Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1292. fundur 18. ágúst 2024 kl. 08:10 - 08:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Körfubíll - tilboð um kaup bifreiðar frá SHS - 2024050007

Á 1283. fundi bæjarráðs þann 6. maí 2024, var lagt fram erindi Sigurðar A. Jónssonar, slökkviliðsstjóra, dags. 2. maí 2024, varðandi tilboð um kaup á körfubíl fyrir slökkviliðið frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, en körfubíll slökkviliðs Ísafjarðarbæjar er kominn til ára sinna.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að kanna ástand núverandi körfubifreiðar og leggja málið aftur fyrir bæjarráð eftir frekari skoðun.

Er nú lagt fram minnisblað Sigurðar A. Jónssonar, slökkviliðsstjóra, dags. 12. ágúst 2024, vegna beiðnar um að kaupa körfubíl frá Slökkviðliði höfuðborgarsvæðisins í upphafi árs 2025.
Bæjarráð samþykkir að leggja inn kauptilboð á körfubíl frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en leggur til að gengið verði frá kaupunum á þessu fjárhagsári.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá kauptilboði fyrir umsaminn frest og útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2024 verði tilboðinu tekið.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - stofnframlög Brák - 2024040018

Á 1291. fundi bæjarráðs, þann 12. ágúst 2024 var samþykkt umsókn Ísafjarðarbæjar, um stofnframlag vegna kaupa á 11 íbúðum á Suðureyri og 9 íbúðum á Þingeyri, f.h. Brákar íbúðafélags hses., að fjárhæð kr. 200.300.000 annars vegar og kr. 126.880.000 hins vegar. Bæjarráð samþykkti að veita 12% stofnframlag til kaupanna að fjárhæð kr. 24.036.000 annars vegar og kr. 15.225.600 hins vegar, alls kr. 39.261.600.

Var bæjarstjóra falið að útbúa viðauka vegna málanna og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar á næsta fundi.

Er nú lagður fram til samþykktar viðauki 4 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna þessara stofnframlagaverkefna.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur kr. 186.218.188,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur kr. 505.500.000,-.
Bæjarráð samþykkir viðauka 4 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna stofnframlagaverkefna á Suðureyri og Þingeyri.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur kr. 186.218.188,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur kr. 505.500.000,-.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

3.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2023 - Læknishús Hesteyri - 2023010041

Lögð fram umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 20. september 2023, vegna umsóknar Hrólfs Vagnssonar, f.h. Læknishússins á Hesteyri ehf., um rekstrarleyfi fyrir rekstur gististaðar í flokki IV - c minna gistiheimili. Jafnframt lagðar fram umsagnir slökkviliðs dags. 7. júní 2024, Byggingafulltrúa 22. maí 2024, og heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 27. júní 2024, móttekið 9. ágúst 2024.

Ekki eru gerðar athugasemdir við veitingu leyfis, og mælir slökkvilið með leyfi fyrir 16 manns, að teknu tilliti til athugasemda vegna brunavarna, en veittur hefur verið frestur til úrbóta.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfis til handa Hrólfi Vagnssyni vegna Læknishússins á Hesteyri ehf.

4.Suðurtangi, atvinnustarfssemi. Breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - 2023110129

Tillaga frá 635. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 15. ágúst 2024, um að bæjarstjórn samþykki tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 á Suðurtanga, Ísafirði, uppdrátt og greinargerð unnin af Verkís ehf. dags. 24. maí 2024 í samræmi við 1. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem „athugasemdir gefa ekki tilefni til að gerðar verði efnislegar breytingar á uppdrætti og greinargerð“. Tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar sem lagðar voru fram í bréfi dags. 10. júlí 2024.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 á Suðurtanga, Ísafirði, uppdrátt og greinargerð unnin af Verkís ehf. dags. 24. maí 2024 í samræmi við 1. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem „athugasemdir gefa ekki tilefni til að gerðar verði efnislegar breytingar á uppdrætti og greinargerð“. Tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar sem lagðar voru fram í bréfi dags. 10. júlí 2024.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

5.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Dagverðardalur, orlofshúsabyggð - 2021060044

