Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
170. fundur 01. júní 2016 kl. 08:05 - 08:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Þórir Karlsson aðalmaður
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Jón Ottó Gunnarsson boðaði forföll en enginn mætti í hans stað. Einnig sat fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram til kynningar verkefnalisti fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

2.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

Lögð fram fjárhagsáætlun 2016 er snýr að íþrótta- og tómstundastarfi.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að frítt verði í sund fyrir börn, önnur hækkun taki mið af þeirri hækkun sem bæjarstjórn ákveður. Afsláttur verði á súperpössum séu keyptir tveir eða fleiri. Nefndin hefur áður tekið ákvörðun um að árskort á skíðum verði vetrakort.

3.Niðurstöður Rannsóknar og Greiningar 2016 - 2016050044

Lagðar fram niðurstöður Rannsóknar og Greiningar 2016 á högum og líðan nemenda í 8.-10. bekk.
Lagt fram til kynningar.

4.Alþjóðleg könnun á heilsu og lífskjörum grunnskólabarna - 2016050096

Lögð fram skýrsla, Heilsa og lífskjör skólanema á Íslandi í alþjóðlegum samanburði, frá Rannsóknasetri forvarna við Háskólann á Akureyri.
Lagt fram til kynningar.

5.Árskýrsla HSV 2016 - 2016050094

Lögð fram ársskýrsla HSV fyrir starfsárið 2015.
Lagt fram til kynningar.

6.Frisbígolfkörfur - 2016050095

Lagðir fram tölvupóstar frá eigendum Fuzz.is frisbígolfverslunar og formanni íslenska frisbígolfsambandsins þar sem íþróttin er kynnt og hugmyndum um frisbígolfvöll á Ísafirði er velt upp.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fundinn verði staður og komið verði upp frisbígolfkörfum í Skutulsfirði, til að byrja með.

Fundi slitið - kl. 08:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?