Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1234. fundur 13. mars 2023 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Númerslausir bílar í Ísafjarðarbæ - Málsmeðferð - 2021050028

Bæjarráð óskaði eftir fundi með starfsmönnum Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna verklags við númerslausar bifreiðar í Ísafjarðarbæ.

Anton Helgason, framkvæmdastjóri, og Hlynur Reynisson, heilbrigðisfulltrúi, mæta til fundarins.
Umræður um geymslusvæði, stjórnsýslulega meðferð og kostnað við að fjarlægja og geyma númerslausar bifreiðar í sveitarfélaginu.

Bæjarstjóra falið að hefja undirbúning að því að setja upp geymslusvæði og eiga frekari samskipti við Heilbrigðiseftirlitið vegna málsins.

Anton og Hlynur yfirgáfu fund kl. 8.45.

Gestir

  • Anton Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða - mæting: 08:10
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
  • Hlynur Reynisson, heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða - mæting: 08:10
  • Smári Karlsson, verkefnastjóri - mæting: 08:10

2.Torfnes - Gervigras útboð 2023 - 2022120019

Á 1228. fundi bæjarráðs, þann 30. janúar 2023, var lögð fram frumathugun sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Axel Rodriguez Överby, vegna undirbúnings útboðs á nýju gervigrasi á Torfnesvöll, ásamt kostnaðaráætlun. Þá var lögð fram til kynningar fundargerð sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs með stjórn knattspyrnufélagsins Vestra, dags. 18. janúar 2023, við upphaf máls. Framkvæmdastjóri HSV mætti til fundar við bæjarráð, en formaður stjórnar knattspyrnudeildar Vestra boðaði forföll.

Á 1230. fundi bæjarráðs, þann 13. febrúar 2023, var lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 30. janúar 2023, vegna frumathugunar og kostnaðarmat við útboð á nýju gervigrasi við Torfnes, jafnframt eru lögð fram tvö minnisblöð Bjarna Þórs Hannessonar, dags. 5. feb. og 6. feb. 2023, um tegundir gervigrass og innfyllingarefni. Til fundarins mættu Tinna Hrund Hlynsdóttir, Svavar Þór Guðmundsson, Samúel Samúelsson og Dagný Finnbjörnsdóttir.

Fóru fram umræður um óskir og tillögur knattspyrnudeildar Vestra um uppbyggingu gervigrasvallar á Torfnesi, s.s. möguleika á undirhita, vökvunarkerfi, tegund gervigrass og fleira. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Á 1232. fundi bæjarráð er lagt fram til kynningar minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 20. febrúar 2023, um rekstrarkostnað hitakerfis Torfnesvallar. Bæjarstjóra var falið að afla frekari upplýsinga um einstök atriði og leggja aftur fyrir bæjarráð.

Er nú lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis og eignasviðs, dags. 10. mars 2023, um vökvun og vetrarþjónustu gervigrasvalla. Auk þessa er lagt fram minnisblað Guðmundar Rafns Kristjánssonar, skipulagsfulltrúa, dags. 10. feb. 2023, um vetrarþjónustu valla í Noregi.
Umræður fór fram um vökvunarkerfi, snjómokstur og tegund grass.

Fundarmenn sammála um að fast vökvunarkerfi verði á hliðarlínum vallarins.

Bæjarstjóra falið að útbúa uppfærða kostnaðaráætlun fyrir mismunandi sviðsmyndir við lagningu nýs vallar, s.s. varðandi hækkun vallarins, drenlagnir, ljós, hitalagnir, vökvunarkerfi, mokstur, gras o.fl., bæði vegna aðalvallar og æfingavallar og leggja fyrir bæjarráð.


Svavar yfirgaf fund kl. 9:07.

Gestir

  • Svavar Þór Guðmundsson, f.h. Vestra - mæting: 08:45
Jóhann Birkir yfirgaf fund kl. 9.25 þar sem hann þurfti að mæta á annan fund.

