Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Ívilnanaheimildir A.6 Aðgengi að sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði - 2024110071
Á 1303. fundi bæjarráðs, þann 18. nóvember 2024, var lagður fram tölvupóstur Reinhards Reynissonar f.h. Byggðastofnunar, þar sem upplýst er um stöðu mála varðandi nýtingu ívilnanaheimilda í lögum um Menntasjóð námsmanna nr. 60/2020 ásamt tillögum starfshóps heilbrigðisráðherra um nýtingu ívilnanaheimildanna og svæðaskilgreiningu Byggðastofnunar skv. 1. mgr. 28. gr. laganna. Bæjarráð fól bæjarstjóra að boða forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða til samráðs um málið.
Er nú mættur til fundar við bæjarráð Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, og Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Er nú mættur til fundar við bæjarráð Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, og Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Bæjarráð óskar eftir þarfagreiningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og felur bæjarstjóra að ræða við Byggðastofnun vegna málsins.
Lúðvík og Hildur Elísabet yfirgáfu fund kl 08:30
Gestir
- Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða - mæting: 08:10
- Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða - mæting: 08:10
2.Trúnaðarmál - 2023040051
Trúnaðarmál lagt fyrir bæjarráð.
Trúnaðarmál kynnt fyrir bæjarráði.
Axel R. Överby og Eyþór Guðmundsson yfirgáfu fund kl: 08:50.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:30
- Eyþór Guðmundsson, deildarstjóri - mæting: 08:30
3.Samningur um rekstrarstyrk til Edinborgarhússins ehf. 2025-2026 - 2024110134
Lagt fram erindi Inga Björns Guðnasonar, f.h. stjórnar Edinborgarhússins, dags. 14. nóvember 2024, um samning Edinborgarhússins við menningarmálaráðuneytið um rekstrarframlag til tveggja ára, en löngum hefur verið horft til þríhliða samnings þessara aðila og Ísafjarðarbæjar, m.a. í ljósi liðar 2.2. í Menningarstefnu Ísafjarðarbæjar 2022-2032. Er óskað frekari aðkomu Ísafjarðarbæjar að málinu í því ljósi.
Jafnframt lagður fram til kynningar samningur menningar- og viðskiptaráðuneytisins við Edinborgarhúsið ehf. um rekstrarstyrk til Edinborgarhússins ehf. 2025-2026.
Jafnframt lagður fram til kynningar samningur menningar- og viðskiptaráðuneytisins við Edinborgarhúsið ehf. um rekstrarstyrk til Edinborgarhússins ehf. 2025-2026.
Bæjarráð tekur jákvætt í áframhaldandi samstarf við Edinborgarhúsið og felur bæjarstjóra að ræða við stjórn hússins.
4.Samkomulag um uppbyggingu keppnissvæðis hestamanna í Engidal Hending - 2024110033
Lagður er fram tölvupóstur frá Marinó Hákonarsyni, fyrir hönd Hestamannafélagsins Hendingar þar sem farið er yfir samkomulag um uppbyggingu keppnissvæðis hestamanna í Engidal.
Jafnframt lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 7. nóvember 2024, um uppbyggingu keppnissvæðis hestamanna í Engidal.
Jafnframt lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 7. nóvember 2024, um uppbyggingu keppnissvæðis hestamanna í Engidal.
Ísafjarðarbær telur sig uppfylla samning við Hendingu frá árinu 2017 og vísar áframhaldandi uppbyggingu á reiðsvæði í Engidal til meðferðar samkvæmt uppbyggingasamningum íþróttamannvirkja, með vísan til 5. gr samningsins.
Hendingu er bent á að uppbyggingasamningar verða auglýstir til umsókna í desember.
Hendingu er bent á að uppbyggingasamningar verða auglýstir til umsókna í desember.
Hafdís yfirgaf fund kl: 09:35
Gestir
- Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:10
5.Hverfisráð - fundargerðir 2024 - 2024010183
Lögð fram til kynningar er fundargerð hverfisráðs Þingeyrar, fundur var haldin þann 28. október 2024.
Lagt fram til kynningar.
6.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2024010120
Lögð fram til kynningar er fundargerð 955. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 15. nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar.
7.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 13 - 2411005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 20. nóvember 2024.
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 13 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að leggja útreikninga fyrir nefndina í samræmi við umræður á fundinum.
-
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 13 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar.
-
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 13 Formaður gerir grein fyrir fundinum. Nefndin lýsir yfir ánægju með að málið sé í góðum farvegi innan HSV.
Fundi slitið - kl. 10:05.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?