gísla H. Halldórssonar, dags. 13. október sl., með svörum við fyrirspurnum.
Bæjarstjóra falið að koma með ítarlegri svör á næsta fundi bæjarráðs.
11.Framtíðarhúsnæði fyrir skjalasafnið - 2014050036
Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðisflokks, óskar eftir að grein verði gerð fyrir stöðu eftirfarandi mála hvað varðar húsnæði héraðsskjalasafns.
- Viðskiptabanki leigusala heimilaði ekki breytingar á leigsamningi. Hefur Ísafjarðarbær samþykkt veðsetningu á þessum samningi?
- Bæjarstjóri hefur ítrekað haldið því fram að ekkert hafi verið greitt. Gott væri að fá nákvæma útlistun á þeim greiðslum sem inntar hafa verið af hendi af okkar hálfu og undirstofnanna (Byggðasafni).
Lagt er fram minnisblað Gísla H. Halldórssonar, dags. 13. október sl., með svörum við fyrirspurnum.
- Viðskiptabanki leigusala heimilaði ekki breytingar á leigsamningi. Hefur Ísafjarðarbær samþykkt veðsetningu á þessum samningi?
- Bæjarstjóri hefur ítrekað haldið því fram að ekkert hafi verið greitt. Gott væri að fá nákvæma útlistun á þeim greiðslum sem inntar hafa verið af hendi af okkar hálfu og undirstofnanna (Byggðasafni).
Lagt er fram minnisblað Gísla H. Halldórssonar, dags. 13. október sl., með svörum við fyrirspurnum.
Lagt fram til kynningar.
12.Sorpmál 2018 - útboð - 2016090021
Bæjarráð samþykkir að farið verði í úboð vegna sorphirðu og -förgunar á grunni þeirra útboðsgagna sem kynnt hafa verið bæjarfulltrúum.
13.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 153 - 1710012F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 153. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, sem haldinn var 12. október sl. Fundargerðin er í 1 fundarlið.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
14.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 485 - 1710005F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 485. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 11. október sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
- 14.3 2016080019 Ósk um deiliskipulagsbreytingu og hugsanlega Aðalskipulagsbreytingu við afrennslissvæði MjólkárvirkjanaSkipulags- og mannvirkjanefnd - 485 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
15.Félagsmálanefnd - 420 - 1710007F
Lögð er fram fundargerð 420. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 10. október. Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Félagsmálanefnd - 420 Umræður um drög BsVest að reglum um frekari liðveislu. Félagsmálanefnd gerir ekki efnislegar athugasemdir við reglurnar og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að þær verði samþykktar.
Fundi slitið - kl. 09:19.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?