Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Framkvæmdaáætlun 2024 til 2034 - 2023040035
Lögð fram framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2024-2034 til seinni umræðu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaáætlun.
Hilmar K. Lyngmo yfirgaf fundinn klukkan 10:54.
Bryndís Ósk og Edda yfirgáfu fundinn klukkan 11:28.
Bryndís Ósk og Edda yfirgáfu fundinn klukkan 11:28.
Gestir
- Hilmar Kristjánsson Lyngmo, hafnarstjóri - mæting: 10:36
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 10:36
- Bryndís Ósk Jónsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs - mæting: 10:36
2.Ósk um leyfi til jarðhitaleitar í Tungudal - 2023020016
Lagður fram tölvupóstur, dags. 19. október 2023, frá Sölva Sólbergssyni f.h. Orkubús Vestfjarða ohf., þar sem óskað er leyfis fyrir borun á fjórðu rannsóknarholunni í Tungudal í Skutulsfirði.
Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 602, þann 9. febrúar 2023, voru heimilaðar framkvæmdir vegna borunar þriggja rannsóknarhola í Tungudal í Skutulsfirði.
Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 602, þann 9. febrúar 2023, voru heimilaðar framkvæmdir vegna borunar þriggja rannsóknarhola í Tungudal í Skutulsfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar Sölva fyrir greinargott erindi um fyrri tilraunaboranir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar framkvæmdir vegna borunar rannsóknaholu í Tungudal í Skutulsfirði. Haga þarf framkvæmdum þannig að umhverfisáhrif verði í lágmarki og frágangur á svæðunum við lok borunar verði með þeim hætti að framkvæmdasvæðið verði ekki í lakara ástandi en það er nú. Nefndin bendir á að ef niðurstöður reynast vera jákvæðar og fara þurfi í frekari uppbyggingu að þá þurfi að fara í frekari skipulagsbreytingar á svæðinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar framkvæmdir vegna borunar rannsóknaholu í Tungudal í Skutulsfirði. Haga þarf framkvæmdum þannig að umhverfisáhrif verði í lágmarki og frágangur á svæðunum við lok borunar verði með þeim hætti að framkvæmdasvæðið verði ekki í lakara ástandi en það er nú. Nefndin bendir á að ef niðurstöður reynast vera jákvæðar og fara þurfi í frekari uppbyggingu að þá þurfi að fara í frekari skipulagsbreytingar á svæðinu.
Sölvi Sólbergsson yfirgaf fund klukkan 12:00.
Gestir
- Sölvi Sólbergsson - mæting: 11:29
3.Ósk um skipulagsbreytingar við Mjólká - 2022110031
Lagður fram tölvupóstur, dags. 18. október 2023, frá Gunnari Páli Eydal hjá Verkís f.h. Orkubús Vestfjarða. Um er að ræða vinnslutillögu vegna breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðabæjar 2008-2020 vegna „Mjólká - stækkun virkjunar, afhending grænnar orku og ný bryggja,“ vinnslutillögu vegna breytingu á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar og óveruleg breyting á deiliskipulaginu „Dýrafjarðargöng - Rauðsstaðir.“
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila kynningu á vinnslutillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Ísafjarðabæjar 2008-2020 vegna „Mjólká - Stækkun virkjunar, afhending grænnar orku og ný bryggja“ samanber 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila samhliða kynningu á vinnslutillögu vegna breytingar á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar samanber 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulaginu "„Dýrafjarðargöng - Rauðsstaðir.“ Deiliskipulagsbreytingin mun taka gildi um leið og nýtt deiliskipulag Mjólkárvirkjunar tekur gildi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila samhliða kynningu á vinnslutillögu vegna breytingar á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar samanber 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulaginu "„Dýrafjarðargöng - Rauðsstaðir.“ Deiliskipulagsbreytingin mun taka gildi um leið og nýtt deiliskipulag Mjólkárvirkjunar tekur gildi.
