Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - nr. 4 - notendaráð og aðkeypt þjónusta velferðarsviðs - 2025020006
Lagður fram til samþykktar viðauki 04 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025, vegna launakostnaðar notendaráðs fatlaðs fólks á Vestfjörðum. Kostnaður við þrjá fundi á ári er áætlaður kr. 670.149,-. Að auki er lögð til hækkun á aðkeyptri þjónustu vegna endurskoðunar á samningi Velferðarþjónustu Vestfjarða. Kostnaðarauki er samanlagt 1.170.000,- og er því mætt með auknu framlagi frá jöfnunarsjóði vegna málefna fatlaðs fólks.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur 223.000.000,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 995.000.000,- (án samstarfsverkefna B-hluta).
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur 223.000.000,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 995.000.000,- (án samstarfsverkefna B-hluta).
2.Styrkir til félaga og félagasamtaka 2025 - fasteignagjöld - 2025030061
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. mars 2025, vegna umsókna félagasamtaka um styrki vegna fasteignagjalda ársins 2025, alls fjárhæð kr. 530.257, í samræmi við reglur sveitarfélagsins, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995. Óskað er samþykkis bæjarráðs fyrir veitingu styrkjanna en gert er ráð fyrir fjármunum vegna þessa í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025.
Bæjarráð samþykkir veitingu styrkja vegna fasteignagjalda til félagasamtaka í samræmi við reglur sveitarfélagsins og með vísan til minnisblaðs Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. mars 2025.
3.Varðveisla rafrænna gagna - 2024110159
Lagt fram til kynningar erindi frá Heiðari Lind Hanssyni, dags. 22. nóvember 2024, fyrir hönd Þjóðskjalasafns Íslands, um að varðveisla rafrænna gagna sé meginregla og hætta skal útprentun rafrænna gagna á pappír.
Lagt fram til kynningar.
4.Rafræn skil málakerfis stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar - 2024110169
Lagt fram til kynningar formlegt samþykki Héraðsskjalasafnsins á Ísafirði um rafræna skjalavörslu- og málakerfis innan stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar, dags. 8. mars 2025.
Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 14. mars 2025, varðandi varðveislu rafrænna ganga og rafræn skil sveitarfélagsins.
Þá er lögð fram til kynningar notendahandbók málasafns Ísafjarðarbæjar, skjalavistunaráætlun 2025-2029, og endurskoðaður málalykill skjalasafnsins fyrir 2025-2029.
Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 14. mars 2025, varðandi varðveislu rafrænna ganga og rafræn skil sveitarfélagsins.
Þá er lögð fram til kynningar notendahandbók málasafns Ísafjarðarbæjar, skjalavistunaráætlun 2025-2029, og endurskoðaður málalykill skjalasafnsins fyrir 2025-2029.
Lagt fram til kynningar.
5.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir 2024 - 2024020041
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Sigríður yfirgaf fund kl. 8.50.
Gestir
- Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:20
6.Sorphirða og -förgun - útboð 2025 - jarðagerðarvél - 2024100021
Máli vísað til bæjarráðs frá 155. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 12. mars 2025, þar sem lagt var fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnisstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 10. mars 2024, um væntanlegt útboð á sorphirðu og -förgun. Jafnframt lögð fram greining Pure North á möguleikum sveitarfélagsins í moltugerð.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd lagði til við bæjarráð að gera ráð fyrir innkaupum á jarðgerðarvél í fjárhagsáætlun 2026.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd lagði til við bæjarráð að gera ráð fyrir innkaupum á jarðgerðarvél í fjárhagsáætlun 2026.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og miða útboðsgögn við að keypt verði jarðgerðarvél og eftir atvikum húsnæði.
Axel yfirgaf fund kl. 9:00.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:50
7.Fulltrúaráð velferðarþjónustu Vestfjarða - tilnefningar í fulltrúaráð - 2024040107
Lagt fram til kynningar erindi Gerðar Bjarkar Sveinsdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar, dags. 7. mars 2025, þar sem kynnt er tilnefning Vesturbyggðar í fulltrúaráð sérhæfðrar velferðarþjónustu á Vestfjörðum. Bæjarráð Vesturbyggðar tilnefnir Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur og Jóhann Örn Hreiðarsson sem fulltrúa Vesturbyggðar.
