Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1295. fundur 16. september 2024 kl. 08:10 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Hættuástand við Vestfjarðagögn vegna elds - 2024090068

Mál sett á dagskrá að beiðni formanns vegna hættuástands sem skapaðist síðastliðinn föstudag vegna elds í farþegarútu nálægt Vestfjarðagöngum.
Málsatvik rútubruna síðastliðinn föstudag rædd, viðbúnaður slökkviliðs og verkaskipting gagnvart Vegagerð. Farið var yfir viðbragðsáætlun slökkviliðs kæmi til þess að eldur kæmi upp í göngunum sjálfum og mögulegar viðbætur í göngunum til að auka umferðaröryggi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með Vegagerðinni á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum um að viðbragðsáætlanir hafi ekki verið uppfærðar, sérstaklega í ljósi vaxandi umferðarþunga stærri ökutækja og farþegaflutninga um göngin. Meðan beðið er eftir tvöföldun Vestfjarðaganga er mikilvægt að uppfæra öryggisatriði og koma m.a. á FM sambandi til að hægt sé að miðla upplýsingum.
Sigurður yfirgaf fud kl. 9.00.

Gestir

  • Sigurður Arnar Jónsson, slökkviliðsstjóri - mæting: 08:10

2.Dynjandisheiði, Þverá - Búðavík. Umsókn um framkvæmdaleyfi 3ja áfanga - 2024010014

Á 1294. fundi bæjarráðs 9. september 2024 var bæjarstjóra falið að kalla eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu mála á 3ja áfanga Dynjandisheiðar.

Er nú lagður fram tölvupóstur Bergþóru Þorkelsdóttur f.h. Vegagerðarinnar, dagsettur 10. september 2024, þar sem upplýst er að ekki hafi verið tekin ákvörðun um tímasetningu útboðs á 3. áfanga Dynjandisheiðar. Fjárlög séu nýkomin út og nú standi yfir vinna hjá Vegagerðinni við að setja upp framkvæmdatöflu næsta árs miðað við þær forsendur sem verða aðgengilegar.
Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með að ekki skuli liggja fyrir fjármögnun fyrir þriðja áfanga Dynjandisheiðar. Bæjarráð bendir á að vegkaflinn er á fyrsta áfanga gildandi samgönguáætlunar 2020-2024. Miklar vegbætur hafa orðið á síðustu árum og því grátlegt að sjá þennan stubb standa eftir á þessari miklu samgönguframkvæmd.

3.Refarannsóknir á Vestfjörðum - 2024090064

Lagt fram bréf Esterar Rutar Unnsteinsdóttur f.h. Náttúrufræðistofnunar, dagsett 6. september 2024, þar sem boðað er til kynningarfundar 30. september í Melrakkasetrinu í Súðavík þar sem kynnt verður rannsóknarverkefnið ICEFOX, sem fjallar um stofngerð íslenska refsins. Rannsóknin hefur það að markmiði að vinna stofnlíkan sem lýsir stofnvistfræði tegundarinnar á mismunandi landsvæðum og er eitt þessara svæða N-Ísafjarðarsýsla.
Málinu vísað til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

4.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2024 - 2024030070

Lagt fram til kynningar minnisblað Helgu Sigríðar Hjálmarsdóttur, launafulltrúa, dagsett 10. september 2024, vegna launakostnaðar fyrir janúar til ágúst 2024.
Lagt fram til kynningar.

5.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2024 - 2024090065

Lagt fram til kynningar erindi Grétu Mar Jósepsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. september 2024, varðandi boðun til aðalfunds Samtaka orkusveitarfélaga 2024, en jafnframt er tilkynnt um Orkufund samtakanna í kjölfarið, auk þess sem sveitarfélögum er bent á að hægt er að ganga í samtökin sé þess óskað og sveitarfélag uppfylli skilyrði samþykkta samtakanna.
Lagt fram til kynningar.

6.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 637 - 2409004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 637. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. september 2024.

Fundargerðin er í 13 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 6.1 2024030141 Gjaldskrár 2025
    Skipulags- og mannvirkjanefnd - 637 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrár taki mið af verðlagsþróun viðkomandi vísitalna og taki mið af línu sem lögð var á fundi bæjarráðs nr. 1293.
    Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að samþykkt verði ein breyting í gjaldskrá byggingarfulltrúa og snýr að því að hægt verði að innheimta skv. reikningi vegna yfirferða eignaskiptalýsinga.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 637 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í hönnun á árinu 2025, og gert verði ráð fyrir hönnunarkostnaði í komandi fjárhagsáætlun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 637 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Olíudreifing ehf., fái lóðina E2 við Mávagarð L233619, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 637 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að afturkalla lóðarúthlutun Skeiðis 10. Lóðarhafa ber að fjarlægja óleyfisframkvæmdir sínar á lóðinni með vísan til greinar 2.9.1. í byggingareglugerð nr. 112/2012.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?