Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Gjaldskrár 2025 - 2024030141
2. umræða um gjaldskrár
Kristján Svan Kristjánsson, byggingarfulltrúi, setur saman minnisblað fyrir seinni umræðu, varðandi tímagjald á ESK. Samanburður við önnur sveitarfélög.
Útreikningar vegna verðbólguþróunar á algengustu reikningaútgáfu, ásamt samantektá innheimtu gjalda seinustu 2ja ára. Minnisblað frá slökkviliðsstjóra um tillögu á hækkun og breytingum.
Kristján Svan Kristjánsson, byggingarfulltrúi, setur saman minnisblað fyrir seinni umræðu, varðandi tímagjald á ESK. Samanburður við önnur sveitarfélög.
Útreikningar vegna verðbólguþróunar á algengustu reikningaútgáfu, ásamt samantektá innheimtu gjalda seinustu 2ja ára. Minnisblað frá slökkviliðsstjóra um tillögu á hækkun og breytingum.
2.Slökkvistöð Ísafjörður - Þarfagreining nýrrar stöðvar - 2024090058
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar dagsett. 11. september 2024 vegna rýmisgreiningar nýrrar slökkvistöðvar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í hönnun á árinu 2025, og gert verði ráð fyrir hönnunarkostnaði í komandi fjárhagsáætlun.
3.Réttarholt í Engidal, Skutulsfirði. Stækkun og uppbygging kirkjugarðs - 2024030031
Lagðar fram umsagnir við skipulagslýsingu sem var í kynningu frá og með 14. maí 2024 til og með 12. júní 2024 vegna stækkunar og uppbyggingu kirkjugarðs við Réttarholt í Engidal, Skutulsfirði.
Lagt fram til kynnngar og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
4.Deiliskipulag Suðurtangi - Breyting 2023 - 2023040059
Lagðar fram umsagnir við auglýsta tillögu að endurskoðun deiliskipulags við Suðurtanga, Skutulsfirði. Tillaga að deiliskipulagi Suðurtanga var auglýst frá 5. júlí 2024 til 18. ágúst 2024.
Lagt fram til kynningar, tillaga verður lögð fyrir bæjarstjórn samhliða aðalskipulagsbreytingu.
5.Mjólkárvirkjun. Breyting á deiliskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 - 2024060033
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar vegna Mjólkárlínu II, var auglýst frá 24. júlí 2024 til og með 6. september 2024.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Súðavíkurhreppi, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Náttúrustofu Vestfjarða, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Bolungarvíkurkaupstað, Náttúrufræðistofnun Íslands, Vegagerðinni -Vestursvæði, Slökkviliði Ísafjarðarbæjar, Vesturbyggð og Minjastofnun Íslands. Engar athugasemdir bárust frá almenningi við auglýsta tillögu.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Súðavíkurhreppi, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Náttúrustofu Vestfjarða, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Bolungarvíkurkaupstað, Náttúrufræðistofnun Íslands, Vegagerðinni -Vestursvæði, Slökkviliði Ísafjarðarbæjar, Vesturbyggð og Minjastofnun Íslands. Engar athugasemdir bárust frá almenningi við auglýsta tillögu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
6.Stekkjarlæksbakkar, nýtt deiliskipulag (Hóll í Firði) - 2024070057
Lagðar fram umsagnir við nýja tillögu að deiliskipulagi í landi Hóls í Firði, Önundarfirði við Stekkjarlæksbakka. Tillagan var auglýst frá 25. júlí 2024, til og með 5. september 2024, athugasemdafrestur var til og með 5. september 2024. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á auglýsingatímanum.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni -Vestursvæði, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Snerpu ehf. og Minjastofnun Íslands.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni -Vestursvæði, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Snerpu ehf. og Minjastofnun Íslands.
Lagt fram til kynningar
7.Hafnarstræti 21, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2024090039
Lagður fram tölvupóstur dags. 2. september 2024 frá Sölva Davíðssyni hjá Festi hf. með ósk um endurnýjun á lóðarleigusamningi undir starfsemi bensínstöðvar N1 við Hafnarstræti 21, Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ekki tímabært að endurnýja lóðaleigusamning fyrr en nýtt deiliskipulag fyrir miðbæ Ísafjarðarbæjar hefur verið staðfest.
