Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Mál 1 og 3 eru tekin fyrir á sameiginlegum fundi skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar.
Gunnar Páll Eydal hjá Verkís hf. mætir til fundar kl. 12:00.
Erla Bryndís Kristjánsdóttir mætir til fundar í gegnum fjarfundarbúnað kl. 12:00.
Þóra Marý Arnórsdóttir mætir til fundar kl. 12:03.
Erla Bryndís Kristjánsdóttir mætir til fundar í gegnum fjarfundarbúnað kl. 12:00.
Þóra Marý Arnórsdóttir mætir til fundar kl. 12:03.
1.Miðbær Ísafjarðar. Deiliskipulag - 2023050086
Gunnar Páll Eydal og Erla Bryndís Kristjánsdóttir, ráðgjafar Verkís hf. mæta á sameiginlegan fund skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar þar sem ræddar eru framtíðarsýnir vegna umhverfis Pollsins.
Umræður fóru fram.
Gunnar Páll Eydal yfirgaf fund kl. 12:43.
Erla Bryndís Kristjánsdóttir yfirgaf fjarfund kl. 12:43.
Erla Bryndís Kristjánsdóttir yfirgaf fjarfund kl. 12:43.
Gestir
- Erla Bryndís Kristjánsdóttir - mæting: 12:00
- Gunnar Páll Eydal - mæting: 12:00
2.Ásgeirsgata 2 - samkomulag um úthlutun lóðar - 2025010224
Kynnt samkomulag um úthlutun lóðar við Ásgeirsgötu 2 á Ísafirði, á grundvelli 6. gr. í reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar samkomulaginu til umræðu í bæjarráði.
3.Tilfærsla á spennistöð og þjónustuhúsi við Sundabakka 1, Ísafirði - 2025010220
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra dags. 21. janúar 2025 vegna úthlutunar við Suðurtanga, þar sem spennistöð inni á lóð þarf að víkja þar sem hún er staðsett inni á byggingarreit við Ásgeirsgötu 2, Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
Hafnarstjórn yfirgaf fund klukkan 12:59.
4.Deiliskipulag Suðurtangi - Breyting 2023 - 2023040059
Lagt fram afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar eftir yfirferð stofnunarinnar samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga, á deiliskipulagi Suðurtanga, dags. 9. desember 2024. málsmeðferð skv. 41. gr. laganna. Athugasemdafresti lauk 8. ágúst 2024. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á kynningartímanum en umsagnir bárust frá opinberum umsagnaraðilum.
Deiliskipulagið var samþykkt í bæjarstjórn þann 31. október 2024. Samhliða var auglýst breyting á aðalskipulagi fyrir svæðið.
Jafnframt er lögð fram auglýsing um gildistöku deiliskipulags í b-deild stjórnartíðinda, birt 20. janúar 2025.
Nú er lagt fram minnisblað tæknideildar dags. 22. janúar 2024 þar sem lagt er til við nefnd að taka afstöðu til lóða sem birta á lóðalista sveitarfélagsins.
Deiliskipulagið var samþykkt í bæjarstjórn þann 31. október 2024. Samhliða var auglýst breyting á aðalskipulagi fyrir svæðið.
Jafnframt er lögð fram auglýsing um gildistöku deiliskipulags í b-deild stjórnartíðinda, birt 20. janúar 2025.
Nú er lagt fram minnisblað tæknideildar dags. 22. janúar 2024 þar sem lagt er til við nefnd að taka afstöðu til lóða sem birta á lóðalista sveitarfélagsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarráð að auglýsa eftirtaldar lóðir á lóðalista Ísafjarðarbæjar:
Hrafnatangi 4 og 6,
Æðartangi 9 og 11.
Hrafnatangi 4 og 6,
Æðartangi 9 og 11.
5.Vallargata 1a á Þingeyri. Fyrirspurn um stækkun á byggingarreit - 2025010084
Lögð fram fyrirspurn um stækkun á byggingarreit við Vallargötu 1a á Þingeyri, frá Guðna Valberg hjá Trípólí arkitektum f.h. Fasteignafélagsins á Þingeyri, dags. 9. janúar 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefndin telur að ekki þurfi að grenndarkynna frávik með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.Eyrarkláfur á Ísafirði. Skipulags- og matslýsing - 2025010156
Lögð fram skipulagslýsing breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og vegna vinnu við nýtt deiliskipulag, unnin af EFLU verkfræðistofu vegna fyrirhugaðs kláfs upp á Eyrarfjall á Ísafirði, dags. 16. janúar 2024.
Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að skapa skipulagsforsendur til uppbyggingar kláfs í Eyrarfjalli í samræmi við áform framkvæmdaaðila, unnið skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Markmið deiliskipulags er að útfæra nánari stefnu og ákvæði fyrir Eyrarkláf svo framkvæmdin og rekstur kláfsins valdi eins lítilli röskun á umhverfinu eins og kostur er, bæði til lengri og skemmri tíma, unnið skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tilgangur framkvæmdarinnar er að skapa möguleika fyrir fólk til að njóta útsýnis frá toppi Eyrarfjalls og þróa svæðið sem útivistar- og afþreyingarsvæði. Svæðið afmarkast af byrjunarstöð kláfsins við hlíðarfót Eyrarfjalls, upp að Gleiðarhjalla þar sem reistur verður millistaur fyrir kláfinn og svo áfram á topp Eyrarfjalls þar sem endastöð kláfsins er staðsett.
Framkvæmdin fellur undir flokk B í 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 með vísan í tölulið 12.01 (Skíðabrekkur, skíðalyftur, kláfar og tengdar framkvæmdir sem ná yfir 15 ha svæði, eða þar sem mannvirki eru 15 m eða hærri eða framkvæmdir eru á jökli).
Samkvæmt niðurstöðu Skipulagsstofnunar er framkvæmdin matsskyld og er vinna hafin við mat á umhverfisáhrifum.
Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að skapa skipulagsforsendur til uppbyggingar kláfs í Eyrarfjalli í samræmi við áform framkvæmdaaðila, unnið skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Markmið deiliskipulags er að útfæra nánari stefnu og ákvæði fyrir Eyrarkláf svo framkvæmdin og rekstur kláfsins valdi eins lítilli röskun á umhverfinu eins og kostur er, bæði til lengri og skemmri tíma, unnið skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tilgangur framkvæmdarinnar er að skapa möguleika fyrir fólk til að njóta útsýnis frá toppi Eyrarfjalls og þróa svæðið sem útivistar- og afþreyingarsvæði. Svæðið afmarkast af byrjunarstöð kláfsins við hlíðarfót Eyrarfjalls, upp að Gleiðarhjalla þar sem reistur verður millistaur fyrir kláfinn og svo áfram á topp Eyrarfjalls þar sem endastöð kláfsins er staðsett.
Framkvæmdin fellur undir flokk B í 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 með vísan í tölulið 12.01 (Skíðabrekkur, skíðalyftur, kláfar og tengdar framkvæmdir sem ná yfir 15 ha svæði, eða þar sem mannvirki eru 15 m eða hærri eða framkvæmdir eru á jökli).
Samkvæmt niðurstöðu Skipulagsstofnunar er framkvæmdin matsskyld og er vinna hafin við mat á umhverfisáhrifum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu á skipulagslýsingu í samræmi við 1.mgr. 30.gr. og 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þóra Marý Arnórsdóttir yfirgaf fund klukkan 13:13.
7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Á 644. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 10. janúar 2025, var lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 12. desember 2024, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 235/2024, "Skýrsla starfshóps um endurskoðun á lögum um rammaáætlun" (lögum 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun).
Skýrslan var unnin af starfshópi sem skipaður var af ráðherra til að gera tillögur um endurmat og endurskoðun á þeim lagaramma sem gildir um orkuöflun landsins til að tryggja skilvirka og ábyrga nýtingu og vernd landsvæða á Íslandi. Starfshópnum var falið að greina viðfangsefnið og setja tillögur sínar fram í lagafrumvarpi með greinargerð. Auk draga að slíku frumvarpi, sem finna má í skýrslunni, hefur starfshópurinn jafnframt unnið drög að reglugerð á grundvelli laganna.
Umsagnarfrestur er til og með 1. febrúar 2025.
Skýrslan var unnin af starfshópi sem skipaður var af ráðherra til að gera tillögur um endurmat og endurskoðun á þeim lagaramma sem gildir um orkuöflun landsins til að tryggja skilvirka og ábyrga nýtingu og vernd landsvæða á Íslandi. Starfshópnum var falið að greina viðfangsefnið og setja tillögur sínar fram í lagafrumvarpi með greinargerð. Auk draga að slíku frumvarpi, sem finna má í skýrslunni, hefur starfshópurinn jafnframt unnið drög að reglugerð á grundvelli laganna.
Umsagnarfrestur er til og með 1. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004
Lögð fram tilkynning úr samráðsgátt stjórnvalda dags. 14. janúar 2024, þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 2/2025, "Áformaskjal vegna frumvarps til laga um breytingar á jarðalögum, nr. 81/2004 (þrengri forkaupsréttur sameigenda að jörðum í óskiptri sameign, fyrirsvar, útskipting, slit o.fl.)".