3.Erindi frá HSV 2023 - 2023010221

Lagt fram erindi Svavars Guðmundssonar, formanns knattspyrnudeildar Vestra, varðandi samning við Ísafjarðarbæ um umsjón með knattspyrnusvæðinu og Vallarhúsinu á Torfnesi sumarið 2023. Jafnframt lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, ásamt samningnum sem gerður var við knattspyrnudeild Vestra árið 2022.
Bæjarráð bendir á að gert sé ráð fyrir samningi við Vestra í fjárhagsáætlun 2023, með ákveðnum forsendum, og ekki sé gert ráð fyrir frekari kostnaði vegna hækkunar launa. Bæjarráð hafnar því beiðninni.

Jafnframt er því beint til Vestra að þörf er á formlegri endurnýjun samnings, sem rann út í október 2022.
Hafdís yfirgaf fund kl. 9.40.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:20

4.Sorpförgun og hirðing - Útboð 2023 - 2022120020

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 10. mars 2023, þar sem farið er yfir magntölubreytingar á verksamningi Ísafjarðarbæjar og Kubbs ehf. um sorphirðu og förgun í sveitarfélaginu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2023 á grundvelli minnisblaðs Smára Karlssonar og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.
Smári yfirgaf fund kl. 9:45.
Jóhann Birkir kom aftur til fundar kl. 10.00.

5.Mygla á vinnusvæði, Grunnskóli Suðureyrar - 2018080037

Lagt fram minnisblað Eflu ehf., dags. 2. mars 2023, vegna sýnatöku í Grunnskólanum á Suðureyri, ásamt grunnmyndum.
Bæjarráð telur mikilvægt að brugðist sé við á sama hátt við myglu í skólahúsnæði í öllum byggðakjörnum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa minnisblað um fyrirkomulag við breytingar á skólahaldi svo minnst röskun verði á skólahaldii, svo hægt sé að taka ákvörðun um framhald málsins.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:45

6.Björgunarfélag Ísafjarðar - samstarfssamningur - 2017120003

Lagt fram bréf Teits Magnússonar f.h. Björgunarfélags Ísafjarðar, ódagsett, en barst með tölvupósti 7. mars 2023, þar sem óskað er eftir viðauka við þjónustusamning Ísafjarðarbæjar og Björgunarfélagsins, þ.e. að afsláttur af fasteignagjöldum gildi einnig fyrir nýlegt geymsluhúsnæði björgunarfélagsins að Sindragötu 9. Núverandi samningur kveður á um afslátt af fasteign björgunarfélagsins að Sindragötu 6.

Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. mars 2023, vegna málsins.
Frestað til næsta fundar.

7.Jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar - 2020050013

Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla Jóns Karlssonar f.h. iCert, vegna jafnlaunakerfis, dagsett 6. mars 2023.
Niðurstaða úttektarstjóra er að jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar uppfyllir áfram kröfur staðalsins ÍST 85:2012. Úttektarstjóri mælir, að lokinni viðhaldsúttekt, með óbreyttri stöðu vottunar á jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar innan hins tilgreinda gildissviðs, „allir starfsmenn Ísafjarðarbæjar.“
Frestað til næsta fundar.

Gestir

  • Baldur I. Jónasson, mannauðsstjóri

8.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2023 - 2023030067

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dagsett 3. mars 2023, vegna launakostnaðar fyrir janúar - febrúar 2023.
Frestað til næsta fundar.

9.Strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2018070017

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur, dags. 3. mars 2023, um að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hafi staðfest fimmtudaginn 2. mars 2023, tillögur svæðisráðs að Strandsvæðisskipulagi Vestfjarða. Skipulagið öðlast gildi þegar það hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/03/02/Radherra-stadfestir-fyrsta-skipulag-sem-tekur-til-fjarda-og-floa-vid-strendur-landsins/
Frestað til næsta fundar.

10.68. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2023 - 2023030065

Lagt fram bréf Aðalsteins Óskarssonar f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsett 10. mars 2023, þar sem boðað er til 68. Fjórðungsþings Vestfirðinga að vori, 12. apríl nk., sem haldið verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Frestað til næsta fundar.

11.Fræðslunefnd - 450 - 2303003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 450. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 9. mars 2023.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Frestað til næsta fundar.

12.Hafnarstjórn - 239 - 2303005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 239. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 10. mars 2023.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Frestað til næsta fundar.

13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 604 - 2302014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 604. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 9. mars 2023.

Fundargerðin er í tólf liðum.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?