Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Gjaldskrár 2024 - fráveita - 2023040034
Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 27. október 2023, þar sem lögð er til hækkun á gjaldskrá fráveitu 2024, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 5. október sl., en sökum rangra upplýsinga í álagningargögnum voru frávik rekstrarniðurstöðu fráveitu umtalsverð sem nauðsynlegt er að leiðrétta.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýja gjaldskrá fráveitu fyrir árið 2024, á grundvelli minnisblaðs fjármálastjóra, á þann hátt að breytilegt gjald fráveitu verði 265 kr./m2, en fastagjald óbreytt kr. 8000.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10
2.Álagningarhlutfall fasteignagjalda 2024 - 2023090090
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttar, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. október 2023, vegna álagningar fasteignagjalda ársins 2024.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lækkun á álögum fasteignaskatta A-húsnæðis ársins 2024, og verði 0,54% af hús- og lóðamati. Lagt er til við bæjarstjórn að álögur á B- og C- húsnæði verði áfram 1,65% af hús- og lóðamati, lóðarleiga verði 1,5% af lóðamati vegna íbúðarhúsnæðis, og 3% af lóðamati vegna annarra fasteigna.
3.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024 - 2023040037
Drög að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024 lögð fram.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024 til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.
4.Framkvæmdaáætlun 2024 til 2034 - 2023040035
Lögð fram uppfærð drög að framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2024-2034.
Bæjarráð vísar framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2024-2034 til fyrri umræðu bæjarstjórnar.
Edda María yfirgaf fund kl. 9.47.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:30
5.Hönnun Gamli Gæsló Ísafirði - 2022120021
Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 20. okt. 2023, vegna verksins „Gamli Gæsló“ þar sem lagt er til við bæjarráð að samið verði við Búaðstoð ehf. á grundvelli uppfærðs tilboðs, að fjárhæð 17.752.000 kr.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Búaðstoð ehf. vegna verksins „Gamli gæsló" á grundvelli tilboðs þess að fjárhæð kr. 17.752.000.
6.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260
Lögð fram til kynningar fundargerð 935. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 16. október 2023.
Lagt fram til kynningar.
7.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2023 - 2023020021
Á 1254. fundi bæjarráðs, 11. september 2023, var lögð fram fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2024. Bæjarráð óskaði eftir skýringum vegna ákveðinna liða í áætluninni, og er fjárhagsáætlunin nú lögð fram á nýjan leik, ásamt greinargerð frá Heilbrigðiseftirliti.
Lagt fram til kynningar.
8.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 618 - 2310014F
Lögð fram til kynningar fundargerð 618. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 26. október 2023.
Fundargerðin er í 17 liðum.
Fundargerðin er í 17 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 618 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaáætlun.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 618 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila kynningu á vinnslutillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Ísafjarðabæjar 2008-2020 vegna „Mjólká - Stækkun virkjunar, afhending grænnar orku og ný bryggja“ samanber 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila samhliða kynningu á vinnslutillögu vegna breytingar á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar samanber 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulaginu "„Dýrafjarðargöng - Rauðsstaðir.“ Deiliskipulagsbreytingin mun taka gildi um leið og nýtt deiliskipulag Mjólkárvirkjunar tekur gildi.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 618 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila kynningu á vinnslutillögu vegna nýs deiliskipulags í Dagverðardal samanber 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 618 Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar Vegagerðinni efnistöku í landi Ísafjarðarbæjar í Sandaá.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis. Framkvæmdaleyfið verður þó ekki gefið út fyrr en jákvæð umsögn Fiskistofu liggur fyrir.
Fundi slitið - kl. 10:06.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?