Gera þarf breytingar á ákvæðum um forkaupsrétt sameigenda að jörðum og áformað að þrengja hann. Jafnframt er ráðgert að bæta möguleika sameigenda á að losna úr slíkri sameign ef samkomulag næst ekki.
Umsagnarfrestur er til og með 21. janúar 2025.
Gera þarf breytingar á ákvæðum um forkaupsrétt sameigenda að jörðum og áformað að þrengja hann. Jafnframt er ráðgert að bæta möguleika sameigenda á að losna úr slíkri sameign ef samkomulag næst ekki.
Umsagnarfrestur er til og með 21. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
9.Samráð um landsskýrslu um innleiðingu Árósarsamningsins - 2025010142
Lagt fram til kynningar erindi frá Trausta Ágústi Hermannssyni f.h. umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðuneytisins, dags. 23. desember 2024, þar sem umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið vill vekja athygli á því að unnið er að undirbúningi skýrslu Íslands um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi sem skilað verður á þessu ári.
Ráðuneytið væntir þess að fljótlega verði birt í samráðsgátt drög að skýrslunni til kynningar og athugasemda, en auk þess mun ráðuneytið eiga sérstakt samráð við umhverfisverndarsamtök um efni hennar. Ráðuneytið hvetur alla þá sem áhuga hafa að koma með ábendingar eða tillögur varðandi væntanlega skýrslu.
Tekið verður við almennum ábendingum og athugasemdum til og með 31. janúar nk. á urn@urn.is auk þess sem unnt verður að gera athugasemdir við drög að skýrslunni þegar þau verða birt í samráðsgátt.
Ráðuneytið væntir þess að fljótlega verði birt í samráðsgátt drög að skýrslunni til kynningar og athugasemda, en auk þess mun ráðuneytið eiga sérstakt samráð við umhverfisverndarsamtök um efni hennar. Ráðuneytið hvetur alla þá sem áhuga hafa að koma með ábendingar eða tillögur varðandi væntanlega skýrslu.
Tekið verður við almennum ábendingum og athugasemdum til og með 31. janúar nk. á urn@urn.is auk þess sem unnt verður að gera athugasemdir við drög að skýrslunni þegar þau verða birt í samráðsgátt.
Lagt fram til kynningar.
10.Náttúruverndarstofnun - Umsagnarskylda - 2025010150
Lagt fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun dags. 2. janúar 2025, þar sem kynntar eru breytingar á náttúruverndarlögum nr. 60/2013, en þar sem áður stóð að leita þurfti umsagnar Umhverfisstofnunar þarf frá og með 1. janúar 2025 að leita umsagnar Náttúruverndarstofnunar.
Náttúruverndarstofnun bendir á að í 68. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd mun frá áramótum gilda að leita skuli umsagnar Náttúruverndarstofnunar og viðkomandi náttúruverndarnefnda við gerð svæðis-, raflínu- og aðalskipulagsáætlana og við verulegar breytingar á þeim. Auk þess skal við gerð deiliskipulags á náttúruverndarsvæðum, á svæðum sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. gr. og umhverfismatsskýrslu framkvæmdaaðila vegna mats á umhverfisáhrifum leita umsagnar Náttúruverndarstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og viðkomandi náttúruverndarnefnda.
Þá verða þær breytingar á skipulagslögum að leita þarf einnig umsagnar Náttúruverndarstofnunar skv. 2. mgr. 13. gr. vegna framkvæmdaleyfis vegna efnistöku. Nánari útlistun á þessum breytingum má finna í 6. gr. laga um Náttúruverndarstofnun nr. 111/2024.
Náttúruverndarstofnun bendir á að í 68. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd mun frá áramótum gilda að leita skuli umsagnar Náttúruverndarstofnunar og viðkomandi náttúruverndarnefnda við gerð svæðis-, raflínu- og aðalskipulagsáætlana og við verulegar breytingar á þeim. Auk þess skal við gerð deiliskipulags á náttúruverndarsvæðum, á svæðum sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. gr. og umhverfismatsskýrslu framkvæmdaaðila vegna mats á umhverfisáhrifum leita umsagnar Náttúruverndarstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og viðkomandi náttúruverndarnefnda.
Þá verða þær breytingar á skipulagslögum að leita þarf einnig umsagnar Náttúruverndarstofnunar skv. 2. mgr. 13. gr. vegna framkvæmdaleyfis vegna efnistöku. Nánari útlistun á þessum breytingum má finna í 6. gr. laga um Náttúruverndarstofnun nr. 111/2024.
Lagt fram til kynningar.
Mál 1 og 3 eru tekin fyrir á sameiginlegum fundi skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 13:25.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?