Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Suðurtangi 24 - jarðvegsrannsókn - 2024080097
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóri, dags. 22. ágúst 2024, um lóðamál á Suðurtanga 24, en umhverfis- og og eignasvið óskar eftir heimild bæjarráðs til að fara í jarðvegsskipti á svæðinu. Ekki er gert ráð fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja jarðvegsskipti á Suðurtanga 24 í samræmi við minnisblað verkefnastjóra, enda verði viðauki vegna málsins lagður fyrir bæjarstjórn á næsta fundi og samþykktur samhliða.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
2.Gatnagerð á Þingeyri, fráveitulögn og tenging hreinsistöðvar - 2024050044
Lagt fram til kynningar samþykkt styrktarumsókn umhverfis- og eignasviðs um fráveitustyrk fyrir framkvæmdina "Fráveita á Þingeyri og uppsetning hreinsistöðvar". Styrktarumsóknin var lögð fram til Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og hefur nú hlotið jákvæða niðurstöðu.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð fagnar styrkveitingunni.
Bæjarráð fagnar styrkveitingunni.
Axel yfirgaf fund kl. 8.30.
3.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 - 2024030126
Lagt fram til samþykktar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, og Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 28. ágúst 2024, varðandi forsendur fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2025.
Bæjarráð samþykkir forsendur fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2025 í samræmi við minnisblað sviðsstjóra og fjármálastjóra.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálstjóri - mæting: 08:30
4.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 - 2024030126
Lagt fram til samþykktar uppfært ferli fjárhagsáætlunar 2025, þar sem m.a. er lagt til að fyrir umræða bæjarstjórnar færist fram um viku, og verði 31. október 2024, og að fundur bæjarstjórnar verði þ.a.l. færður fram um viku (frá 7. nóvember 2024).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfært ferli fjárhagsáætlunarvinnu 2025, og að samþykkja breyttan fundatíma bæjarstjórnar frá 1. fimmtudegi í nóvember til síðasta fimmtudags í október.
5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - 05 Fab Lab vor 2024 - 2024040018
Lagður fram til samþykktar viðauki 05 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna hlutdeildar í Fab Lab vorönn 2024, en vegna biðar eftir nýjum samningum um Fab Lab var ekki gert ráð fyrir kostnaði við Fab Lab í fjárhagsáætlun 2024, en Grunnskólinn á Ísafirði nýtti aðstöðuna á vorönn 2024, auk þess sem frír aðgangur er fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar, í samræmi við eldri samning.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 1.934.371,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er neikvæð kr. 1.934.371 og lækkar því rekstrarafgangur úr kr. 186.218.188 í kr. 184.283.817
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er neikvæð kr. 1.934.371 og lækkar því rekstrarafgangur í kr. 503.565.629-.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 1.934.371,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er neikvæð kr. 1.934.371 og lækkar því rekstrarafgangur úr kr. 186.218.188 í kr. 184.283.817
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er neikvæð kr. 1.934.371 og lækkar því rekstrarafgangur í kr. 503.565.629-.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykka viðauka 5 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024, vegna hlutdeildar í Fab Lab vorönn 2024.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 1.934.371,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er neikvæð kr. 1.934.371 og lækkar því rekstrarafgangur úr kr. 186.218.188 í kr. 184.283.817
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er neikvæð kr. 1.934.371 og lækkar því rekstrarafgangur í kr. 503.565.629-.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 1.934.371,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er neikvæð kr. 1.934.371 og lækkar því rekstrarafgangur úr kr. 186.218.188 í kr. 184.283.817
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er neikvæð kr. 1.934.371 og lækkar því rekstrarafgangur í kr. 503.565.629-.
Edda María yfirgaf fund kl. 9.02.
6.Stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði - stofnframlag - veðleyfi II - 2022100001
Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki að veita Stúdentagörðum Háskólaseturs Vestfjarða hses., kt. 511022-0880, leyfi til að veðsetja lóðina að Fjarðarstræti 20, Ísafirði, og þær 40 almennu íbúðum sem þar standa, fnr. 211-9499, með 1. veðrétti fyrir veðskuldabréfi (leiguíbúðaláni), dags. 14. desember 2023, að fjárhæð kr. 649.750.309, vísitölutryggt (gr. 603,5). Kröfuhafi skv. veðskuldabréfinu er Húsnæðissjóður kt. 581219-2100.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að veita Stúdentagörðum Háskólaseturs Vestfjarða hses., kt. 511022-0880, leyfi til að veðsetja lóðina að Fjarðarstræti 20, Ísafirði, og þær 40 almennu íbúðum sem þar standa, fnr. 211-9499, með 1. veðrétti fyrir veðskuldabréfi (leiguíbúðaláni), dags. 14. desember 2023, að fjárhæð kr. 649.750.309, vísitölutryggt (gr. 603,5). Kröfuhafi skv. veðskuldabréfinu er Húsnæðissjóður kt. 581219-2100.