4.Deiliskipulag við Hlíðargötu á Þingeyri - 2021100054
Lögð fram uppfærð gögn, dags. 13. október 2023, frá Verkís, vegna deiliskipulags við Hlíðargötu á Þingeyri. Var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 603 þann 23. febrúar 2023, þar var ákveðið að breyta deiliskipulaginu í samræmi við athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma.
Skipulags- og mannvirkjanefnd, telur breytinguna óverulega og komið til móts við innsendar athugasemdir, nefndin telur því ekki þörf á að auglýsa að nýju. Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýtt deiliskipulag vegna Hlíðargötu á Þingeyri.
5.Dagverðardalur, frístundahúsasvæði. Nýtt deiliskipulag - 2023100068
Lögð fram skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag í Dagverðardal, dags. 23. október 2023, unnin af M11 arkitektum.
Áður hafði bæjarráð samþykkt tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að heimila auglýsingu á vinnslutillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 á svæði Í9 í Dagverðardal, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðalskipulagsbreytingin er á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, https://skipulagsgatt.is/issues/631. Opið er fyrir athugasemdir til 20. nóvember 2023.
Áður hafði bæjarráð samþykkt tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að heimila auglýsingu á vinnslutillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 á svæði Í9 í Dagverðardal, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðalskipulagsbreytingin er á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, https://skipulagsgatt.is/issues/631. Opið er fyrir athugasemdir til 20. nóvember 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila kynningu á vinnslutillögu vegna nýs deiliskipulags í Dagverðardal samanber 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.Æðartangi 2, 400. Umsókn um stækkun lóðar vegna aðkomu - 2023100066
Lögð fram ósk dags. 11. október 2023, frá Bygma Íslandi ehf., eigendum að Æðartanga 2 á Ísafirði, vegna stækkunar lóðar og bættrar aðkomu að húsi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu á málinu þar sem unnið er við nýtt deiliskipulag á Suðurtanga.
7.Hafnarbakki 1 og Túngata 5, Flateyri. Ósk um sameiningu lóða - 2023100111
Lagður fram tölvupóstur dags, 23. október 2023, frá Guðfinnu Hinriksdóttur, lóðarhafa við Hafnarbakka 1 og Túngötu 5 á Flateyri með fyrirspurn varðandi sameiningu lóðanna ásamt tilfærslu á byggingarreit og aukið nýtingarhlutfall innan sameinaðrar lóðar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur sameiningu lóða vel geta átt sér stað en bendir á að breyta þarf deiliskipulagi bæði vegna þess að lóðirnar eru skilgreindar fyrir iðnaðarhúsnæði á einni hæð í núgildandi deiliskipulags og vegna færslu á byggingarreit.
Nefndin felur starfsmanni að boða lóðarhafa á fund nefndarinnar.
Nefndin felur starfsmanni að boða lóðarhafa á fund nefndarinnar.
8.Lög um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir - 2023100110
Innviðaráðuneytið kynnir til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum til eflingar á brunavörnum og öryggi fólks sem hefur fasta búsetu í atvinnuhúsnæði.
Vegna þess hversu verkefnið er brýnt er kynning í samráðsgátt 10 dagar og eru umsagnaraðilar því hvattir til að kynna sér frumvarpið sem fyrst eða til 29. október 2023.
Vegna þess hversu verkefnið er brýnt er kynning í samráðsgátt 10 dagar og eru umsagnaraðilar því hvattir til að kynna sér frumvarpið sem fyrst eða til 29. október 2023.
Lagt fram til kynningar.
9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001
Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 617 var lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 20. september 2023, þar sem innviðaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 167/2023, Drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrsla. Nefndin fól starfsmanni nefndar að skrifa tillögu að umsögn sem er nú lögð fram.
Umsagnarfrestur er til og með 31. október 2023.
Lagt fram minnisblað starfsmanns, dags. 24. október 2023.
Umsagnarfrestur er til og með 31. október 2023.
Lagt fram minnisblað starfsmanns, dags. 24. október 2023.
