Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1290. fundur 15. júlí 2024 kl. 08:10 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Gjaldskrár skólaárið 2024-2025 - 2024060003

Lögð fram til samþykktar uppfærð gjaldskrá skóla- og tómstundasviðs fyrir skólaárið 2024-2025 í kjölfar samþykktar bæjarstjórnar þann 20. júní 2024 á breytingum á starfsumhverfi leikskóla með tillögum starfshóps um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæ og skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, auk minniblaðs Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 12. júlí 2024, vegna málsins.

Jafnframt lagðar fram til samþykktar uppfærðar reglur um innritun og dvöl barna í leikskólum Ísafjarðarbæjar vegna breytinga á gjaldskrá, og með hliðsjón af samþykktum tillögum starfshóps um málefni leikskóla.
Bæjarráð samþykkir uppfærða gjaldskrá skóla- og tómstundasviðs, sem gildir frá 1. ágúst 2024, svo og uppfærðar reglur um innritun og dvöl barna í leikskólum Ísafjarðarbæjar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

2.Gjaldfrjálsar skólamáltíðir - 2024070031

Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um gjaldfrjálsar skólamáltíða dags. 4. júlí 2024, ásamt viðauka um framlög vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða ágúst til september 2024.
Lagt fram til kynningar.

3.Sundabakki, Suðurtanga. Tímabundin afnot svæðis vegna samsetningu eldiskvía - 2024060071

Tillaga frá 634. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 11. júlí 2024, um að bæjarstjórn samþykki afnotasamning við KJ Hydraulik-2359 til eins mánaðar við Hrafnatanga 6 á Ísafirði.
Bæjarráð samþykkir afnotasamning við KJ Hydraulik-2359 til eins mánaðar við Hrafnatanga 6 á Ísafirði.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

4.Stefnisgata 8 og 10, Suðureyri. - 2024030094

Tillaga frá 634. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 11. júlí 2024, um að bæjarstjórn samþykki Tillaga frá 634. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 11. júlí 2024, um að bæjarstjórn samþykki að lóðin Stefnisgata 8 á Suðureyri, verði auglýst að nýju til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir að lóðin Stefnisgata 8 á Suðureyri, verði auglýst að nýju til úthlutunar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

5.Nemendagarðar Lýðskólans á Flateyri hses. - ársreikningar - 2024070046

Lagðir fram til kynningar ársreikningar Nemendagarða Lýðskólans á Flateyri hses., kt. 420919-0260, fyrir rekstrarárin 2022 og 2023, auk aðalfundagerðar 2024.
Lagt fram til kynningar.

6.Nemendagarðar Lýðskólans hses. - ársreikningar - 2024070047

Lagður fram til kynningar ársreikningar Nemendagarða Lýðskólans hses., kt. 500622-1800, fyrir rekstrarárið 2023, auk aðalfundagerðar 2024.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2024 - 2024020117

Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsettur 27. júní 2024, með upplýsingum um verkefni heilbrigðiseftirlits um þessar mundir, ásamt erindi Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, dags. 6. júní 2024, vegna skipunar stýrihóps á vegum Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins og Matvælaráðuneytisins til að undirbúa áformaðar breytinga á fyrirkomulagi eftirlits.
Bæjarráð þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar og telur mikilvægt að eftirlitsstörf verði staðbundin á svæðinu.

Bæjarráð vísar málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

8.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2024010120

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 949. og 950. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundir voru haldnir 13. júní og 21. júní 2024.
Lagt fram til kynningar.

9.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 634 - 2407005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 634. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. júlí 2024.

Fundargerðin er í 17 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 634 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja afnotasamning við KJ Hydraulik-2359 til eins mánaðar við Hrafnatanga 6 á Ísafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 634 Með innsendum uppdrætti í tölvupósti dags. 11. janúar sl. var óskað eftir jákvæðum viðbrögðum vegna byggingaráforma sem ekki voru í anda hverfisverndar. Í skipulagi Suðureyrarmala eru skýr ákvæði um útlit, stærð og mænisstefnu húsa.

    Nefndin leggur til við bæjarstjórn, að lóðin Stefnisgata 8 á Suðureyri, verði auglýst að nýju.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?