Fjallskilanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
17. fundur 21. ágúst 2024 kl. 13:00 - 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Bernharður Guðmundsson aðalmaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson aðalmaður
  • Helga Guðný Kristjánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Smári Karlsson
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fjallskil 2024 - 2024080025

Útgáfa fjallskilaseðils.
Samkvæmt Fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur, 14. ágúst 2012, skal hlutaðeigandi sveitarstjórn eða fjallskilanefnd árlega fyrir 20. ágúst, semja fjallskilaseðil þar sem mælt er fyrir um hvernig fjallskilum skuli hagað. Fjallskilaseðill skal berast eigi síðar en 15 dögum áður en fjallskil byrja þar sem kemur fram hvað hver landeigandi á að leggja til fjallskila á því hausti. Skal tilnefna leitarstjóra einn eða fleiri sem stjórni göngum leitarmanna og annist að leitir fari vel og skipulega fram.
Tillaga formanns að fjallskilaseðli 2024 samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?