8.Mávagarður E2, Ísafirði. Umsókn um lóð vegna stækkunar - 2024090038
Lagður fram tölvupóstur frá Jóni Haraldssyni hjá Olíudreifingu ehf. dags. 5. september 2024, með umsókn um lóðina við Mávagarð E2 L233619, vegna áforma fyrirtækisins um stækkun á birgðastöð við Mávagarð F, Ísafirði. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknisviðs dags. 22. mars 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Olíudreifing ehf., fái lóðina E2 við Mávagarð L233619, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
9.Skeiði 10 - Umsókn um byggingarleyfi - 2019060068
Lagt fram bréf Axels. R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 21. febrúar 2024, til G.E. vinnuvéla ehf. Jafnframt lagt fram minnisblað Juris, dags. 21. nóvember 2024 um málefni lóðarinnar við Skeiði 10.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að afturkalla lóðarúthlutun Skeiðis 10. Lóðarhafa ber að fjarlægja óleyfisframkvæmdir sínar á lóðinni með vísan til greinar 2.9.1. í byggingareglugerð nr. 112/2012.
10.Brunavarnaráætlun Ísafjarðarbæjar - 2024090044
Á 1294. fundi bæjarráðs var lagt fram bréf Sigurðar Arnars Jónssonar, slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett 4. september 2025, vegna vinnu við nýja brunavarnaáætlun Ísafjarðarbæjar, sem verður sameiginleg með Bolungarrvíkurkaupstað og Súðavíkurhreppi.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Lagt fram til kynningar
11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lögð fram að nýju tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 22. ágúst 2024, þar sem Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 162/2024, „Breytingar á reglugerðum er varða brunavarnir“, drög að breytingum á fjórum reglugerðum á sviði brunavarna, m.a. til samræmis við nýlegar breytingar á lögum um brunarvarnir, nr. 75/2000. Umsagnarfrestur er til og með 13. september 2024.
Á 636. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 2. september 2024, fól nefndin slökkviliðsstjóra að móta umsögn fyrir næsta fund nefndar, og eru minnispunktar slökkviliðsstjóra nú lagðir fram.
Á 636. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 2. september 2024, fól nefndin slökkviliðsstjóra að móta umsögn fyrir næsta fund nefndar, og eru minnispunktar slökkviliðsstjóra nú lagðir fram.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir.
12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 30. ágúst 2024, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 169/2024.
Frumvarp um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Tilefni frumvarpsins er skýrsla um það hvort svokölluð gullhúðun hafi átt sér stað á málefnasviði ráðuneytisins á tímabilinu 2010-2022 en skýrslan var birt í janúar á þessu ári. Frumvarpið felur í sér annars vegar breytingu á ákvæði 2. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana að því er varðar umhverfismat skipulagsáætlana og hins vegar ákvæðum í 1. viðauka laganna að því er varðar lengd og þvermál leiðslna til flutnings á nánar tilgreindum efnum/efnasamböndum.
Umsagnarfrestur er til og með 16. september 2024.
Frumvarp um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Tilefni frumvarpsins er skýrsla um það hvort svokölluð gullhúðun hafi átt sér stað á málefnasviði ráðuneytisins á tímabilinu 2010-2022 en skýrslan var birt í janúar á þessu ári. Frumvarpið felur í sér annars vegar breytingu á ákvæði 2. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana að því er varðar umhverfismat skipulagsáætlana og hins vegar ákvæðum í 1. viðauka laganna að því er varðar lengd og þvermál leiðslna til flutnings á nánar tilgreindum efnum/efnasamböndum.
Umsagnarfrestur er til og með 16. september 2024.
Lagt fram til kynningar
13.Umsagnir Minjastofnunar vegna bygginga- og framkvæmdaleyfa - 2024090041
Lagður fram tölvupóstur til kynningar, dags. 3. september 2024, frá Lísabetu Guðmundsdóttur, minjaverði Vestfjarða hjá Minjastofnun vegna bygginga- og framkvæmdaleyfa í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 15:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að samþykkt verði ein breyting í gjaldskrá byggingarfulltrúa og snýr að því að hægt verði að innheimta skv. reikningi vegna yfirferða eignaskiptalýsinga.