Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1256. fundur 25. september 2023 kl. 08:10 - 10:18 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Lýðskólinn á Flateyri - 2016110085

Lagt fram bréf Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur, skólastjóra Lýðskólans á Flateyri, dagsett 19. september 2023, þar sem þess er óskað að skólinn fái tvo tíma á viku í sal íþróttahússins á Flateyri, endurgjaldslaust, skólaárið 2023-2024. Jafnframt er tilkynnt að skólinn hyggst ekki nýta samkomuhúsið á Flateyri til reglubundinnar kennslu, eins og verið hefur.

Jafnframt er lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 21. september 2023, vegna beiðninnar.
Bæjarráð samþykkir beiðni Lýðskólans á Flateyri um að nýta tvo tíma í íþróttahúsinu á Flateyri endurgjaldslaust sem bókast sem fjárstyrkur til skólans.

Í framhaldi af því að lýðskólinn telur sig ekki hafa þörf fyrir félagsheimilið, hvorki nú né í framtíðinni, telur bæjarráð rétt að skoða framtíð þess. Fyrsta skrefið er að ganga formlega frá skráningu eignarhalds, sem bæjarstjóra er falið að gera.
Hafdís yfirgaf fund kl. 8.25.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10

2.Samkeppni um áningarstað á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga - 2023070037

Á 1249. fundi bæjarráðs, þann 17. júlí 2023, var lagt fram minnisblað Gylfa Ólafssonar, formanns bæjarráðs, f.h. Í-lista, dags. 14. júlí 2023, þar sem lagt er til að haldin verði samkeppni um hugmyndir og hönnun að áningarstað á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga. Keppnin verði haldin öðru hvoru megin við áramótin og gert ráð fyrir keppninni og framkvæmdum í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2024 og 25. Óskað er umsagna menningarmálanefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar.

Bæjarráð tók vel í hugmynd um að haldin verði samkeppni um hugmyndir og hönnun að áningarstað á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga. Samkeppnin verði haldin öðru hvoru megin við áramótin og gert ráð fyrir keppninni og framkvæmdum í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2024 og 2025.

Bæjarráð vísaði tillögunni til umsagnar menningarmálanefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar. Í kjölfar þess myndi bæjarstjóri útfæra hugmyndasamkeppni og leggja fram áætlun um kostnað, forsendur, tímasetningar og önnur skipulagsatriði fyrir bæjarráð.

Nefndir hafa tekið málið fyrir, sbr. umsagnir í minnisblaði bæjarritara, dags. 22. september 2023, og eru lagðar nú fram til kynningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman kostnað við að gera göngustíg á nýjan fyrirstöðugarð við Norðurtanga, mögulega lýsingu og bekki.
Axel yfirgaf fund kl. 8:50.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:25

3.Framkvæmdaáætlun 2024 til 2034 - 2023040035

Lögð fram til samþykktar framkvæmdaáætlun 2023-2034 vegna framkvæmda á forræði bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillögur í framkvæmdaáætlun og vísar þeim til samþykktar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

4.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2023 - 2023010041

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 19. september 2023, vegna umsóknar Hollvinasamtaka Félagsheimilis Súgfirðinga, um tækifærisleyfi vegna fjáröflunarviðburðar 30. september 2023.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis.
Fylgiskjöl:

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 20. september 2023, þar sem innviðaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 167/2023, "Drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrsla". Umsagnarfrestur er til og með 31. október 2023.
Lagt fram til kynningar.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 21. september 2023, þar sem innviðaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 169/2023, "Breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun". Umsagnarfrestur er til og með 5. október 2023.
Lagt fram til kynningar.

7.Álagningarhlutfall útsvars 2024 - 2023090094

Lagt fram minnisblað Eddu María Hagalín, fjármálastjóra, dags. 21. September 2023, þar sem lagt er til að útvar 2024 verði óbreytt 14,74%.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvar 2024 verði óbreytt 14,74%.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:20

8.Álagningarhlutfall fasteignagjalda 2024 - 2023090090

Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 21. september 2023, varðandi samantekt um fasteignagjöld og fasteignamat ársins 2024 til samanburðar við fyrri ár.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins um ákvörðun fasteignagjalda ársins 2024.
Edda María yfirgaf fund kl. 9:45.

9.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260

Lögð fram til kynningar fundargerð 933. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 18. september 2023.
Lagt fram til kynningar.

10.Endurskoðun á reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ - 2023010105

Mál tekið fyrir að beiðni fulltrúa í bæjarráði, en íþrótta- og tómstundanefnd afgreiddi uppfærðar reglur um val á íþróttamanni ársins til samþykktar í bæjarstjórn, á síðasta fundi sínum þann 20. september 2023.
Bæjarráð leggur til við íþrótta- og tómstundanefnd að yfirfara reglurnar með nánari hætti í samræmi við þær athugasemdir sem fram komu á fundinum, og vísa aftur til samþykktar í bæjarstjórn.

11.Fræðslunefnd - 457 - 2309016F

Fundargerð 457. fundar fræðslunefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 21. september 2023.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

12.Íþrótta- og tómstundanefnd - 244 - 2309007F

Fundargerð 244. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 20. september 2023.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 244 Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurskoðaðar reglur fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 244 Íþrótta- og tómstundanefnd telur það forgangsmál að gert verði ráð fyrir útikörfuboltavelli á Torfnesi í framkvæmdaáætlun ársins 2024. Starfsmanni falið að taka saman lista yfir öll framkvæmdaverkefni og senda til skipulags- og mannvirkjanefndar.

13.Menningarmálanefnd - 169 - 2309018F

Fundargerð 169. fundar menningarmálanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 18. september 2023.

Fundargerðin er í átta liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Menningarmálanefnd - 169 Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samþykkja uppfærðar reglur um notkun byggðamerkis Ísafjarðarbæjar.
  • Menningarmálanefnd - 169 Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja aðgerðaáætlun menningarmála fyrir árið 2024, en leggur auk þess áherslu á að stetja þurfi á fót stöðugildi menningarfulltrúa eigi aðgerðaáætlun að ganga eftir.
  • 13.6 2023040034 Gjaldskrár 2024
    Menningarmálanefnd - 169 Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá safna fyrir árið 2024.
  • Menningarmálanefnd - 169 Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaáætlun vegna menningarverkefna árin 2024-2034.
  • 13.8 2023040036 Viðhaldsáætlun 2024
    Menningarmálanefnd - 169 Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðhaldsáætlun menningarmála fyrir árið 2024.

Fundi slitið - kl. 10:18.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?