Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1294. fundur 08. september 2024 kl. 08:10 - 09:53 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir 2024 - 2024020041

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:10

2.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2024 - 2024020096

Lagðar fram til kynningar tvær fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu, 61. fundar frá 12. júní 2024 og 62. fundar frá 28. ágúst 2024.
Lagt fram til kynningar.
Sigríður yfirgefur fund kl 8:45

3.Dynjandisheiði, Þverá - Búðavík. Umsókn um framkvæmdaleyfi 3ja áfanga - 2024010014

Mál sett á dagskrá að beiðni Jóhanns Birkis Helgasonar, fulltrúa sjálfstæðisflokks.

Nú er verið að ljúka við annan áfanga á Dynjandisheiði, er þá komið slitlag á um 24 km af 31 km og því á eftir að leggja slitlag á um 7 km kafla. Eftir þá framkvæmd verður loksins komið bundið slitlag milli sunnanverðra og norðanverðra Vestfjarða.
Gera má ráð fyrir að kostnaður við þennan 7 km kafla sé um 1,5 milljarðar.
Samgönguáætlun 2020-2034 gerði ráð fyrir að ljúka við heiðina á fyrsta tímabili. Framkvæmdaleyfi hefur legið fyrir síðan á fyrsta fundi bæjarstjórnar í janúar á þessu ári.
Ísafjarðarbær óskar eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu mála á 3ja áfanga Dynjandisheiðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu mála á 3ja áfanga Dynjandisheiðar.

4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - 2024040018

Lagður fram til samþykktar viðauki 07 við fjárhagsáætlun 2024 vegna breytinga á framkvæmdaáætlun 2024. Framkvæmdir A hluta hækka úr 350 m.kr. í 428,2 m.kr. og framkvæmdir B hluta lækka úr 598,5 m.kr. í 520,3 m.kr. Nettó breyting framkvæmda er því kr. 0. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-

Jafnframt lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dagsett 4. september 2024, vegna viðaukans.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 7 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024.
Axel og Edda yfirgefa fund kl. 9:22.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:47
  • Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:47

5.Brunavarnaráætlun Ísafjarðarbæjar - 2024090044

Lagt fram bréf Sigurðar Arnars Jónssonar, slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett 4. september 2025, vegna vinnu við nýja brunavarnaáætlun Ísafjarðarbæjar, sem verður sameiginleg með Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhreppi.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

6.Endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Dynjanda - 2023070001

Lagt fram erindi Sigrúnar Valgarðsdóttur f.h. Umhverfisstofnunar, dags. 30. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Ísafjarðarbæjar í samstarfshóp um endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Dynjanda.

Bæjarstjóri leggur til að Gylfi Ólafsson verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar í samstarfshóp um endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Dynjanda.
Bæjarráð tilnefnir Gylfa Ólafsson sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í samstarfshóp um endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Dynjanda.

7.Félags- og samstöðuhagkerfið - ráðstefna 2024 - 2024090045

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Valdimars J. Halldórssonar, dagsettur 3. september 2024, þar sem kynnt er ráðstefna sem haldin er af Háskólasetri Vestfjarða 13. september nk., og ber yfirskriftina „Félags- og samstöðuhagkerfið“. Jafnframt lögð fram dagskrá ráðstefnunnar.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir og ýmis mál 2024 - Náttúrustofa Vestfjarða - 2024010182

Lagt fram fundarboð, dagsett 3. september 2024, á ársfund Náttúrustofu Vestfjarða, sem haldinn verður 27. september 2024 í Ólafshúsi á Patreksfirði.
Lagt fram til kynningar.

9.Hafnarstjórn - 254 - 2409002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 254. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 5. september 2024.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.

10.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 8 - 2408014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 4. september 2024.

Fundargerðin er í 12 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Hafdís yfirgefur fund kl. 09:49
  • Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 8 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gera breytingu á reglum um tekjutengdan afslátt af leikskólagjöldum þannig að bætt verði inn málsgrein undir 4. gr. sem hljóðar þannig:„Forráðamenn skulu skila inn upplýsingum úr staðgreiðsluskrám tvisvar á ári þ.e. fyrir 1. ágúst og 1. febrúar ár hvert.“

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:38

11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 149 - 2409007F

Lögð fram til kynningar fundargerð 149. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 5. september 2024.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

12.Velferðarnefnd - 480 - 2409005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 480. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 5. september 2024.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:53.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?