Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
8. fundur 04. september 2024 kl. 08:15 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Finney Rakel Árnadóttir formaður
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varaformaður
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Jóna Lind Kristjánsdóttir, leikskólastjóri Tanga, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

1.Gjaldskrár 2025 - 2024030141

Gjaldskrár skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar lagðar fram til fyrstu umræðu.
Vinnugögn kynnt og haldið verður áfram umræðu á næsta fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar.

Gestir

  • Jóna Dagbjört Pétursdóttir, bókari. - mæting: 08:15

2.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2023-2024 - 2023090104

Lagðar fram ársskýrslur leikskóla fyrir skólaárið 2023-2024, frá leikskólanum Sólborg ísafirði, leikskólanum Tanga Ísafirði, leikskólanum Tjarnarbæ á Suðureyri og leikskólanum Laufási á Þingeyri.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd bókar eftirfarandi: „Það er bagalegt að sjá í skýrslunum að viðhaldi virðist mjög ábótavant og ekki farið í neinar aðgerðir að beiðni stjórnenda sem þeir telja vera þörf á síðustu árin. Nauðsynlegt er að taka þessum málum föstum tökum og fara í framkvæmdir.“

Ársskýrslur lagðar fram til kynningar.

3.Reglur Ísafjarðarbæjar um tekjutengdan afslátt af leikskólagjöldum - 2024080138

Lagðar fram til endurskoðunar reglur um tekjutengdan afslátt af leikskólagjöldum. Lagt er til að bætt verði inn í reglurnar að skóla- og sérkennslufulltrúa sé heimilt að kalla eftir nýju yfirliti úr staðgreiðsluskrá forráðamanna sem fengið hafi samþykktan afslátt, hvenær sem er yfir skólaárið.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gera breytingu á reglum um tekjutengdan afslátt af leikskólagjöldum þannig að bætt verði inn málsgrein undir 4. gr. sem hljóðar þannig:„Forráðamenn skulu skila inn upplýsingum úr staðgreiðsluskrám tvisvar á ári þ.e. fyrir 1. ágúst og 1. febrúar ár hvert.“

4.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2023-2024 - 2023090105

Lagðar fram ársskýrslur Grunnskólans á Ísafirði, Grunnskólans á Suðureyri og Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2023-2024. Ásamt innra mati Grunnskóla Önundarfjarðar.
Árskýrslur og innra mat lagt fram til kynningar.

5.Skóladagatal leikskóla Ísafjarðarbæjar skólaárið 2024-2025 - 2024040154

Lagt fram skóladagatal fyrir leikskólann Tjarnarbæ á Suðureyri fyrir skólaárið 2024-2025
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir skóladagatal 2024-2025 fyrir Tjarnarbæ á Suðureyri.

6.Í góðum félagsskap - 2024080149

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnir viðburðinn Í góðum félagsskap
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd fagnar frumkvæðinu og lýsir yfir mikilli ánægju með verkefnið.

7.Íþróttavika Evrópu 2024 - 2024080125

Íþróttavika Evrópu verður haldin 23.-30. september nk. íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnir verkefnið fyrir skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því að Ísafjarðarbær sé með í verkefninu annað árið í röð og hvetur íbúa til þátttöku og til að fylgjast vel með viðburðum hverju sinni.
Finney Rakel Árnadóttir vék af fundi undir þessum lið.

8.Úthlutunarlíkan og samstarfssamningur - 2013120028

Lagðir fram til kynningar samstarfssamningar Tónlistarfélags Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar um rekstur Tónlistaskóla Ísafjarðar og samstarfssamningur Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Samningarnir endurnýjast sjálfkrafa árlega.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram.
Finney Rakel Árnadóttir vék af fundi undir þessum lið.

9.Ársskýrsla TÍ 2023-2024 - 2024060062

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Tónlistarskóla Ísafjarðar fyrir skólaárið 2023-2024.
Ársskýrsla lögð fram til kynningar.

10.Úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar - 2024030029

Lögð fram til umfjöllunar úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi óskar eftir því að skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd taki afstöðu til úthlutunar tíma í íþróttahúsinu Torfnesi til aðildarfélaga HSV.
Skv. reglum Ísafjarðarbæjar um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum hjá sveitarfélaginu eru grunnskólar í fyrsta forgangi þegar kemur að notkun íþróttahúsa. Þar af leiðandi heldur Grunnskólinn á Ísafirði þeim tímum í íþróttahúsinu á Torfnesi á fimmtudögum frá kl. 8:00-15:50. Nefndin hvetur Grunnskólann á Ísafirði og íþróttafélög til þess að vera í góðri samvinnu ef skólinn hyggst ekki nýta tímana sína.

Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd telur að úthlutun íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á tímum í íþróttahúsinu á Torfnesi 2024-2025 hafi verið gerð í samræmi við reglur Ísafjarðarbæjar um styrkveitingu og úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum og íþróttasvæðum til íþróttafélaga og almennings. Íþróttafélagið sem vísaði málinu til umfjöllunar sendi ekki nein gögn formlega til nefndarinnar fyrir fundinn þrátt fyrir boð um slíkt. Ekki er því nógu ljóst hvar óánægja þeirra liggur varðandi fyrirliggjandi tímatöflu og hvers á að taka afstöðu til. Nefndin samþykkir því fyrirliggjandi tímatöflu í íþróttahúsinu á Torfnesi sem send var út til aðildarfélaga HSV þann 22. ágúst 2024, að undanskilinni breytingu sem nefnd er fyrr í fundarbókun þessari.

Gestir

  • Grétar Helgason, forstöðumaður
Þórir Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið.

11.Leiðbeinandi ferill fyrir meðhöndlun og úthlutunar sérkennslutíma til leikskóla - 2024080139

Lagður fram til kynningar leiðbeinandi ferill um úthlutun sérkennslutíma til leikskóla, vegna barna með sérþarfir í leikskólum Ísafjarðarbæjar
Lagt fram til kynningar.

12.Erindi formanns skóla- íþrótta og tómstundanefndar er varðar upphaf skólaárs í Grunnskólanum á Ísafirði - 2024090009

Lagt fram erindi að beiðni formanns skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar Finneyjar Rakelar Árnadóttur er varðar upphaf skólaársins í Grunnskólanum á Ísafirði.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd þakkar starfsfólki fyrir greinargóð svör um málefni sem tengjast upphafi skólaársins.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?