Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
634. fundur 11. júlí 2024 kl. 14:00 - 15:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Valur Richter varamaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Gatnamót við Breiðadals-og Botnsheiði. Umsókn um stöðuleyfi - 2024070035

Kristbjörn R. Sigurjónsson f.h. Fossavatnsgöngunnar, óskar eftir stöðuleyfi fyrir starfsmannahús á gatnamótum Breiðadals-og Botnsheiðar, skv. umsókn sem barst í tölvupósti dags. 25. júní sl., fylgögn eru uppdráttur frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. í nóvember 2018, ásamt afstöðumynd af staðsetningu við gatnamótin dags. 25. júní 2024.
Nefndin bendir á að um er að ræða framkvæmd sem fellur ekki undir stöðuleyfi, heldur byggingarheimild. Umsóknaraðila er bent á að sækja um byggingarheimild til byggingarfulltrúa.

2.Sundabakki, Suðurtanga. Tímabundin afnot svæðis vegna samsetningu eldiskvía - 2024060071

Á fundi 633. var lagður fram tölvupóstur frá Arnold Hermundarsyni hjá KJ Hydraulik dags. 13. júní 2024 með ósk um tímabundin afnot af landssvæði nálægt Sundabakka, Suðurtanga, vegna samsetningar á laxeldiskvíum fyrir Háafell. Skipulags- og mannvirkjanefnd fól skipulagsfulltrúa að útbúa samning með kvöðum sem varða frágang og skil á svæðinu.

Nú eru lögð fram drög að afnotasamningi um lóð við Hrafnatanga 6 á Ísafirði vegna samsetningar á laxeldiskvíum yfir sumarið 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja afnotasamning við KJ Hydraulik-2359 til eins mánaðar við Hrafnatanga 6 á Ísafirði.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bakki - Flokkur 1, - 2024060042

Lögð er fram umsókn um byggingarleyfi frá Jóni Grétari Magnússyni vegna breyttrar notkunar á húsnæði.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum ehf. ásamt skráningartöflu.
Þar sem svæðið er utan þéttbýlis og ekki liggur fyrir deiliskipulag þá er óskað eftir áliti nefndarinnar á málinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki þurfi að grenndarkynna breytta notkun á mannvirki með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, þar sem hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Erindi vísað til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

4.Húsatún 189355 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2024070034

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi frá þinglýstum eigendum Húsatúns L189355 í Haukadal, Dýrafirði, dags. 24. júní 2024. Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur dags. 23. júní 2024 frá Teikna, teiknistofu arkitekta.

Um er að ræða stækkun og endurbætur á gömlu A sumarhúsi sem var byggt árið 1968 og stendur á leigulóð í landi Húsatúns í Haukadal rétt utan við Þingeyri. Leigusamningur lóðar var þinglýstur. Eftir stækkun verður sumarhúsið 33,4 m2.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki þurfi að grenndarkynna breytta notkun á mannvirki með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, þar sem hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Erindi vísað til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Oddavegur 11 - Flokkur 2, - 2024030091

Lagður fram tölvupóstur dags. 4. júlí 2024, frá Eyþóri Jóvinssyni f.h. Verslunarinnar Bræðurnir Eyjólfsson, með ósk um endurskoðun ákvörðunar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 24. apríl 2024 þar sem nefndin féllst ekki á samþykki fyrir starfsmannaíbúð að Oddavegi 11 á Flateyri þar sem húsnæðið er innan iðnaðar- og athafnasvæðis B30. Einnig er óskað eftir afstöðu nefndarinnar til veitingareksturs í húsinu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Mosvellir 1 141021 - Flokkur 1, - 2024070040

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi frá þinglýstum eigendum Mosvalla í Önundarfirði dags. 1. júlí 2024.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir dags. 1. júlí 2024, unnið af Stoð ehf. verkfræðistofu.
Fyrirhugað er að reisa fjárhús á Mosvöllum 1. Um er að ræða 240,3 m2 stálgrindarskemmu á steyptum sökkli.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki þurfi að grenndarkynna byggingaráformin, með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, þar sem hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Erindi vísað til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

7.Stefnisgata 8 og 10, Suðureyri. - 2024030094

Lagður fram tölvupóstur dags. 16. júní 2024 frá Þórði Bragasyni f.h. Útgerðarfélagsins Vonarinnar ehf.

Vegna breyttra aðstæðna er fallið frá byggingaráformum á Stefnisgötu 8 og 10, á Suðureyri. Jafnframt er óskað eftir leiðréttingu á misfærslu.
Með innsendum uppdrætti í tölvupósti dags. 11. janúar sl. var óskað eftir jákvæðum viðbrögðum vegna byggingaráforma sem ekki voru í anda hverfisverndar. Í skipulagi Suðureyrarmala eru skýr ákvæði um útlit, stærð og mænisstefnu húsa.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn, að lóðin Stefnisgata 8 á Suðureyri, verði auglýst að nýju.

