Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Bygging verknámshúss við MÍ - aðkoma sveitarfélaga - 2024010066
Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Ó Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dagsettur 11. janúar 2024, vegna aðkomu sveitarfélaga á Vestfjörðum að byggingu verknámshúss við Menntaskólann á Ísafirði.
Bæjarráð fagnar því að umræða um nýtt verkmenntahús sé komin á skrið og felur bæjarstjóra að vera í sambandi við Vestfjarðastofu og Samband íslenskra sveitarfélaga vegna málsins.
2.Starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - 2024010064
Lagt fram bréf Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, dagsett 9. janúar 2024, vegna óvissu sem komin er upp um starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. desember 2023, þar sem sjóðnum var gert að greiða skaðabætur til Reykjavíkurborgar. Málinu verður áfrýjað, en standi niðurstaðan óbreytt mun sjóðurinn þurfa að lækka framlög til sveitarfélaga næstu árin, til að jafna stöðu sjóðsins.
Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með úrskurðinn. Ótækt er að sveitarfélög séu látin borga brúsann vegna málsins. Mikilvægt er að halda áfram vinnu við breytt fyrirkomulag Jöfnunarsjóðs þar sem markmiðin með þeirri vinnu eru að auka gegnsæi og fyrirsjáanleika í framlögum sjóðsins.
3.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2023 - 2023030067
Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dagsett 4. janúar 2024, vegna launakostnaðar fyrir janúar til desember 2023.
Lagt fram til kynningar.
4.39. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2024010063
Lagt fram bréf Vals Hrafns Halldórssonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 10. janúar 2024, þar sem boðað er til 39. landsþings sambandsins, sem haldið verður í Hörpu 14. mars 2024.
Lagt fram til kynningar.
5.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 623 - 2312017F
Lögð fram til kynningar fundargerð 623 fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. janúar 2024.
Fundargerðin er í 11 liðum.
Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 623 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar Vestfjarðavegar (60) um Dynjandisheiði frá Þverá við Rjúpnabeygju að Búðavík í Arnarfirði samkvæmt framlagðri umsókn og fylgigögnum, með því skilyrði að kjarr verði ekki endurheimt svo nálægt vegöxl, eins og kemur fram í umsókninni, þar sem það gæti haft áhrif á snjósöfnun á veginum.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 623 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skil á lóð við Mjósund í samræmi við tillögu Olíudreifingar.
6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 141 - 2401002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 141. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 12. janúar 2024.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:21.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?