Íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Endurskoðun á reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ - 2023010105
Lögð fram ný drög að reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurskoðaðar reglur fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ.
2.Gjaldskrár 2024 - 2023040034
Gjaldskrár fyrir íþrótta- og tómstundamál Ísafjarðarbæjar lagðar fram til annarrar umræðu.
Máli frestað til næsta fundar sem haldinn verður þann 4. október 2023.
3.Framkvæmdaáætlun 2024 til 2034 - 2023040035
Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 17. september 2023, vegna framkvæmdaáætlunar 2024-2034.
Íþrótta- og tómstundanefnd telur það forgangsmál að gert verði ráð fyrir útikörfuboltavelli á Torfnesi í framkvæmdaáætlun ársins 2024. Starfsmanni falið að taka saman lista yfir öll framkvæmdaverkefni og senda til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Fundi slitið - kl. 09:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.