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingatillögu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 undir orlofshúsabyggð í Dagverðardal í Skutulsfirði, uppdráttur og greinargerð, unnið af M11 arkitektum dags. 5. febrúar 2024, í óbreyttri mynd sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að ábendingar og athugasemdir séu ekki þess eðlis að gera þurfi breytingar á framlögðum gögnum.
Bæjarráð samþykkir breytingatillögu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 undir orlofshúsabyggð í Dagverðardal í Skutulsfirði, uppdráttur og greinargerð, unnið af M11 arkitektum dags. 5. febrúar 2024, í óbreyttri mynd sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að ábendingar og athugasemdir séu ekki þess eðlis að gera þurfi breytingar á framlögðum gögnum.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

6.Dagverðardalur, frístundahúsasvæði. Nýtt deiliskipulag - 2023100068

Tillaga frá 635. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 15. ágúst 2024, um að bæjarstjórn samþykki nýtt deiliskipulag á svæði F21, Dagverðardalur í Skutulsfirði, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga, undir orlofshúsabyggð, en uppdráttur og greinargerð eru unnin af M11 arkitektum, dags. 5. febrúar 2024. Nefndin hefur yfirfarið umsagnir og ábendingar sem bárust á auglýsingartíma og hefur verið brugðist við þeim á fyrri stigum.
Bæjarráð samþykkir nýtt deiliskipulag á svæði F21, Dagverðardalur í Skutulsfirði, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga, undir orlofshúsabyggð, en uppdráttur og greinargerð eru unnin af M11 arkitektum, dags. 5. febrúar 2024. Nefndin hefur yfirfarið umsagnir og ábendingar sem bárust á auglýsingartíma og hefur verið brugðist við þeim á fyrri stigum.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

7.Dagverðardalur, frístundahúsasvæði. Nafnabreyting framkvæmdaaðila - 2024080012

Tillaga frá 635. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 15. ágúst 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauka við samning um afnot af landi milli Ísafjarðarbæjar og Fjallabóls ehf., en nýr aðili, Fjallasýn ehf. tekur við öllum réttindum og skyldum Fjallabóls ehf.
Bæjarráð samþykkir viðauka við samning um afnot af landi milli Ísafjarðarbæjar og Fjallabóls ehf., en nýr aðili, Fjallasýn ehf. tekur við öllum réttindum og skyldum Fjallabóls ehf.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

8.Ísafjarðarvegur 8, Hnífsdal. Umsókn um lóð - 2024060016

Tillaga frá 635. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 15. ágúst 2024, um að bæjarstjórn samþykki að úthluta Friðriki Rúnari Hólm Ásgeirssyni lóðina við Ísafjarðarveg 8, Hnífsdal, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Friðriki Rúnari Hólm Ásgeirssyni lóðina við Ísafjarðarveg 8, Hnífsdal, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

9.69. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2024020035

Lögð fram til kynningar boðun á 69. Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti, 18.-19. október 2024, á Hótel Laugarhóli í Bjarnafirði.
Lagt fram til kynningar.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 635 - 2407009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 635. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 15. ágúst 2024.

Fundargerðin er í 15 liðum.

Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 635 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 á Suðurtanga, Ísafirði, uppdrátt og greinargerð, unnið af Verkís ehf. dags. 24. maí 2024 í samræmi við I. mgr. 32 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem „athugasemdir gefa ekki tilefni til að gerðar verði efnislegar breytingar á uppdrætti og greinargerð“. Tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar sem lagðar voru fram í bréfi dags. 10. júlí sl.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 635 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingatillögu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 undir orlofshúsabyggð í Dagverðardal í Skutulsfirði, uppdráttur og greinargerð, unnið af M11 arkitektum dags. 5. febrúar 2024, í óbreyttri mynd sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að ábendingar og athugasemdir séu ekki þess eðlis að gera þurfi breytingar á framlögðum gögnum.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 635 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýtt deiliskipulag á svæði F21, Dagverðardal í Skutulsfirði, í samræmi við III. mgr. 41. gr. skipulagslaga, undir orlofshúsabyggð, uppdráttur og greinargerð, unnið af M11 arkitektum dags. 5. febrúar 2024. Nefndin hefur yfirfarið umsagnir og ábendingar sem bárust á auglýsingartíma og hefur verið brugðist við þeim á fyrri stigum.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 635 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka samnings um afnot af landi milli Ísafjarðarbæjar og Fjallabóls ehf., en nýr aðili, Fjallasýn ehf., tekur við öllum réttindum og skyldum Fjallabóls ehf.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 635 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Friðrik Rúnar Hólm Ásgeirsson fái lóðina við Ísafjarðarveg 8, Hnífsdal skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

    Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Fundi slitið - kl. 08:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?