Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1249. fundur 17. júlí 2023 kl. 08:10 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Elísabet Samúelsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fyrirstöðugarður - Suðurtangi og Norðurtangi - 2023040012

Á 612. fundi skipulags og mannvirkjanefndar þann 11. júlí 2023 var lögð fram umsókn Hilmars Lyngmo, f.h. hafna Ísafjarðarbæjar, dags. 19. júní 2023, um framkvæmdaleyfi vegna fyrirstöðugarðs við Norðurtanga á Ísafirði. Jafnframt lagðir fram uppdrættir frá EFLU dags. 26. apríl 2023, grunnmynd og snið. Framkvæmdin snýr að flutningi grjóts úr námu að garði og röðun í garð. Einnig skal taka upp og endurnýta grjót úr núverandi grjótvörn.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi, á grundvelli breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 "Íbúðarbyggð á landfyllingu norðan Skutulsfjarðareyrar", vegna fyrirstöðugarðs við Norðurtanga samkvæmt framlagðri umsókn og fylgigögnum.

Nefndin bendir á að framkvæmdasvæðið er í þéttri byggð sem og allar aðkomuleiðir. Því þarf sérstaklega að gæta að loftgæðum og mögulegri rykmyndun á framkvæmdatíma. Eins er lögð áhersla á takmörkun umferðarhraða og frágangs farms.
Bæjarráð heimilar útgáfu framkvæmdaleyfis vegna fyrirstöðugarðs við Norðurtanga á Ísafirði í samræmi við innsend gögn og skipulagsforsendur.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Samkeppni um áningarstað á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga - 2023070037

Lagt fram minnisblað Gylfa Ólafssonar, formanns bæjarráðs, f.h. Í-lista, dags. 14. júlí 2023, þar sem lagt er til að haldin verði samkeppni um hugmyndir og hönnun að áningarstað á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga. Keppnin verði haldin öðru hvoru megin við áramótin og gert ráð fyrir keppninni og framkvæmdum í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2024 og 25. Óskað er umsagna menningarmálanefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar.
Bæjarráð tekur vel í hugmynd um að haldin verði samkeppni um hugmyndir og hönnun að áningarstað á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga. Samkeppnin verði haldin öðru hvoru megin við áramótin og gert ráð fyrir keppninni og framkvæmdum í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2024 og 2025.

Bæjarráð vísar tillögunni til umsagnar menningarmálanefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar. Í kjölfar þess myndi bæjarstjóri útfæra hugmyndasamkeppni og leggja fram áætlun um kostnað, forsendur, tímasetningar og önnur skipulagsatriði fyrir bæjarráð.

3.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 - 2022090041

Tillaga frá 612. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 11. júlí 2023 um að bæjarstjórn samþykki breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna Mjólkárlínu 2.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna Mjólkárlínu 2.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

4.Hafnarbakki 1 Flateyri. Umsókn um lóð - 2023070017

Á 612. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 11. júlí 2023, var lögð fram umsókn Guðfinnu Hinriksdóttur, dags. 3. júlí 2023, um lóðina við Hafnarbakka 1 á Flateyri.

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn að Guðfinna Hinriksdóttir fái lóðina við Hafnarbakka 1, Flateyri, samkvæmt umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Er nú málið lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir að Guðfinna Hinriksdóttir fái lóðina við Hafnarbakka 1 á Flateyri, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

5.Aðalgata 18 á Suðureyri. Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2023070006

Lögð fram umsókn Helgu Konráðsdóttur, dags. 3. júlí 2023, um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna gerð íbúðar í kjallara hússins við Aðalgötu 18 á Suðureyri.

Einnig lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dags. 12. júlí 2023, vegna umsóknarinnar.
Bæjarráð samþykkir niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna Aðalgötu 18 á Suðureyri, með vísan til þess að um þegar tilbúna götu er að ræða sem ekki þarf að leggja í frekari kostnað við vegna stækkunar kjallara skv. umsókn, auk þess að gæta skal jafnræðis en gatnagerðargjöld hafa verið felld niður við Aðalgötu 17 og 19 á Suðureyri, skv. undanþáguheimilum og lóðalista bæjarstjórnar. Þá bendir bæjarráð á að undanþáguheimildir skv. ákvörðun bæjarstjórnar frá 6. október 2022, fellur úr gildi 31. desember 2023, og brýnt er að endurskoða reglur við undanþáguheimildir gatnagerðargjalda, þar sem gjöldin eiga bæði að renna til byggingar nýrra gatna og viðhalds eldri gatna.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

6.Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði - ýmiss mál - 2023050163

Lögð fram fundargerð hússtjórnar Stjórnsýsluhússins á Ísafirði, sem haldinn var 4. júlí 2023.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 9.15.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagt fram erindi innviðaráðuneytisins, dags. 13. júlí 2023, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 132/2023, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða (skipan svæðisráða o.fl.)". Sjá https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3504

Umsagnarfrestur er til og með 7. ágúst 2023.
Lagt fram til kynningar.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagt fram erindi innviðaráðuneytisins, dags. 13. júlí 2023, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 130/2023, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús (samþykki annarra eigenda fyrir skammtímaleigu/gististarfsemi)". Sjá https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3502

Umsagnarfrestur er til og með 7. ágúst 2023.
Lagt fram til kynningar.

9.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 612 - 2306018F

Lögð fram til kynningar fundargerð 612. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. júlí 2023.

Fundargerðin er í níu liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 612 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi, á grundvelli breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 „Íbúðarbyggð á landfyllingu norðan Skutulsfjarðareyrar“, vegna fyrirstöðugarðs við Norðurtanga samkvæmt framlagðri umsókn og fylgigögnum.

    Nefndin bendir á að framkvæmdasvæðið er í þéttri byggð sem og allar aðkomuleiðir. Því þarf sérstaklega að gæta að loftgæðum og mögulegri rykmyndun á framkvæmdatíma. Eins er lögð áhersla á takmörkun umferðarhraða og frágangs farms.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 612 Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur tekið athugasemdir og umsagnir, sem bárust á fyrri stigum, til efnislegrar meðferðar á fundum nr. 599 og 601. Athugasemdir nú, eftir auglýsingu, gefa ekki tilefni til að gerðar verði efnislegar breytingar á uppdrætti og greinargerð. Skipulagsfulltrúa er falið að svara umsögnum og athugasemdum með vísan í skjalið „MJ2 Umsagnir - auglýst tillaga“ dags. 23. júní 2023.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt með vísan í 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 612 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta Guðfinnu Hinriksdóttur lóðina við Hafnarbakka 1 á Flateyri, samkvæmt umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
    Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?