Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Samningur um félagsþjónustu - leiðandi sveitarfélag - 2023030028
Lagður fram til samþykktar samningur um sérfræðiráðgjöf, vinnslu mála og stjórnun í almennri félagsþjónustu og móttöku flóttamanna milli Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, en samningurinn gildir frá staðfestingu ráðuneytisins, að fenginni staðfestingu sveitarstjórna Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, en samningurinn byggir á samstarfi síðustu ára en er hér formlega staðfestur, eftir gildistöku Velferðarþjónustusamnings Vestfjarða.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning um sérfræðiráðgjöf, vinnslu mála og stjórnun í almennri félagsþjónustu og móttöku flóttamanna milli Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.
Gestir
- Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:10
2.Álit um færslu tryggingafræðilegs endurmats Brúar lífeyrissjóðs - 2024030001
Lagt fram erindi Vals Rafns Halldórssonar, sviðsstjóra þjónustusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. febrúar 2024, vegna álits um færslu tryggingafræðilegs endurmats Brúar lífeyrissjóðs.
Auk þessa lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttir, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 1. mars 2024, vegna málsins.
Auk þessa lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttir, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 1. mars 2024, vegna málsins.
Lagt fram til kynningar.
3.Breyting á starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. Ísafjarðardjúpi - 2024020164
Lagður fram tölvupóstur Steinars Rafns Beck Baldurssonar f.h. Umhverfisstofnunar, dagsettur 29. febrúar 2024, þar sem kynnt er að Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á breytingu á starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. Ísafjarðardjúpi
Bæjarráð fagnar útgáfu starfsleyfisins og telur þetta mikilvægt skref í atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
4.80 ára afmæli lýðveldisins - 2024030003
Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. mars 2023, f.h afmælisnefndar Forsætisráðuneytisins, þar sem athygli sveitarstjórna er vakin á því að á árinu fagnar lýðveldið Ísland 80 ára afmæli.
Hátíðahöld í tilefni afmælisins munu ná hámarki 17. júní með hefðbundinni dagskrá í sveitarfélögum en að auki verður sérstök hátíðardagskrá á Þingvöllum þar sem landsmenn eru hvattir til að heimsækja þjóðgarðinn helgina 15.-16. júní, auk þess sem hátíðardagskrá verður á Hrafnseyri sömu helgi þar sem sjónum verður m.a. beint að landsnámsminjum þar.
Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög með miðlun og hvatningu til þátttöku eins og best hentar á hverjum stað.
Hátíðahöld í tilefni afmælisins munu ná hámarki 17. júní með hefðbundinni dagskrá í sveitarfélögum en að auki verður sérstök hátíðardagskrá á Þingvöllum þar sem landsmenn eru hvattir til að heimsækja þjóðgarðinn helgina 15.-16. júní, auk þess sem hátíðardagskrá verður á Hrafnseyri sömu helgi þar sem sjónum verður m.a. beint að landsnámsminjum þar.
Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög með miðlun og hvatningu til þátttöku eins og best hentar á hverjum stað.
Lagt fram til kynningar.
5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, birt 23. febrúar 2024, þar sem menningar- og viðskiptaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 559/2024, „breyting á lögum um opinber skjalasöfn.“ Umsagnarfrestur er til og með 7. mars 2024.
Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 1. mars 2024, vegna málsins.
Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 1. mars 2024, vegna málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila umsögn byggða á minnisblaði sviðsstjóra inn í Samráðsgátt stjórnvalda.
6.Lánasjóður sveitarfélaga - ýmis erindi 2024 - 2024010235
Lagt fram bréf Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs Sveitarfélaga, ódagsett en barst með tölvupósti 29. febrúar 2024, þar sem boðað er til aðalfundar Lánasjóðsins þann 14. mars 2024.
Lagt fram til kynningar.
7.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2024010120
Lögð fram til kynningar fundargerð 944. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundur var haldinn 23. febrúar 2024.
Lagt fram til kynningar.
8.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 626 - 2402007F
Lögð fram til kynningar fundargerð 626. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 29. febrúar 2024.
Fundargerðin er í 16 liðum.
Fundargerðin er í 16 liðum.
Lagt fram til kynningar.
- 8.7 2021060044 Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20, svæði Í9. Dagverðardalur, orlofshúsabyggðSkipulags- og mannvirkjanefnd - 626 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu tillögu á breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 undir orlofshúsabyggð f14, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem tillit hefur verið tekið til athugasemda sem bárust á kynningartíma þar sem það á við.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 626 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu tillögu á deiliskipulagi Selakirkjubóls 1, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 626 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á landamerkjum jarðanna Vífilsmýra og Hafradalsteigs, í Önundarfirði í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 626 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á landamerkjum jarðanna Vífilsmýra og Vífilsmýra 2, í Önundarfirði í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 626 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Guðmundur M Kristjánsson og Halldóra G Magnúsdóttir, fái lóðina við Hlíðarveg 50, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 626 Skipulags- og mannvirkjanefnd synjar erindinu þar sem áformað er að ljúka við vinnu við deiliskipulags svæðisins og umræddur reitur er hugsaður sem byggingarlóð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurupptöku á gerð deiliskipulags sumarhúsasvæðis í Tunguskógi, Skutulsfirði sbr. uppdrátt dags. maí 2011. -
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 626 Lagt fram til kynningar.
Með vísan í erindi frá
Vestfirskum verktökum ehf., er fallið frá grenndarkynningu þar sem lóðarhafi hefur uppfært hönnun á húsi þannig að hún rúmist innan skilmála gildandi deiliskipulags, á lóð við Sindragötu 4a.
9.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 1 - 2402028F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 29. febrúar 2024.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 1 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að setja reglurnar upp skv. stöðlum Ísafjarðarbæjar og leggja reglurnar fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
10.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 143 - 2402025F
Lögð fram til kynningar fundargerð 143. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 27. febrúar 2024.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?