Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
635. fundur 15. ágúst 2024 kl. 14:00 - 15:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Valur Richter varamaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Suðurtangi, atvinnustarfssemi. Breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - 2023110129

Lögð fram uppfærð greinargerð og uppdráttur, unnið af Verkís ehf. dags. 24. maí 2024 fyrir auglýsingu á tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, vegna Suðurtanga á Ísafirði.

Brugðist hefur við ábendingum Skipulagsstofnunar og greinargerð breytist lítillega í samræmi við það í kafla um landsskipulagsstefnu. Varðandi hverfisverndarákvæði Neðstakaupstaðar er vísað ákvæði verndarsvæða í byggð.

Jafnframt eru lagðar fram athugasemdir Skipulagsstofnunar, dags. 10. júlí 2024, eftir athugun stofnunarinnar fyrir auglýsingu á tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, vegna Suðurtanga á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 á Suðurtanga, Ísafirði, uppdrátt og greinargerð, unnið af Verkís ehf. dags. 24. maí 2024 í samræmi við I. mgr. 32 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem „athugasemdir gefa ekki tilefni til að gerðar verði efnislegar breytingar á uppdrætti og greinargerð“. Tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar sem lagðar voru fram í bréfi dags. 10. júlí sl.

2.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20, svæði Í9. Dagverðardalur, orlofshúsabyggð - 2021060044

Breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, við Dagverðardal í Skutulsfirði, undir orlofshúsabyggð.

Lagðar fram umsagnir sem bárust á auglýsingartíma tillögu að aðalskipulagsbreytingum. Tillagan var auglýst frá 12. júní til 30. júlí 2024. Frestur til athugasemda og umsagna var til og með 30. júlí 2024.

Umsagnir bárust frá Strandabyggð, Skógræktarfélagi Ísafjarðar, Landsneti, Vegagerðinni - vestursvæði, Minjastofnun Íslands, Súðavíkurhreppi og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingatillögu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 undir orlofshúsabyggð í Dagverðardal í Skutulsfirði, uppdráttur og greinargerð, unnið af M11 arkitektum dags. 5. febrúar 2024, í óbreyttri mynd sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að ábendingar og athugasemdir séu ekki þess eðlis að gera þurfi breytingar á framlögðum gögnum.

3.Dagverðardalur, frístundahúsasvæði. Nýtt deiliskipulag - 2023100068

Nýtt deiliskipulag í Dagverðardal í Skutulsfirði, undir orlofshúsabyggð.

Lagðar fram umsagnir sem bárust á auglýsingartíma tillögu á nýju deiliskipulagi á svæði F21 í Dagverðardal í Skutulsfirði.
Tillagan var auglýst frá 12. júní til 30. júlí 2024. Frestur til athugasemda og umsagna var til og með 30. júlí 2024.

Umsagnir bárust frá Landsneti, Vegagerðinni - vestursvæði, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Veðurstofu Íslands.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýtt deiliskipulag á svæði F21, Dagverðardal í Skutulsfirði, í samræmi við III. mgr. 41. gr. skipulagslaga, undir orlofshúsabyggð, uppdráttur og greinargerð, unnið af M11 arkitektum dags. 5. febrúar 2024. Nefndin hefur yfirfarið umsagnir og ábendingar sem bárust á auglýsingartíma og hefur verið brugðist við þeim á fyrri stigum.

4.Dagverðardalur, frístundahúsasvæði. Nafnabreyting framkvæmdaraðila - 2024080012

Lagður fram til samþykktar viðauki við samning um afnot af landi milli Ísafjarðarbæjar og Fjallabóls ehf., en nýr aðili, Fjallasýn ehf., tekur við öllum réttindum og skyldum. Jafnframt lögð fram til kynningar yfirlýsing endurskoðanda Fjallabóls ehf. og Fjallasýnar ehf. um eignarhald og stjórnun félagsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka samnings um afnot af landi milli Ísafjarðarbæjar og Fjallabóls ehf., en nýr aðili, Fjallasýn ehf., tekur við öllum réttindum og skyldum Fjallabóls ehf.

5.Mjólkárlína II - lagning 66 kW rafstrengs - 2024070067

Lagt fram bréf Forsætisráðuneytisins dags. 11. júlí 2024 vegna áforma um lagningu Mjólkárlínu II, lagning 66 kW rafstrengs um jarðirnar Hrafnseyri (L140642) og Gljúfurá (L206981).
Lagt fram til kynningar.

6.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma vegna vinnu við varnargarða - 2024070080

Lögð fram stöðuleyfisumsókn frá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dags. 29. júlí 2024, vegna geymslugáma með grindarefni í varnargarða á Flateyri. Fyrirhuguð staðsetning er við Ísafjarðarflugvöll.
Jafnframt er lagt fram samþykki frá ISAVIA, dags. 29. júlí 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að byggingarfulltrúi samþykki útgáfu stöðuleyfis.