Jafnframt erindi Heiðrúnar Harðardóttur, f.h. Strandabyggðar, dags. 12. mars 2025, um að Matthías Sævar Lýðsson verði fulltrúi Strandabyggðar í ráðinu og Þorgeir Pálsson verði varafulltrúi.
Jafnframt erindi Evu Sigurbjörnsdóttur, f.h. Árneshrepps, dags. 1. mars 2025, um að Eva Sigurbjörnsdóttir verði aðalmaður og Bjarnheiður Júlía Fossdal varamaður f.h. Árnesshrepps.
Jafnframt erindi Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur, f.h. Reykhólahrepps, dags. 11. febrúar 2025, um að Hrefna Jónsdóttir verði aðalmaður og Vilberg Þráinsson varamaður.
Jafnframt erindi Hildar Aradóttur, f.h. Kaldrananeshrepps, dags. 17. apríl 2024, um að Finnur Ólafsson verði aðalmaður og Hildur Aradóttir varamaður.
Jafnframt erindi Heiðrúnar Harðardóttur, f.h. Strandabyggðar, dags. 12. mars 2025, um að Matthías Sævar Lýðsson verði fulltrúi Strandabyggðar í ráðinu og Þorgeir Pálsson verði varafulltrúi.
Jafnframt erindi Evu Sigurbjörnsdóttur, f.h. Árneshrepps, dags. 1. mars 2025, um að Eva Sigurbjörnsdóttir verði aðalmaður og Bjarnheiður Júlía Fossdal varamaður f.h. Árnesshrepps.
Jafnframt erindi Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur, f.h. Reykhólahrepps, dags. 11. febrúar 2025, um að Hrefna Jónsdóttir verði aðalmaður og Vilberg Þráinsson varamaður.
Jafnframt erindi Hildar Aradóttur, f.h. Kaldrananeshrepps, dags. 17. apríl 2024, um að Finnur Ólafsson verði aðalmaður og Hildur Aradóttir varamaður.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í velferðarnefnd.
8.Griðarsvæði hvala við Ísafjarðardjúp - 2025030112
Lagt fram erindi Stígs Bergs, f.h. Sjóferða, dags. 13. mars 2025, þar sem óskað er eftir jákvæðum undirtektum Ísafjarðarbæjar, vegna meðfylgjandi erindis Samtaka ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, dags. 24. febrúar 2025, um tillögu til ráðherra, að Ísafjarðardjúp, allt frá mynni þess, verði skilgreint griðarsvæði hvala með reglugerð settri af ráðherra.
Bæjarráð bókar eftirfarandi samhljóða:
"Bæjarráð Ísafjarðarbæjar getur tekið undir að hvalveiðar og hvalaskoðun eigi illa samleið ef ekki er hugað að sambúð þessara atvinnugreina. Bæði minnkar það sem af er tekið, en einnig geta veiðarnar, löndun og verkun haft neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna. Ein leið er að stofna griðarsvæði eins og bréfritarar leggja upp með, en einnig má hugsa sér aðrar takmarkanir í tíma eða rúmi.
Í þessu samhengi er einnig tilefni til að minnast á frumvarp um skipulag haf- og strandsvæða sem lagt var fram á Alþingi fyrr í mánuðinum. Þar er kveðið á um að svæðisráð geti starfað eftir að strandsvæðaskipulag hefur verið samþykkt. Bæjarráð telur eftir á að hyggja bagalegt að hvalveiðar hafi ekki teknar til skoðunar í svæðisskipulaginu sem samþykkt var fyrir nokkrum misserum. Svæðisskipulag er rétti vettvangurinn til að ákveða hvar og undir hvaða skilyrðum hvalveiðar eigi að leyfa."
"Bæjarráð Ísafjarðarbæjar getur tekið undir að hvalveiðar og hvalaskoðun eigi illa samleið ef ekki er hugað að sambúð þessara atvinnugreina. Bæði minnkar það sem af er tekið, en einnig geta veiðarnar, löndun og verkun haft neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna. Ein leið er að stofna griðarsvæði eins og bréfritarar leggja upp með, en einnig má hugsa sér aðrar takmarkanir í tíma eða rúmi.
