Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
932. fundur 06. júní 2016 kl. 08:05 - 09:08 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Almenningssamgöngur 2012-2016 - 2012020018

Lagt er fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 2. júní sl., með tillögu að framlengingu samnings um almenningssamgöngur til eins árs.
Bæjarráð samþykkir að samningurinn við Vestfirskar ævintýraferðir verði framlengdur til 1. júní 2017.

2.Styrkumsókn Dýrafjarðardaga 2015 og 2016 - 2016050100

Lagður er fram tölvupóstur Signýjar Þallar Kristinsdóttur, f.h. Hverfisráðs Þingeyrar, Íbúasamtakanna Átaks, frá 31. maí sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna utanumhalds og skipulagningar Dýrafjarðardaga 2015 og 2016.
Bæjarráð samþykkir að veita Dýrafjarðardögum 2016 styrk að fjárhæð kr. 250.000,-.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

Lagt er fram til umsagnar frumvarp umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til laga um timbur og timburvörur, 785. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Framtíðarsýn í dagvistarmálum Ísafjarðarbæjar. - 2013010070

Á 369. fundi fræðslunefndar var staða dagvistarmála og framtíð hennar rædd.

Fræðslunefnd hefur lagt nokkra vinnu í að greina stöðu og möguleika í málefnum leikskóla með það fyrir augum að móta framtíðarsýn í leikskólamálum í Skutulsfirði. Með vinnuskjali skilar fræðslunefnd málinu til bæjarráðs til frekari úrvinnslu.
Lagt fram til kynningar.
Margrét Halldórsdóttir yfirgaf fundinn kl. 8:50.

Gestir

  • Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri íþrótta- og tómstundanefndar mætti til fundarins - mæting: 08:25

5.HSV - ósk um auka íbúðir til hausts 2017 - 2016060009

Lagður er fram tölvupóstur Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra HSV, frá 3. júní sl., þar sem óskað er eftir 2 íbúðum til viðbótar við samstarfssamninginn fram á haust ársins 2017.
Bæjarráð leggur til að íbúðunum verði úthlutað gegn því að HSV greiði 50% af uppsettri leigu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að viðauka vegna þessa og leggja fyrir næsta bæjarráð.

6.Fyrirspurn EFTA um almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ - 2016060008

Lagður er fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, frá 30. maí sl., ásamt bréfi Astríðar Scheving Thorsteinsson, hjá EFTA, dags. 22. apríl sl., þar sem óskað er upplýsinga um almenningssamgöngur á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.

7.Fræðslunefnd - 369 - 1605022F

Fundargerð 369. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 2. júní sl., fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Íþrótta- og tómstundanefnd - 170 - 1605024F

Fundargerð 170. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 1. júní sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 8.2 2016020047 Fjárhagsáætlun 2017
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 170 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að frítt verði í sund fyrir börn, önnur hækkun taki mið af þeirri hækkun sem bæjarstjórn ákveður. Afsláttur verði á súperpössum séu keyptir tveir eða fleiri. Nefndin hefur áður tekið ákvörðun um að árskort á skíðum verði vetrakort.
  • 8.6 2016050095 Frisbígolfkörfur
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 170 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fundinn verði staður og komið verði upp frisbígolfkörfum í Skutulsfirði, til að byrja með.

Fundi slitið - kl. 09:08.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?