Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Formaður leggur til að mál nr. 2024030029, úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar, verði tekið inn með afbrigðum. Það er samþykkt af 5-0 og verður sett inn sem þriðja mál á dagskrá fundarins
1.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025
Lögð fram uppfærð drög að samningi Ísafjarðarbæjar við Hjallastefnuna dags. 11. nóvember 2024.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að leggja útreikninga fyrir nefndina í samræmi við umræður á fundinum.
2.Uppbyggingasamningar 2025 - 2024090090
Lögð fram drög af verklags- og úthlutunarreglum uppbyggingasamninga Ísafjarðarbæjar.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar.
3.Úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar - 2024030029
Formaður fer yfir fund sem hann átti með formanni HSV varðandi úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar og þéttara samstarf við HSV.
Formaður gerir grein fyrir fundinum. Nefndin lýsir yfir ánægju með að málið sé í góðum farvegi innan HSV.
Fundi slitið - kl. 09:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?