Velferðarnefnd
Dagskrá
Guðjón Már Þorsteinsson boðaði forföll og í hans stað mætti Tinna Hrund Hlynsdóttir. Sólveig S. Guðnadóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.
1.Trúnaðarmál. - 2011090094
Eitt trúnaðarmál kynnt í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
2.Framtíðarþing um farsæla öldrun 2016. - 2016100066
Lögð fram skýrsla frá málþingi um farsæla öldun sem haldið var þann 13. september s.l. Ingrid Kuhlman frá Þekkingarmiðlun ehf. ritaði skýrsluna en hún sá einnig um undirbúning, þingstjórn og eftirfylgni þingsins.
Félagsmálanefnd þakkar fyrir góða skýrslu og leggur til að niðurstöður hennar verði nýttar í stefnumótun í málaflokki aldraðra.
3.Fjölsmiðjan - launamál - 2017090041
Kynnt drög að þjónustusamningi milli Ísafjarðarbæjar og Fjölsmiðjunnar á Ísafirði.
Félagsmálanefnd fór yfir drög að þjónustusamningnum og felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að gera breytingar á samningnum í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt er starfsmönnum falið að ræða samningsdrögin við Fjölsmiðjuna á Ísafirði.
4.Landsfundur jafnréttismála 2017 - 2017080001
Lagt fram minnisblað Magnúsar Þórs Bjarnasonar, fulltrúa í félagsmálanefnd, dags. 9. október þar sem hann greinir frá þátttöku sinni á landsfundi jafnréttisnefnda. Magnús var fulltrúi félagsmálanefndar á landsfundinum.
Félagsmálanefnd þakkar Magnúsi fyrir minnisblaðið.
Hafdís Gunnarsdóttir forstöðumaður liðveislu kom inn á fundinn.
5.Reglur um frekari liðveislu - 2017100017
Lagt fram bréf dags. 2. október s.l. frá Sif Huld Albertsdóttur verkefnastjóra hjá Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, ásamt drögum að reglum um frekari liðveislu. Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um drögin.
Umræður um drög BsVest að reglum um frekari liðveislu. Félagsmálanefnd gerir ekki efnislegar athugasemdir við reglurnar og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að þær verði samþykktar.
6.Heimaþjónusta - 2017030015
Lögð fram drög að nýjum reglum um heimaþjónustu hjá Ísafjarðarbæ. Jafnframt var staða sameiningar á félagslegri heimaþjónustu og frekari liðveislu kynnt. Sameining þjónustuþátta var m.a. liður í markmiði með yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna og kemur fram í frumvarpi til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Starfsmenn fjölskyldusviðs kynntu hugmyndir að sameiningu félagslegrar heimaþjónustu og frekari liðveislu. Rætt um drög að nýjum reglum um heimaþjónustu hjá Ísafjarðarbæ. Félagsmálanefnd leggur áherslu á að það verði haft samráð við þjónustunotendur, starfsmenn, samstarfsaðila og aðra þá er málið varðar.
Hafdís Gunnarsdóttir fór af fundi.
7.Námskeið fyrir eldri borgara. - 2017060043
Lögð fram bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá 987. fundi ásamt minnisblaði frá Sædísi Maríu Jónatansdóttur um niðurgreiðslu á námskeiðum fyrir eldri borgara.
Félagsmálanefnd felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að gera nauðsynlegar breytingar á reglum Ísafjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð í samræmi við minnisblaðið. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að gert verði ráð fyrir kr. 100.000,- vegna niðurgreiðslu á námskeiðum fyrir eldri borgara sem ekki eru á vinnumarkaði. Úrræðið bókist á fjárhagsaðstoð.
8.Öldungaráð, fundargerðir. - 2016090043
Lögð fram fundargerð öldungaráð Ísafjarðarbæjar frá 7. fundi ráðsins.
Fundargerðin lögð fram til kynningar og umræður um hana.
Fundi slitið - kl. 18:20.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?