7.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma vegna vinnu við varnargarða - 2024070080

Lögð fram stöðuleyfisumsókn frá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dags. 29. júlí 2024, vegna vinnubúða vegna vinnu við varnargarða á Flateyri. Vinnubúðir verða settar niður við skábraut, við Goðatún, Flateyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að byggingarfulltrúi gefi út stöðuleyfi.

8.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Oddavegur 11 - Flokkur 2, - 2024030091

Lagður fram tölvupóstur dags. 4. júlí 2024, frá Eyþóri Jóvinssyni f.h. Verslunarinnar Bræðurnir Eyjólfsson, með ósk um endurskoðun ákvörðunar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 24. apríl 2024 þar sem nefndin féllst ekki á samþykki fyrir starfsmannaíbúð að Oddavegi 11 á Flateyri þar sem húsnæðið er innan iðnaðar- og athafnasvæðis B30. Einnig er óskað eftir afstöðu nefndarinnar til veitingareksturs í húsinu.

Afgreiðslu var frestað á 634. fundi nefndar þann 11. júlí 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu.

Það er mat nefndarinnar að atvinnuhættir á Flateyri hafi breyst á síðustu árum, þorpið er t.a.m. að hverfa frá útgerð yfir í ferðaþjónustu. Nefndin telur því að skoða eigi landnotkun svæðisins í heildarendurskoðun aðalskipulagsins.

9.Ísafjarðarvegur 8, Hnífsdal. Umsókn um lóð - 2024060016

Lögð fram umsókn frá Friðrik Rúnari Hólm Ásgeirssyni, dags. 5. júní 2024 um byggingarlóð nr. 8 við Ísafjarðarveg í Hnífsdal. Jafnframt lagt fram lóðarblað tæknideildar dags. 6. júní 2024.

Afgreiðslu var frestað á fundi 633 þann 27, júní sl. þar sem skipulagsfulltrúa var falið að ræða við umsækjanda vegna umsóknar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Friðrik Rúnar Hólm Ásgeirsson fái lóðina við Ísafjarðarveg 8, Hnífsdal skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

10.Dalbraut 8, Hnífsdal. Umsókn um lóð - 2024070033

Lögð fram umsókn frá Benedikt Ólafssyni og Ásdísi Kristjánsdóttur um byggingarlóð undir einbýlishús við Dalbraut 8 í Hnífsdal, dags. 28. júní 2024.
Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknisviðs dags. 13. ágúst 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur ekki heimild til að úthluta lóð sem ekki er á lóðalista sveitarfélagsins.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að uppfæra lóðalista svo hægt sé að auglýsa og úthluta lóðinni með löglegum hætti.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 4. júlí 2024, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 137/2024, „Áform um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar leyfisferla, samræming málsmeðferðar o.fl. í umhverfis- og orkumálum“. Markmiðið er að einfalda og stytta afgreiðslutíma og tryggja um leið gæði og gagnsæi þessara ferla. Umsagnarfrestur er til og með 14. ágúst 2024.
Afgreiðslu var frestað á 634. fundi nefndar þann 11. júlí 2024.
Lagt fram til kynningar.

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 5. júlí 2024, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 139/2024, „tillaga að flokkun fimm virkjunarkosta“. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun eru skilgreind tvö umsagnarferli. Þetta er seinna umsagnarferlið um tillögu verkefnisstjórnar, sem gert er ráð fyrir að taki 12 vikur. Umsagnarfrestur er til og með 27. september 2024.
Afgreiðslu var frestað á 634. fundi nefndar þann 11. júlí 2024.
Lagt fram kynningar.

13.Gramsverslun. Ósk um breytingu á deiliskipulagi á Þingeyri - 2023080072

Lagt fram afgreiðslubréf Guðrúnar Láru Sveinsdóttur hjá Skipulagsstofnun, dags. 4. júlí 2024.

Skipulagsstofnun hefur yfirfarið framlögð gögn og gerir ekki athugasemd við að bæjarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Jafnframt er lögð fram auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins, birt 24. júlí 2024, í b- deild Stjórnartíðinda.
Lagt fram til kynningar.

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

14.Ból Ísafjarðarbæ. Nýtt deiliskipulag - 2022110039

Lagt fram afgreiðslubréf Guðrúnar Láru Sveinsdóttur hjá Skipulagsstofnun, dags. 8. ágúst 2024.

Skipulagsstofnun hefur yfirfarið framlögð gögn og gerir ekki athugasemd við að bæjarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Lagt fram til kynningar.

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

15.Sindragata 4b - kæra byggingarleyfis - 2024060008

Lagður fram úrskurður kæru nr. 61/2024, úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 12. ágúst 2024 varðandi kæru á ákvörðun byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar frá 14. maí 2024 um að samþykkja byggingaráform fyrir lóðina að Sindragötu 4a, Ísafirði.

Úrskurðarorð:
„Felld eru úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar frá 14. maí 2024 um að samþykkja byggingaráform fyrir lóðina að Sindragötu 4a.“
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa og formann nefndar að ræða við framkvæmdaaðila.

Fundi slitið - kl. 15:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?