Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
642. fundur 28. nóvember 2024 kl. 14:00 - 15:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ofanflóðavarnir við Hnífsdal. Tilkynning um framkvæmd (til ákvörðunar um matsskyldu) - 2024110109

Lögð fram umsagnarbeiðni úr skipulagsgátt, mál nr. 1389/2024, dags. 19. nóvember 2024 vegna tilkynningar til ákvörðunar um matsskyldu á grundvelli 20. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 vegna áforma Ísafjarðarbæjar um byggingu ofanflóðavarna til að tryggja öryggi byggðar í Hnífsdal.

Fyrirhuguð framkvæmd felst í byggingu á 410 m löngum og um 6 til 17 m háum þvergarði ofan Bakkavegar og uppsetningu á rúmlega 2,1 km af 3-3,5 m háum stoðvirkjum í austur hluta upptakasvæðis Bakkahyrnu. Til að verja byggð við mögulegu grjóthruni á meðan uppsetning stoðvirkja stendur yfir verður reist jarðvegsmön ofan Dalbrautar. Áætlað heildar fyllingarmagn í þvergarðinn verður um 120.000 m3 og sækja þarf efni utan framkvæmdasvæðis sem nemur um 62.500 m3. Tvær námur í nágrenni Hnífsdals koma til greina, sem eru á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð framkvæmd vegna ofanflóðavarna í Hnífsdal sé ekki talin hafa í för með sér veruleg umhverfisáhrif. Því er ályktað að ekki sé þörf á að framkvæmdin fari í mat á umhverfisáhrifum.

2.Nýr héraðsvegur í Reykjanes, Súðavíkurhreppi. Samþykki landeiganda - 2024110143

Lagður fram tölvupóstur frá Jóni Pálssyni hjá Saltverki í Reykjanesi, þar sem óskað er eftir því að Reykjanesvegur verði gerður að héraðsvegi meðfram lóðum fyrirtækisins í samræmi við gildandi deiliskipulag frá árinu 2023. Ísafjarðarbær er landeigandi í Reykjanesi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við áform um héraðsveg að framleiðslu Saltverks.

3.Miðbær Ísafjarðar. Deiliskipulag - 2023050086

Lögð fram til kynningar, minnisblöð unnin af Verkís ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi miðbæjar Ísafjarðar dags. 22. ágúst 2023 og 14. nóvember 2023, tekin saman eftir opinbera kynningu á skipulagslýsingu frá 31. maí 2023 með fresti til að skila ábendingum til 28. júní 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir áliti Vegagerðarinnar á framkomnum drögum og formlegri afstöðu til valkostanna með hliðsjón af umferð óvarinnar umferðar, umferðaröryggis og aðgang almennings að sjávarsíðunni.

Jafnframt óskar nefndin eftir greiningu umferðaröryggissérfræðings á valkostunum.

4.Brekka í Dýrafirði, skógrækt. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2024110142

Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá landeiganda Brekku í Dýrafirði, dags. 21. nóvember 2024 vegna áforma um skógrækt á 47,1 hektara svæði á jörðinni sem liggur í milli 80 og 140 metra hæð yfir sjávarmáli.
Landið var nýtt til beitar uns fjárbúskap lauk á Brekku árið 2018. Svæðið er hlíðin ofan Hrafnseyrarvegar í Brekkudal í suður frá Brekkuhálsi,
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, að fenginni umsögn minjavarðar Vestfjarða.

Nefndin bendir á að ef fornleifar koma í ljós við framkvæmdir á Íslandi, skal strax tilkynna það Minjastofnun Íslands eða til viðkomandi sveitarfélags, þar sem framkvæmdaaðilum ber skylda til að bregðast við samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

5.Brimnesvegur 4a, Flateyri. Stækkun lóðar - 2024060060

Lögð fram umsókn þinglýstra eigenda við Brimnesveg 4a á Flateyri, með ósk um stækkun á lóð við Brimnesveg 4A. Við Túngötu 4 annars vegar og Grundarstíg 5 hins vegar hefur myndast einskismannsland. Óskað er eftir að stækka lóð að lóðamörkum þessara lóða, dags. 18. júní 2024.
Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 24. september 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðar í samræmi við lóðarblað tæknideildar dags. 24. september 2024.

6.Grundarstígur 26, Flateyri. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2024100125

Lögð fram umsókn frá þinglýstum eiganda fasteignar við Grundarstíg 26 á Flateyri með ósk um endurnýjun á lóðarleigusamningi, dags. 29. október 2024.
Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 25. nóvember 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðaleigusamning við Grundstíg 26 á Flateyri.

7.Ólafstún 7, Flateyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024110011

Lögð fram umsókn frá þinglýstum eiganda fasteignar við Ólafstún 7 á Flateyri, með ósk um endurnýjun á lóðarleigusamningi, dags. 1. nóvember 2024.
Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 25. nóvember 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamning við Ólafstún 7 á Flateyri.

8.Hjallavegur 19, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2024110107

Lögð fram umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, frá þinglýstum eigendum við Hjallaveg 19 á Ísafirði dags. 18. nóvember 2024.
Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 19. nóvember 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings við Hjallaveg 19 á Ísafirði.

