Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Erindisbréf skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar - 2024020139
Lagt fram erindisbréf skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.
2.Starfshópur um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar 2024. - 2024010134
Lögð fram fundargerð 1. og 2.fundar starfshóps um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar, en fundirnir voru haldnir 25. janúar 2024 og 7. febrúar 2024.
Lagt fram til kynningar.
3.Uppbyggingarsamningar 2024 - 2023100122
Lagðar fram umsóknir um uppbyggingarsamninga fyrir árið 2024 frá aðildarfélögum HSV.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd frestar málinu og felur starfsmönnum nefndarinnar að útbúa matskvarða til að forgangsraða umsóknum um uppbyggingarsamninga.
4.Úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar - 2023110183
Lögð fram drög að reglum um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar ásamt minnisblaði Dagnýjar Finnbjörnsdóttur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 27 febrúar 2024 þar sem fram koma athugasemdir íþróttafélaga.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að setja reglurnar upp skv. stöðlum Ísafjarðarbæjar og leggja reglurnar fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
5.Samráðsfundur íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar - 2024020141
Lagðar fram fundargerðir samráðsfunda íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðararbæjar. Fundir haldnir 31. janúar 2024 og 21. febrúar 2024.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því að búið sé að koma á þessum samráðsfundunum með íþróttahreyfingunni.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?