Í þessu samhengi er einnig tilefni til að minnast á frumvarp um skipulag haf- og strandsvæða sem lagt var fram á Alþingi fyrr í mánuðinum. Þar er kveðið á um að svæðisráð geti starfað eftir að strandsvæðaskipulag hefur verið samþykkt. Bæjarráð telur eftir á að hyggja bagalegt að hvalveiðar hafi ekki teknar til skoðunar í svæðisskipulaginu sem samþykkt var fyrir nokkrum misserum. Svæðisskipulag er rétti vettvangurinn til að ákveða hvar og undir hvaða skilyrðum hvalveiðar eigi að leyfa."
9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 13. mars 2025, þar sem matvælaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 58/2025, "Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um strandveiðar". Umsagnarfrestur er til og með 20. mars 2025.
Bæjarráð bókar eftirfarandi samhljóða:
"Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fær ekki séð af texta reglugerðarinnar hvernig henni er ætlað að ná fram þeim markmiðum sem lagt er upp með, að tryggja 48 daga strandveiðar, þar sem ekki er gert ráð fyrir auknum kvóta til að mæta því markmiði. Í reglugerðinni eru þó settar nýjar takmarkanir sem væntanlega er ætlað að þrengja nægjanlega að strandveiðum til að ná bæði 48 daga markmiðinu og halda veiðunum innan núverandi ramma.
Bæjarráð telur að þrátt fyrir ýmsa galla hafi fiskveiðistjórnunarkerfið sannað gildi sitt. Fyrir utan almenna kerfið eru að minnsta kosti tvö byggðakvótakerfi, hið almenna og sértæka. Þessi kerfi, einkum hinn svokallaði Byggðastofnunarkvóti, hafa haft veruleg jákvæð áhrif á útgerðir og vinnslur á Vestfjörðum. Sem slík hafa kerfin stuðlað að stöðugri atvinnu árið um kring og þar með fjölbreyttu lífi í sjávarbyggðum, ekki bara á höfnum og fiskvinnslum, heldur í skólum og félagsheimilum. Strandveiðikerfið, sem einungis er virkt yfir sumartímann, nær þessu ekki fram.
Ánægjulegt er að takmarkanir séu settar á eignarhald á bátum. Ekki eru þó gerðar neinar kröfur um launahlutfall. Er það nefnt hér þar sem greiningar hafa sýnt að launahlutfall er verulega lægra í strandveiðum en í öðrum veiðum, þrátt fyrir að telja mætti að mannaflsfrekar veiðar krefðust þess. Sveitarfélög hafa sínar tekjur af útsvari, og lægri laun hafa því áhrif á tekjur sveitarfélaga. Þetta verður enn skýrara ef sjómenn búa ekki árið um kring í sveitarfélaginu og hafa ekki lögheimili þar.
Samandregið er Ísafjarðarbær fylgjandi því að breyta strandveiðum í þá átt að meira af afleiddum áhrifum verði eftir í sjávarbyggðunum, en misbrestur hefur verið á því. Bæjarráð áréttar að það er hinsvegar ekki fylgjandi auknu vægi strandveiða, hvorki á gildistíma reglugerðarinnar né með nýjum lögum sem boðuð hafa verið."
"Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fær ekki séð af texta reglugerðarinnar hvernig henni er ætlað að ná fram þeim markmiðum sem lagt er upp með, að tryggja 48 daga strandveiðar, þar sem ekki er gert ráð fyrir auknum kvóta til að mæta því markmiði. Í reglugerðinni eru þó settar nýjar takmarkanir sem væntanlega er ætlað að þrengja nægjanlega að strandveiðum til að ná bæði 48 daga markmiðinu og halda veiðunum innan núverandi ramma.
Bæjarráð telur að þrátt fyrir ýmsa galla hafi fiskveiðistjórnunarkerfið sannað gildi sitt. Fyrir utan almenna kerfið eru að minnsta kosti tvö byggðakvótakerfi, hið almenna og sértæka. Þessi kerfi, einkum hinn svokallaði Byggðastofnunarkvóti, hafa haft veruleg jákvæð áhrif á útgerðir og vinnslur á Vestfjörðum. Sem slík hafa kerfin stuðlað að stöðugri atvinnu árið um kring og þar með fjölbreyttu lífi í sjávarbyggðum, ekki bara á höfnum og fiskvinnslum, heldur í skólum og félagsheimilum. Strandveiðikerfið, sem einungis er virkt yfir sumartímann, nær þessu ekki fram.
