Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1258. fundur 09. október 2023 kl. 08:10 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir 2023 - 2023020013

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Málinu frestað til næsta fundar.

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:10

2.Útkomuspá 2023 - 2023100045

Lögð fram til kynningar útkomuspá Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023, ásamt minnisblaði Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 5. október 2023, vegna málsins.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - 2023010091

Lagður fram viðauki 14 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, vegna tilfærslu Leikskólans Tanga á sér deild, aðgreint frá Sólborg.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- og rekstrarafgangur því óbreyttur í kr. 79.200.000,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- og rekstrarafgangur því óbreyttur í kr. 233.500.000,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 14 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, vegna tilfærslu Leikskólans Tanga sem sérstök deild, aðgreint frá Sólborg. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0.
Edda María yfirgaf fund kl. 8.30.

4.Torfnes - Gervigras útboð 2023 - 2022120019

Lagt fram til kynningar minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 3. október 2023, vegna stöðu framkvæmda við gervigras og breytingar á verkinu vegna stöðu Vestra í keppni.
Lagt fram til kynningar.
Hafdís yfirgaf fund kl. 8:50.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:30
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:30

5.Seljaland 23, Ísafirði - umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2023100008

Lagt fram bréf Rakelar Sylvíu Björnsdóttur, dagsett 28. september 2023, þar sem hún óskar eftir niðurfellingu gatnagerðagjalda vegna nýbyggingar íbúðarhúss að Seljalandi 23, Ísafirði. Jafnframt lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 6. október 2023, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja beiðni Rakelar S. Björnsdóttur um niðurfellingu gatnagerðargjalda við Seljaland 23 á Ísafirði, með vísan til tímabundinnar niðurfellingarheimildar um niðurfellingu gjalda við þegar byggðar götur í sveitarfélaginu.

6.Lagfæring á akvegi í Tunguskógi - 2023090026

Lagt fram bréf Einars Ágústs Ingvasonar, Árna Heiðars Ívarssonar og Tryggva Sigtryggssonar f.h. Félags skógarbúa í Tunguskógi, dagsett 5. september 2023, þar sem óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ um lagfæringar á akvegi í Tunguskógi.

Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 18. september 2023, vegna málsins.
Bæjarráð vísar málinu áfram til fjárhagsáætlunargerðar til frekari ákvörðunar um tímasetningu og verðmat.

7.Styrkveiting vegna fráveitumála 2023 Suðureyri og Flateyri - 2023090050

Lögð fram bréf frá umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneyti dags. 5. sept. sl., vegna styrkja í fráveitumálum á Suðureyri og Flateyri, ásamt minnisblaði Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 6. október 2023, vegna málsins.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 9.00.

8.Líkamsræktaraðstaða á Ísafirði frá 2023 - 2023080046

Lagt fram tilboð Ísófit ehf. um rekstur líkamsræktar á Ísafirði og geymslu á líkamsræktartækjum í eigu Ísafjarðarbæjar, sem barst 2. október 2023 eftir að verðfyrirspurn var gerð af hálfu Ísafjarðarbæjar.

Einnig lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 4. október 2023, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tilboð Ísófit ehf. um rekstur líkamsræktar á Ísafirði og geymslu og umsjón tækja Ísafjarðarbæjar frá 1. nóvember 2023 til 31. október 2026.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:00

9.Stjórn Kaplaskjóls ehf. - 2023040006

Lagt fram erindi Kaplaskjóls ehf. um að skipa þurfi nýjan stjórnarmann í stað Sigurðar Hreinssonar, f.h. Ísafjarðarbæjar, sem hefur óskað lausnar úr stjórn.
Bæjarráð tilnefnir Gylfa Þór Gíslason sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í stjórn Kaplaskjóls ehf.
Hafdís yfirgaf fund kl. 9:10.

10.Þjónustustefna 2023-2026 - 2022110084

Lagður fram tölvupóstur Jóhönnu Sigurjónsdóttur f.h. innviðaráðuneytis, dagsettur 29. september 2023, vegna lögbundinnar skyldu sveitarfélaga til að móta þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga, fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það. Skal mótun stefnunnar unnin samhliða fjárhagsáætlunargerð, leitast skal við að hún verði unnin í samráði við íbúa, og skal sveitarstjórn fjalla um hana á tveimur fundum með minnst tveggja vikna millibili.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja vinnu við gerð þjónustustefnu fyrir Ísafjarðarbæ og leggja drög fram til samþykktar í bæjarráði.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 4. október 2023, þar sem matvælaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 182/2023, Uppbygging og umgjörð lagareldis - Stefna til ársins 2040. Umsagnarfrestur er til og með 4. nóvember 2023.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa umsögn vegna málsins.

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, þar sem innviðaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 181/2023, Breytingar á lögum um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88/2018. Umsagnarfrestur er til og með 14. október 2023.
Lagt fram til kynningar.

13.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2023 - 2023010259

Lagðar fram til kynningar þrjár fundargerðir frá stjórn Vestfjarðastofu og Fjórðungssambandi Vestfirðinga; 52. fundar, sem haldinn var 29. mars 2023, 53. fundar, sem haldinn var 17. maí 2023 og 54. fundar, sem haldinn var 28. júní 2023.
Jafnframt lögð fram til kynningar fundargerð ársfundar fulltrúaráðs Vestfjarðastofu, sem haldinn var 24. maí 2023.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260

Lögð fram til kynningar fundargerð 934. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 29. september 2023.
Lagt fram til kynningar.

15.Hafnarstjórn - 244 - 2309030F

Fundargerð 244. fundar hafnarstjórnar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 3. október 2023.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 15.1 2023040034 Gjaldskrár 2024
    Hafnarstjórn - 244 Lögð fram tillaga að gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2024.

    Gjaldskráin hækkar að jafnaði í samræmi við verðlagsþróun, eða um 6%, að undanskildum þeim liðum sem fylgja launaþróun, þar er hækkunin 8%.

    Nýtt í gjaldskrá er meðal annars afbókunargjald fyrir skemmtiferðaskip, rafmagnstenglagjald fyrir 250 A og gjöld fyrir uppsetningu og leigu á landgangi.

    Fellt er út gjald fyrir geymsluport á Suðurtanga sem lagt hefur verið niður og leigugjald fyrir kranalykil sem hefur verið ónotað um árabil.

    Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2024.
  • Hafnarstjórn - 244 Lagður fram viðauki 12 við fjárhagsáætlun vegna lífeyrisskuldbindinga hafnarsjóðs.

    Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

16.Íþrótta- og tómstundanefnd - 246 - 2310003F

Fundargerð 246. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 4. október 2023.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Lagt fram til kynningar.

17.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 138 - 2310002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 138. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 5. október 2023.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.
  • Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 138 Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar tillögum að framkvæmdaáætlun til skipulags- og mannvirkjanefndar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?