8.Eyrargata 2, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamninga - 2024060069

Lögð fram umsókn frá Hallvarði Aspelund f.h. þinglýstra eigenda við Eyrargötu 2 á Ísafirði um endurnýjun á lóðarleigusamningi, dags. 20. júní 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að gera þurfi leiðréttingu á skráningum, um er að ræða eitt mannvirki sem eru tveir matshlutar í skráningum. Matshlutarnir eru með sameiginleg lóðarrétindi og standa á einni lóð skv. útrunnum samning frá 1977. Leiðréttingin snýr að því að fella út annað landsnúmerið sbr. þinglýst skjöl. Tæknideild falið að útbúa nýtt lóðarblað á grundvelli eldri samnings.

9.Eyrargata 4, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamninga - 2024060069

Lögð fram umsókn frá Hallvarði Aspelund f.h. þinglýstra eigenda við Eyrargötu 4 á Ísafirði um endurnýjun á lóðarleigusamningi, dags. 20. júní 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að gera þurfi leiðréttingu á skráningum, um er að ræða eitt mannvirki sem eru tveir matshlutar í skráningum. Matshlutarnir eru með sameiginleg lóðarrétindi og standa á einni lóð skv. útrunnum samning frá 1977. Leiðréttingin snýr að því að fella út annað landsnúmerið sbr. þinglýst skjöl. Tæknideild falið að útbúa nýtt lóðarblað á grundvelli eldri samnings.

10.Sólgata 11, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2024060068

Lögð fram umsókn frá Hallvarði Aspelund f.h. þinglýstra eigenda við Sólgötu 11 á Ísafirði um endurnýjun á lóðarleigusamningi, dags. 20. júní 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki gefið út lóðaleigusamning vegna Sólgötu 11 þar sem líklega er um að ræða eignarlóð og lóðin var hluti af áður Fjarðarstræti 47.

11.Samnýting vegslóða eftir gamla Seljalandsveginum - 2024070042

Lögð fram ósk frá eigendum Engjavegar ehf./ATV-Ísafjörður, dags. 7. júlí 2024, um samnýtingu vegslóða eftir gamla Seljalandsveginum að Brúarnesti.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindi, um er að ræða göngustíg skv. Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, umferð vélknúinna ökutækja er bönnuð skv. umferðarlögum.

12.Látrar, Aðalvík F2264555. Tilkynning um byggingu smáhýsis - 2024070043

Lögð fram tilkynning um byggingu smáhýsis í landi Látra í Aðalvík frá Guðmundi P. Jakobssyni og Maríönnu H. Helgadóttur f.h. eins eiganda, Bjargeyjar Guðmundsdóttur, dags. 9. júlí 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir umsækjanda á að allt rask í friðlandinu er óheimilt nema með samþykki Umhverfisstofnunar og allra landeigenda.

13.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 28. júní 2024, þar sem Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 130/2024, "áform um breytingu á lögum um svæðisbunda flutningsjöfnun".

Byggðastofnun fer með framkvæmd laganna og veitir styrki til framleiðenda á grundvelli úthlutunarreglna sem mælt er fyrir um í lögunum og reglugerð nr. 121/2019 um flutningsjöfnunarstyrki.

Umsagnarfrestur er til og með 15. ágúst 2024.
Lagt fram til kynningar.

14.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 28. júní 2024, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 126/2024, "reglugerð um umhverfisupplýsingar".

Tilgangurinn með breytingunni er að samræma upplýsingar og einfalda rekstraraðilum að standa skil á upplýsingum um losun efna og öðrum umhverfisupplýsingum til stjórnvalda.

Umsagnarfrestur er til og með 16. ágúst 2024.
Lagt fram til kynningar.

15.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 2. júlí 2024, þar sem Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 160/2024, "drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um merki fasteigna".

Þann 1. janúar sl. tók gildi nýr kafli laga um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001, sem fjallar um merki fasteigna. Þar er að finna ákvæði sem snúa að skyldu eigenda til þess að gera merkjalýsingu um fasteign sína, kröfur til merkjalýsenda og að lokum ákvæði um meðferð ágreinings um merki fasteigna.

Umsagnarfrestur er til og með 23. ágúst 2024
Lagt fram til kynningar.

16.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 4. júlí 2024, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 137/2024, "Áform um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar leyfisferla, samræming málsmeðferðar o.fl. í umhverfis- og orkumálum".

Markmiðið er að einfalda og stytta afgreiðslutíma og tryggja um leið gæði og gagnsæi þessara ferla.
Umsagnarfrestur er til og með 14. ágúst 2024.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

17.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 5. júlí 2024, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 139/2024, "Tillaga að flokkun fimm virkjunarkosta".

Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun eru skilgreind tvö umsagnarferli. Þetta er seinna umsagnarferlið um tillögu verkefnisstjórnar, sem gert er ráð fyrir að taki 12 vikur.

Umsagnarfrestur er til og með 27. september 2024.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 15:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?