Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1305. fundur 02. desember 2024 kl. 08:10 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir staðgengill bæjarstjóra
  • Arndís Dögg Jónsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Arndís Dögg Jónsdóttir Skjalastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 - 2024030126

Lögð fram til kynningar lokaútgáfa fjárhagsáætlunar 2025, og áranna 2026-2028, auk greinargerðar með áætluninni. Jafnframt lögð fram til kynningar sundurliðuð fjárhagsáætlun 2025 niður á deildir og lykla til samanburðar við fjárhagsáætlun 2024 og ársreikning áranna 2023 og 2022.
Lagt fram til kynningar og vísað til síðari umræðu.
Edda María Hagalín yfirgaf fund kl 09:00

Gestir

  • Edda María Hagalín - mæting: 08:10

2.Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði - fundargerðir stjórnar - 2024040140

Lögð fram til kynningar er fundargerð frá fundi Stjórnar Stjórnsýsluhússins á Ísafirði, sem haldin var 25. nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2024010120

Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir 956., 957. og 958. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldnir voru 20., 22. og 24. nóvember 2024,
Lagt fram til kynningar.

4.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 - 2411013F

Lögð fram til kynningar fundargerð 642. skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024.

Fundargerðin er í 17 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, að fenginni umsögn minjavarðar Vestfjarða.

    Nefndin bendir á að ef fornleifar koma í ljós við framkvæmdir á Íslandi, skal strax tilkynna það Minjastofnun Íslands eða til viðkomandi sveitarfélags, þar sem framkvæmdaaðilum ber skylda til að bregðast við samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðar í samræmi við lóðarblað tæknideildar dags. 24. september 2024.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðaleigusamning við Grundstíg 26 á Flateyri.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamning við Ólafstún 7 á Flateyri.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings við Hjallaveg 19 á Ísafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning við Hafnarstræti 2 á Ísafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Grétar B. Kristjánsson og Rannveig S. Þorkelsdóttir fái lóðina við Seljaland 17 á Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

    Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út, innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að ganga til samninga við Verkís vegna áframhaldandi vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?