Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
956. fundur 12. desember 2016 kl. 08:05 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Sigurður Jón Hreinsson varamaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Opinn fundur um byggingar- og mannvirkjamál - 2016120010

Lagt fram bréf frá Samtökum Iðnaðarins, óundirritað, dagsett 1. desember sl., þar sem boðað er til opins fundar um byggingar- og mannvirkjamál þann 14. desember nk.
Lagt fram til kynningar.

2.Hámarkshraði í Pollgötu og Krók - 2014110033

Lagt fram bréf Karls Vilbergssonar, lögreglustjórans á Vestfjörðum, dagsett 2. desember sl., þar sem kynnt er afstaða lögreglustjóra um hækkun hámarkshraða á Pollgötu í 40 km/klst. Lögreglustjóri hafnar því að hækka hámarkshraðann.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjarðargata 10, Þingeyri, umsókn um rekstrarleyfi gistiheimilis - 2016010026

Lögð er fram umsagnarbeiðni Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 20. september sl. um rekstrarleyfi, skv. umsókn Sjóbátaleigunnar ehf., dags. 20. september sl., í flokki II fyrir Fjarðargötu 10, Þingeyri. Einnig er meðfylgjandi umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 24. nóvember sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

4.Útboð á tryggingum Ísafjarðarbæjar 2016 - 2016060030

Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 8. desember sl., varðandi útboð á tryggingum Ísafjarðarbæjar 2016. Brynjar leggur til að samið verði við Vátryggingafélag Íslands hf. á grundvelli tilboðs þeirra.
Bæjarráð samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, um að semja við Vátryggingafélag Íslands á grundvelli tilboðs þeirra.

5.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2016/2017 - 2016090018

Kynntar athugasemdir við setningu sérreglna um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017 fyrir Ísafjarðarbæ og tillögur að sérreglum. Enn fremur er lagt fram bréf Lýðs Árnasonar, f.h. Stútungs ehf. á Flateyri, dags. 7. desember sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna tillögur að sérreglum um byggðakvóta fiskveiði árið 2016/2017 og leggja fyrir á bæjarstjórnarfundi.

6.Greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna - 2013020002

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, dags. 8. desember sl., ásamt tillögum að reglum um greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna. Tillögurnar eru í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að laun nefndarmanna og kjörinna fulltrúa taki ekki hækkunum samkvæmt úrskurði Kjararáðs frá 29. október sl.
Bæjarráð samþykkir reglurnar um greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar um að laun nefndarmanna og kjörinna fulltrúa taki ekki hækkunum samkvæmt úrskurði Kjararáðs.

7.Sindragata 4a Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir - 2016070043

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 9. desember sl., með tillögu um í hvaða formi stofnframlag Ísafjarðarbæjar yrði veitt til byggingar leiguíbúða.
Bæjarráð samþykkir tillöguna, þ.e. að stofnframlag Ísafjarðarbæjar verði lóðaverð og önnur opinber gjöld, útlagður kostnaður framkvæmdaaðila vegna byggingarinnar sem áætlaður er 3% og hreint fjárframlag. Enn fremur setur Ísafjarðarbær þau skilyrði fyrir stofnframlaginu að það verði endurgreitt þegar önnur fjármögnun hefur verið greidd.

8.Áskorun vegna Dýrafjarðarganga - 2012060001

Til umfjöllunar eru drög að fjárlögum 2017 og staða Dýrafjarðarganganna á fjárlögum.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun og vísar henni til bæjarstjórnar:
"Bæjarráð Ísafjarðarbæjar krefst þess að staðið verði við gefin fyrirheit um Dýrafjarðargöng og að framlag til þeirra verði tryggt á fjárlögum ársins 2017. Bæjarráð minnir á yfirlýsingu innanríkisráðuneytisins frá því í apríl á þessu ári þar sem áréttað er að framkvæmdir eigi að hefjast um mitt ár 2017 og væru það gríðarleg svik ef það gengi ekki eftir. Vinnubrögð sem þessi eru ekki til þess fallin að auka traust til stjórnsýslunnar.
Einhugur hefur verið um framkvæmd Dýrafjarðarganga meðal Vestfirðinga, vestfirskra sveitarstjórnarmanna og þingmanna kjördæmisins. Það var því mikill léttir þegar göngin voru komin inn í gildandi samgönguáætlun og þegar yfirlýsing innanríkisráðuneytisins birtist í vor þegar efasemdaraddir fóru að heyrast um að staðið yrði við fyrirætlanir um göngin. Dýrafjarðargöng eru hluti af nýsamþykktri ríkisfjármálaályktun og þar er skylda framkvæmdavaldsins að láta samþykktir þingsins hafa forgang þegar verkefni eru sett inn í fjárlagafrumvarp."

9.Mánaðaryfirlit 2016 - 2016050081

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra á fjármálasviði, dags. 28.október sl, um skatttekjur og laun janúar til október 2016. Þar má sjá að útsvarstekjur eru á áætlun og eru 1.473,7 milljónir króna fyrir tímabilið. Jöfnunarsjóður er 1,3 milljónum króna yfir áætlun eða 603 milljónir króna. Að lokum er launakostnaður 22,4 milljónum króna undir áætlun en kostnaðurinn nemur 1.691,2 milljónir króna fyrir fyrstu 10 mánuði ársins 2016.
Helga Ásgeirsdóttir mætti til fundarins og gerði grein fyrir skatttekjum og launum janúar til október 2016.
Helga Ásgeirsdóttir yfirgaf fundinn kl. 9:08.

Gestir

  • Helga Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri - mæting: 09:00

10.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

Lögð eru fram lokadrög að fjögurra ára fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2017-2020 og fimm ára fjárfestingaráætlun 2017-2021.
Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mætti til fundarins og tók þátt í umræðum um fjögurra ára fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2017-2020. Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, mætti til fundarins og tók þátt í umræðum um fimm ára fjárfestingaráætlun.
Edda María Hagalín og Brynjar Þór Jónasson yfirgáfu fundinn kl. 9:52.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:10
  • Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:28

11.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2016 - 2016020062

Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsettur 6. desember sl, ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 4. desember sl. Vakin er sérstök athygli á að sækja þarf um tímabundið starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits þegar halda á brennur í sveitarfélaginu.
Lögð fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 467 - 1611014F

Fundargerð 467. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 7. desember sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Lögð fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 467 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimilia að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. skv. umsókn.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?