Ánægjulegt er að takmarkanir séu settar á eignarhald á bátum. Ekki eru þó gerðar neinar kröfur um launahlutfall. Er það nefnt hér þar sem greiningar hafa sýnt að launahlutfall er verulega lægra í strandveiðum en í öðrum veiðum, þrátt fyrir að telja mætti að mannaflsfrekar veiðar krefðust þess. Sveitarfélög hafa sínar tekjur af útsvari, og lægri laun hafa því áhrif á tekjur sveitarfélaga. Þetta verður enn skýrara ef sjómenn búa ekki árið um kring í sveitarfélaginu og hafa ekki lögheimili þar.
Samandregið er Ísafjarðarbær fylgjandi því að breyta strandveiðum í þá átt að meira af afleiddum áhrifum verði eftir í sjávarbyggðunum, en misbrestur hefur verið á því. Bæjarráð áréttar að það er hinsvegar ekki fylgjandi auknu vægi strandveiða, hvorki á gildistíma reglugerðarinnar né með nýjum lögum sem boðuð hafa verið."
10.70. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2025030105
Lagt fram erindi Magneu Garðarsdóttur f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga dags. 12. mars 2025, þar sem boðað er á 70. Fjórðungsþings Vestfirðinga að vori. Jafnframt er boðað til vinnufundar með Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þingið og vinnufundur verða haldin í Edinborgarhúsinu Ísafirði þann 2. apríl 2025.
Lagt fram til kynningar.
11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004
Lagt fram erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis dags. 13.mars 2025, Þar sem umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar mál nr. 147, "Skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög". Umsagnarfrestur er til og með 27. mars 2025.
Bæjarráð er fylgjandi því að lögin nái fram að ganga.
12.Samgöngur á Vestfjörðum - opinn íbúafundur - 2025030123
Lagt fram erindi Aðalsteins Óskarssonar f.h. Vestfjarðastofu og Vegagerðarinnar, dags. 13. mars 2025, um opinn íbúafund sem haldin verður í Félagsheimilinu á Patreksfirði þann 18. mars, þar sem fulltrúar frá Vegagerðinni munu fjalla um ýmis samgöngumál sem tengjast svæðinu.
Lagt fram til kynningar.
13.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2025010017
Lagðar fram til kynningar eru fundargerðir 964. og 971. fundar stjórnar Sambandsins frá 7. og 28. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
14.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 648 - 2503005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 648. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. mars 2025.
Fundargerðin er í 14 liðum.
Fundargerðin er í 14 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 648 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að heimila málsmeðferð á greinargerð með uppdrætti frá Verkís ehf., dags. 7. mars 2025, sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 648 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurskoðun á deiliskipulagi íþróttasvæðis við Torfnes og að lóðin við Seljalandsveg 29 verði felld út og svæðið stækkað sem því nemur.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 648 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðirnar við Hrafnatanga 6 og Æðartanga 11 verði teknar af lóðalista á grundvelli 6. greinar lóðarúthlutunarreglna Ísafjarðarbæjar og samið verði við Eimskip Ísland ehf.
Nefndin telur að tryggja þurfi lóðir fyrir land- og sjóflutninga sem næst hafnar- og gámasvæði. Staðsetning á þessu svæði mun bæta umferðaröryggi á Suðurtanga. -
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 648 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta lóðinni Hrafnatanga 4 til Nora Seafood ehf. skv. úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar í samræmi við umsókn dags. 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um lóðina Hrafnatanga 4, Ísafirði til vara, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan 12 mánaða frá úthlutun.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 648 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðin við Hrafnatanga 6 verði tekin af lóðalista á grundvelli 6. greinar lóðarúthlutunarreglna Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn að úthluta lóðinni Hrafnatanga 4 til Nora Seafood ehf. skv. úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar í samræmi við umsókn dags. 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um lóðina Hrafnatanga 4, Ísafirði til vara. -
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 648 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóðina við Æðartanga 9 á Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan 12 mánaða frá úthlutun. -
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 648 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðin við Æðartanga 11 verði tekin af lóðalista á grundvelli 6. greinar lóðarúthlutunarreglna Ísafjarðarbæjar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 648 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að heimila lóðarleigusamning við Sætún 5 á Suðureyri.
15.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 155 - 2503009F
Lögð fram til kynningar fundargerð 155. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 12. mars 2025.
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.
16.Velferðarnefnd - 486 - 2503007F
Lögð fram til kynningar fundargerð 486. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 11. mars 2025.
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:35.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur 223.000.000,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 995.000.000,- (án samstarfsverkefna B-hluta)