Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Mávagarður E - Umsókn um lóð - 2016090053
Á 462. fundi skipulags- og mannvirkjanefnar var eftirfarandi erindi tekið fyrir.
Guðlaug Aðalrós sækir um f.h. Vestfirskra Verktaka um lóð við Mávagarð E, landnúmer 233-6523 skv. umsókn dags. 10.09.2016
Skipulags og mannvirkjanefnd frestaði erindinu.
Guðlaug Aðalrós sækir um f.h. Vestfirskra Verktaka um lóð við Mávagarð E, landnúmer 233-6523 skv. umsókn dags. 10.09.2016
Skipulags og mannvirkjanefnd frestaði erindinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindi þar sem gert er ráð fyrir annarskonar starfsemi.
2.Sandasker, Dýrafirði, - Frístundabyggð - 2016100042
Pálmar Kristmundsson leggur fram uppkast að afnotasamningi fyrir frístundabyggð undir hlíðum Sandafells. Svæðið er skilgreint sem frístundabyggð F25 í Aðalskipulagi Ísafjarðar 2008-2020,
Lagt fram til kynningar.
3.Umsókn um Stöðuleyfi - Gunnar Sæmundsson - 2016120003
Gunnar Sæmundsson sækir um stöðuleyfi fyrir 1.stk 40 feta gám. Tilgreindar eru tvær staðsetningar á loftmynd, fyrsti valkostur er á milli Aðalstrætis og Guðmundarbúðar, seinni valkostur við Suðurgötu.
Erindi frestað og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
4.3X óskar eftir óverulegri aðalskipulagsbreytingu - 2016120008
3X Technology óskar eftir því við bæjaryfirvöld að fá að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi 2008-2008. Skv. umsókn dags. 05.12.2016. Breytingin felst m.a. í því að miðsvæði M4 sé stækkað þannig að það nái yfir Sindragötu 5-7
Sigurður Jón Hreinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sigurður Jón Hreinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimilia að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. skv. umsókn.
5.Fyrirspurn til Skipulags- og mannvirkjanefndar - 2016110033
Sigurður Mar Óskarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir:
Lögð hefur verð fram fjáhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2017 og við hlustun á bæjarstjórnarfundi sl. fimmtudag kom ekkert fram sem benti til þess að átak væri fyrirhugað til bráðnauðsynlegra verkefna varðandi lagnakerfi bæjarins. Spurningin er hvort enn og aftur sé verið að horfa framhjá því sem gera þarf. Bæjarfélag sem sér framtíð í matvælaframleiðslu og mótttöku ferðamanna verður að gæta að þessu til framtíðar jafnframt því að tryggja lífsgæði íbúa. Fram kom með réttu að bærinn væri fallegur en þar er ekki allt sem sýnist. Svör óskast við eftirfarandi spurningum:
1. Er gert ráð fyrir fjármagni í fjarhagsáætlun 2017og /eða í þriggja ára áætlun til verulegs viðhalds holræsa og vatnsveitu. Þar er einkum átt við frummat á getu viðtaka skólps, sameiningu útrása, mögulegri grófhreinsun og almennt um yfirlit um ástand og kortlagning kerfa og askilyrða sem fram koma í viðkomandi starsfleyfum. Mér er kunnugt um að fjargæslukerfi sé í smíðum varðand dælubrunn í Hafnarstræti og birgðatanka vatnsveitu ásamt smálegu viðhaldi holræsa.
2. Hver var rekstrarniðurstaða varðandi rekstur vatnsveitu og holræsa í ársreikningi Ísafjarðarbæjar 2015.
Lögð hefur verð fram fjáhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2017 og við hlustun á bæjarstjórnarfundi sl. fimmtudag kom ekkert fram sem benti til þess að átak væri fyrirhugað til bráðnauðsynlegra verkefna varðandi lagnakerfi bæjarins. Spurningin er hvort enn og aftur sé verið að horfa framhjá því sem gera þarf. Bæjarfélag sem sér framtíð í matvælaframleiðslu og mótttöku ferðamanna verður að gæta að þessu til framtíðar jafnframt því að tryggja lífsgæði íbúa. Fram kom með réttu að bærinn væri fallegur en þar er ekki allt sem sýnist. Svör óskast við eftirfarandi spurningum:
1. Er gert ráð fyrir fjármagni í fjarhagsáætlun 2017og /eða í þriggja ára áætlun til verulegs viðhalds holræsa og vatnsveitu. Þar er einkum átt við frummat á getu viðtaka skólps, sameiningu útrása, mögulegri grófhreinsun og almennt um yfirlit um ástand og kortlagning kerfa og askilyrða sem fram koma í viðkomandi starsfleyfum. Mér er kunnugt um að fjargæslukerfi sé í smíðum varðand dælubrunn í Hafnarstræti og birgðatanka vatnsveitu ásamt smálegu viðhaldi holræsa.
2. Hver var rekstrarniðurstaða varðandi rekstur vatnsveitu og holræsa í ársreikningi Ísafjarðarbæjar 2015.
Sviðsstjóri leggur fram minnisblað varðandi fyrirspurnir Sigurðar Mar. Fyrir liggur að miklu fé hefur verið varið í viðhald á vatns- og holræsakerfi. Hinsvegar er nauðsynlegt að fá úttekt á stöðu mála.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?