Íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Endurskoðun á umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðabæjar - 2023010106
Bæjarráð tók fyrir að beiðni fulltrúa í bæjarráði uppfærðar umgengnisreglur í íþróttahúsum Ísafjarðarbæjar, en íþrótta- og tómstundanefnd afgreiddi uppfærðar reglur til samþykktar í bæjarstjórn, á síðasta fundi sínum þann 6. september 2023.
Bæjarráð lagði til við íþrótta- og tómstundanefnd að yfirfara reglurnar með nánari hætti í samræmi við þær athugasemdir sem fram komu á fundinum, og vísa aftur til samþykktar í bæjarstjórn. Eru reglurnar því lagðar fram að nýju.
Bæjarráð lagði til við íþrótta- og tómstundanefnd að yfirfara reglurnar með nánari hætti í samræmi við þær athugasemdir sem fram komu á fundinum, og vísa aftur til samþykktar í bæjarstjórn. Eru reglurnar því lagðar fram að nýju.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar endurskoðuðum umgengisreglum íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar til bæjarstjórnar til samþykktar.
2.Endurskoðun á reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ - 2023010105
Mál varðandi endurskoðun á reglum fyrir val á íþróttamanni ársins. Málið var tekið fyrir að beiðni fulltrúa í bæjarráði, en íþrótta- og tómstundanefnd afgreiddi uppfærðar reglur um val á íþróttamanni ársins til samþykktar í bæjarstjórn, á fundi sínum þann 20. september 2023.
Bæjarráð lagði til við íþrótta- og tómstundanefnd að yfirfara reglurnar með nánari hætti í samræmi við þær athugasemdir sem fram komu á fundinum, og vísa aftur til samþykktar í bæjarstjórn. Eru reglurnar því lagðar fram að nýju.
Bæjarráð lagði til við íþrótta- og tómstundanefnd að yfirfara reglurnar með nánari hætti í samræmi við þær athugasemdir sem fram komu á fundinum, og vísa aftur til samþykktar í bæjarstjórn. Eru reglurnar því lagðar fram að nýju.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar endurskoðuðum reglum um val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ til bæjarstjórnar til samþykktar.
Fundi slitið - kl. 09:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?