7.Stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði - stofnframlag - veðleyfi III - 2022100001
Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki að veita Stúdentagörðum Háskólaseturs Vestfjarða hses., kt. 511022-0880, leyfi til að veðsetja lóðina að Fjarðarstræti 20, Ísafirði, og þær 40 almennu íbúðum sem þar standa, fnr. 211-9499, með 1. veðrétti fyrir veðskuldabréfi (leiguíbúðaláni), dags. 27. ágúst 2024, að fjárhæð kr. 32.000.000, vísitölutryggt (gr. 603,5). Kröfuhafi skv. veðskuldabréfinu er Húsnæðissjóður kt. 581219-2100.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að veita Stúdentagörðum Háskólaseturs Vestfjarða hses., kt. 511022-0880, leyfi til að veðsetja lóðina að Fjarðarstræti 20, Ísafirði, og þær 40 almennu íbúðum sem þar standa, fnr. 211-9499, með 1. veðrétti fyrir veðskuldabréfi (leiguíbúðaláni), dags. 27. ágúst 2024, að fjárhæð kr. 32.000.000, vísitölutryggt (gr. 603,5). Kröfuhafi skv. veðskuldabréfinu er Húsnæðissjóður kt. 581219-2100.
8.Ýmsar leiðbeiningar - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2024080122
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Valgerðar Rúnar Benediktsdóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 26. ágúst 2024, þar sem upplýst er að Sambandið hafi birt á vef sínum þrennar nýjar leiðbeiningar til sveitarfélaga. Um er að ræða leiðbeiningar um mat á hæfi, leiðbeiningar um notkun rafrænna undirskrifta og leiðbeiningar um meðferð ágangsfjár.
Lagt fram til kynningar.
9.Samningur um félagsþjónustu - leiðandi sveitarfélag - 2023030028
Á 1275. fundi bæjarráðs þann 4. mars 2024 var lagður fram til samþykktar samningur um sérfræðiráðgjöf, vinnslu mála og stjórnun í almennri félagsþjónustu og móttöku flóttamanna milli Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, en samningurinn gildir frá staðfestingu ráðuneytisins, að fenginni staðfestingu sveitarstjórna Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, en samningurinn byggir á samstarfi síðustu ára en er hér formlega staðfestur, eftir gildistöku Velferðarþjónustusamnings Vestfjarða.
Í kjölfar samþykktar bæjarráðs var óskað staðfestingar ráðuneytisins á honum sem hefur lagt til við sveitarfélögin að lagfæra nokkur atriði tengt orðalagi um málefni flóttafólks.
Er því lagður fram til samþykktar uppfærður samningur um sérfræðiráðgjöf, vinnslu mála og stjórnun í almennri félagsþjónustu milli Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.
Í kjölfar samþykktar bæjarráðs var óskað staðfestingar ráðuneytisins á honum sem hefur lagt til við sveitarfélögin að lagfæra nokkur atriði tengt orðalagi um málefni flóttafólks.
Er því lagður fram til samþykktar uppfærður samningur um sérfræðiráðgjöf, vinnslu mála og stjórnun í almennri félagsþjónustu milli Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning um sérfræðiráðgjöf, vinnslu mála og stjórnun í almennri félagsþjónustu milli Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.
10.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2024 - 2024030070
Lagt fram til kynningar minnisblað Helgu Sigríðar Hjálmarsdóttur, launafulltrúa, dagsett 23. ágúst 2024, vegna launakostnaðar fyrir janúar til júlí 2024.
Lagt fram til kynningar.
11.Þjóðlendumál - eyjar og sker - 2024020063
Lögð fram til kynningar tilkynning frá óbyggðanefnd um framlengdan kröfulýsingarfrest landeigenda til 2. desember 2024 vegna eyja og skerja.
Lagt fram til kynningar.
12.Fjallskilanefnd - 17 - 2408004F
Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar fjallaskilanefndar, en fundur var haldinn 21. ágúst 2024.
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.
-
Fjallskilanefnd - 17 Tillaga formanns að fjallskilaseðli 2024 samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?