Lagt fram til kynningar.
10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefnda- og greiningasviðs Alþingis, dagsettur 18. október 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál.
Umsagnarfrestur er til 1. nóvember 2023.
Umsagnarfrestur er til 1. nóvember 2023.
Lagt fram til kynningar.
11.Sandaá í Dýrafirði, efnistaka. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2023100052
Lögð fram umsókn, dags. 12. október 2023, frá Dagnýju Ósk Halldórsdóttur hjá Vegagerðinni, vegna efnistöku úr Sandaá í Dýrafirði. Einnig lögð fram umsögn Hafrannsóknunarstofnunar, dags. 10. október 2023. Ekki liggur fyrir umsögn Fiskistofu.
Áform eru um að láta setja upp stoppistað rétt innan við ristarhliðið, innan við Þingeyri. Þörf er á efnistöku, um 750-1000 m3 efni er tekið úr Sandaánni, á eyrunum fyrir ofan brúna við flugvöllinn.
Ísafjarðarbær er landeigandi öðru megin ár og samþykki landeiganda hinum megin liggur fyrir.
Áform eru um að láta setja upp stoppistað rétt innan við ristarhliðið, innan við Þingeyri. Þörf er á efnistöku, um 750-1000 m3 efni er tekið úr Sandaánni, á eyrunum fyrir ofan brúna við flugvöllinn.
Ísafjarðarbær er landeigandi öðru megin ár og samþykki landeiganda hinum megin liggur fyrir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar Vegagerðinni efnistöku í landi Ísafjarðarbæjar í Sandaá.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis. Framkvæmdaleyfið verður þó ekki gefið út fyrr en jákvæð umsögn Fiskistofu liggur fyrir.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis. Framkvæmdaleyfið verður þó ekki gefið út fyrr en jákvæð umsögn Fiskistofu liggur fyrir.
12.Suðurtangi 18 og 20, Ísafirði. Umsókn um afnot svæðis - 2023100113
Lagður fram tölvupóstur, dags. 23. október 2023, frá Snorra Sigurhjartarsyni hjá Hampiðjunni, þar sem óskað er eftir afnotum af svæði við Suðurtanga 18 og 20 vegna bráðabirgða vinnuaðstöðu við hringi fyrir fiskeldi.
Unnið er að nýju deiliskipulagi fyrir þetta svæði.
Unnið er að nýju deiliskipulagi fyrir þetta svæði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir afstöðu hafnarstjórnar áður en nefndin afgreiðir erindið.
13.Suðurtangi, fjara í fóstur - 2023100112
Lagt fram minnisblað frá skipulagssviði Ísafjarðarbæjar, dags. 24. október 2023, vegna fjörunnar á Suðurtanga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd lýst vel á þessar hugmyndir og felur starfsmanni að vinna málið áfram.
14.Hönnun Gamli Gæsló Ísafirði - 2022120021
Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 617 , þann 12. október 2023, voru lagðir fram tölvupóstar, dags. 20. september og 9. október 2023, frá íbúum við Túngötu 12 á Ísafirði, varðandi framkvæmdir við leikvöll á Eyrartúni, Ísafirði, haustið 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd fól sviðsstjóra að gera drög að svari til bréfritara og leggja fyrir nefndina að nýju.
Nú lögð fram drög að svari.
Skipulags- og mannvirkjanefnd fól sviðsstjóra að gera drög að svari til bréfritara og leggja fyrir nefndina að nýju.
Nú lögð fram drög að svari.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur starfsmanni að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum með vísan í minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 24. október 2023. Nefndin telur framkvæmdina ekki vera háða framkvæmdaleyfi með vísan í 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
15.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011
Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - Umræður
Lagt fram til kynningar.
16.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 68 - 2308013F
Lögð fram fundargerð 68. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem var haldinn 31. ágúst 2023.
Lagt fram til kynningar.
17.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 69 - 2309020F
Lögð fram fundargerð 69. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem var haldinn 28. september 2023.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?