Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Ásgeirsgata 2 - samkomulag um úthlutun lóðar - 2025010224
Á 645. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 23. janúar 2025, var kynnt samkomulag um úthlutun lóðar við Ásgeirsgötu 2 á Ísafirði, á grundvelli 6. gr. í reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði. Skipulags- og mannvirkjanefnd vísaði samkomulaginu til umræðu í bæjarráði.
Eru nú lögð fram drög að umræddu samkomulagi, ásamt fylgiskjölum - deiliskipulagsuppdrátt og greinargerðar fyrir Suðurtanga, aðaskipulagsuppdrátt og greinargerð og reglur Ísafjarðarbæjar um úthlutun lóða.
Eru nú lögð fram drög að umræddu samkomulagi, ásamt fylgiskjölum - deiliskipulagsuppdrátt og greinargerðar fyrir Suðurtanga, aðaskipulagsuppdrátt og greinargerð og reglur Ísafjarðarbæjar um úthlutun lóða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:00
2.Deiliskipulag Suðurtangi - Breyting 2023 - 2023040059
Á 645. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 23. janúar 2025, var lagt fram afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar eftir yfirferð stofnunarinnar samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga, á deiliskipulagi Suðurtanga, dags. 9. desember 2024. málsmeðferð skv. 41. gr. laganna. Athugasemdafresti lauk 8. ágúst 2024. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á kynningartímanum en umsagnir bárust frá opinberum umsagnaraðilum. Deiliskipulagið var samþykkt í bæjarstjórn þann 31. október 2024. Samhliða var auglýst breyting á aðalskipulagi fyrir svæðið. Jafnframt er lögð fram auglýsing um gildistöku deiliskipulags í b-deild stjórnartíðinda, birt 20. janúar 2025. Jafnframt lagt fram minnisblað tæknideildar dags. 22. janúar 2024 þar sem lagt er til við nefnd að taka afstöðu til lóða sem birta á lóðalista sveitarfélagsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarráð að auglýsa eftirtaldar lóðir á lóðalista Ísafjarðarbæjar: Hrafnatangi 4 og 6, og Æðartangi 9 og 11.
Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarráð að auglýsa eftirtaldar lóðir á lóðalista Ísafjarðarbæjar: Hrafnatangi 4 og 6, og Æðartangi 9 og 11.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sjá til þess að lóðirnar Hrafnatangi 4 og 6 og Æðartangi 9 og 11 verði settar á lóðalista Ísafjarðarbæjar yfir lausar lóðir, en skipulags- og mannvirkjanefnd hefur heimild til fullnaðarákvörðunar um málið.
Axel yfirgaf fund kl. 9:30.
3.Aldrei fór ég suður - endurnýjun samnings 2025 - 2025010203
Lögð fram drög að endurnýjun samnings við Aldrei fór ég suður, en núgildandi samningur rann út um síðustu áramót.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
4.Rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og aðrar leyfisveitingar 2025 - 2025010152
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 20. janúar 2025, vegna umsóknar Óðins Gestssonar um tækifærisleyfi vegna Góublóts í Félagsheimili Súgfirðinga þann 22. febrúar 2025.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna Góublóts í Félagsheimili Súgfirðinga þann 22. febrúar 2025.
5.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2024-2025 - 2025010229
Lagt fram til kynningar erindi Berglindar Guðrúnar Beinteinsdóttur f.h. Matvælaráðuneytisins, þar sem kynnt er úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024-2025. Einnig eru leiðbeiningar vegna samantektar og afgreiðslu á tillögum sveitarstjórna um sérstök skilyrði vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024-2025.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að sérreglur byggðakvóta Ísafjarðarbæjar verði eins fyrir árið 2024-2025, eins og þær voru 2023-2024.
6.Kjaraviðræður við KÍ félög 2024-2025 - 2025010271
Lagt fram til kynningar minnisblað Ingu Rúnar Ólafsdóttur, formanns Samninganefndar sveitarfélaga, dags. 24. janúar 2024, varðandi gang kjaraviðræðna við KÍ félög.
Lagt fram til kynningar.
7.Yfirlýsing vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli - 2025010227
Lagt fram til kynningar erindi Elvu Daggar Pálsdóttur f.h. Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi, þar sem yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli er kynnt.
Bæjarráð bókar eftirfarandi: "Reykjavík ber ríka skyldu sem höfuðborg til að tryggja að samgöngur séu greiðar og öruggar við aðra landshluta. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hvetur Reykjavíkurborg, Isavia og Samgöngustofu um að flýta fellingu þeirra trjáa sem um ræðir."
8.Verkfallsboðun LSS - 2025010202
Lagt fram til kynningar er erindi Bjarna Ingimarssonar, f.h. Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, þar sem verkfallsboðun félagsins og ályktun félagsfundar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna stöðu mála í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga er kynnt.
Lagt fram til kynningar.
9.Fundargerðir Brákar íbúðafélag hses. 2025 - 2025010201
Lögð fram til kynningar fundargerð ársfundar Brákar íbúðafélags hses., vegna ársins 2023.
Lagt fram til kynningar.
10.Hafnarstjórn - 258 - 2501016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 258. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 23. janúar 2025.
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.
11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 645 - 2501010F
Lögð fram til kynningar fundargerð 645. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. janúar 2025.
Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 645 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu á skipulagslýsingu í samræmi við 1.mgr. 30.gr. og 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 17 - 2501008F
Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 15. janúar 2025.
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:25.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?