9.Hafnarstræti 2, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024110154

Lögð fram umsókn dags. 26. nóvember 2024 frá þinglýstum eigendum við Hafnarstræti 2 á Ísafirði, með ósk um endurnýjun á lóðarleigusamningi.
Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 27. nóvember 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning við Hafnarstræti 2 á Ísafirði.

10.Seljaland 17, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2024110141

Lögð fram umsókn um lóð undir einbýlishús við Seljaland 17 á Ísafirði, dags. 20. nóvember 2024 frá Grétari B. Kristjánssyni og Rannveigu S. Þorkelsdóttur.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Grétar B. Kristjánsson og Rannveig S. Þorkelsdóttir fái lóðina við Seljaland 17 á Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út, innan 12 mánaða frá úthlutun.

11.Ferðagufa í Skeljavík, Hnífsdal. Umsókn um stöðuleyfi - 2024110124

Lögð er fram umsókn Ásdísar Kristjánsdóttur um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi í Skeljavík. Tilgangur stöðuleyfisins er ferðagufa innan hjólhýsisins sem nýtist fyrir iðkendur sjósunds á svæðinu.
Jafnframt er lagt fram jákvæð umsögn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, loftmyndir af staðsetningu ásamt ljósmyndum af ferðagufunni.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi til tólf mánaða, fyrir hjólhýsi í Skeljavík.

12.Þverfell á Dynjandisheiði. Umsókn um stöðuleyfi fyrir fjarskiptagám - 2024110147

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi dags. 22. nóvember 2024 frá Neyðarlínunni ohf. vegna áforma Neyðarlínunnar og Nova hf. um samvinnu tilraunaverkefnis um uppsetningu á fjarskiptastað á Dynjandisheiði vegna þess hversu langt er í rafmagn og gagnatengingar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi í samræmi við umsókn.

13.Suðurtangi, fjara í fóstur - 2023100112

Lagt fram erindi dags. 21. nóvember 2024 frá Sigurði Ólafssyni f.h. Fjörunnar í Suðurtanga með ósk um framkvæmdaleyfi til hreinsunar á fjörunni í Suðurtanga, til að bæta við sandi og að bæta aðgengi að fjörunni fyrir gangandi og sjósundsgesti. Einnig er sótt um að setja niður bekki og borð, fánastöng og lítinn kofa fyrir gesti til fataskipta.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur þar sem að umsækjandi er með fjöruna í fóstri að það rúmist innan samkomulags að setja niður bekki, borð og fánastöng.

Fjaran sunnan við Neðstakaupstað nýtur hverfisverndar og því er ekki gert ráð fyrir landmótun og flóðavörnum á verndarsvæði fjörunnar. Ofan hverfisverndarsvæðisins er landmótun heimil en hugað skal að ásýnd og aðgengi að fjörunni.

14.Sundlaugamannvirki - skýrsla frá Sundsambandi Íslands - 2024110144

Lagður fram tölvupóstur frá Ingibjörgu Helgu Arnardóttur hjá Sundsambandi Íslands þar sem er vakin athygli á öllum þeim mikilvægu þáttum sem horfa þarf til við byggingu sundlaugarmannvirkja þannig að þau nýtist til sundkennslu og að byggja upp afreksmenn í sundi samhliða því að gagnast öðrum notendum.

Sem málsvari sundíþróttarinnar telur SSÍ mikilvægt að koma því sjónarmiði á framfæri að sundíþróttamannvirki séu byggð eða endurgerð með það markmið að styðja við sundkennslu, æfinga- og keppnisfólk. Í því samhengi má nefna mikilvægi þess að hægt sé að stunda kennslu og æfingar allt árið um kring innandyra, til að sporna gegn þeirri þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár þar sem loka hefur þurft sundlaugum vegna heitavatnsskorts sem veldur því að sundkennsla og æfingar hafa verið felldar niður.
Lagt fram til kynningar.

15.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 22. nóvember 2024, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 232/2024, "Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála".

Frumvarpið er hluti af átaksverkefni í leyfisveitingum og miðar að því að einfalda, samræma og stytta afgreiðslutíma leyfisumsókna í umhverfis- og orkumálum og tryggja um leið gæði og gagnsæi.

Umsagnarfrestur er til og með 20. desember 2024.
Lagt fram til kynningar.

16.Silfurgata 5, Ísafirði. Fyrirspurn um fjölgun íbúða - 2024080107

Á 636. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna áform við Silfurgötu 5 á Ísafirði, fyrir þinglýstum eigendum við Skólagötu 8a, Skólagötu 8, Brunngötu 20, Silfurgötu 7, Silfurgötu 6, Silfurgötu 8 og Silfurgötu 8a.

Frestur til athugasemda var til og með 16. nóvember 2024.
Engar athugasemdir bárust.
Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

17.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Kynntur ráðgjafasamningur vegna endurskoðunar aðalskipulags- Ísafjarðarbæjar dags.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að ganga til samninga við Verkís vegna áframhaldandi vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.

Fundi slitið - kl. 15:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?