Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
450. fundur 09. mars 2023 kl. 08:15 - 08:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Finney Rakel Árnadóttir formaður
  • Þórarinn B. B. Gunnarsson varaformaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2022 - 2020090032

Verkefnalisti lagður fram og yfirfarinn af fræðslunefnd.
Verkefnalisti lagður fram til kynningar.

2.Verktakasamningur um sálfræðiþjónustu 2023-2025 - 2023030033

Lagður fram samningur um sálfræðiþjónustu við starfandi skólasálfræðinga Ísafjarðarbæjar þær Björg Norðfjörð og Sólveigu Norðfjörð sem gildir 2023-2025. Núgildandi samningur rennur út í lok skólaársins 2022-2023.
Fræðslunefnd vísar samningi um skólasálfræðiþjónustu til bæjarstjórnar til samþykktar.

3.Verktakasamningur um samþætta þjónustu og kennsluráðgjöf - 2023030034

Lagður fram samningur um samþætta þjónustu við Sólveigu Norðfjörð, sem nú sinnir verkefnastjórn við innleiðingu farsældarlaganna í Ísafjarðarbæ. Ásamt verkefnastjórn mun hún jafnframt sinna kennsluráðgjöf í Ísafjarðarbæ.
Fræðslunefnd vísar samningi um samþætta þjónustu til bæjarstjórnar til samþykktar. Nefndin fagnar því að Ísafjarðarbær geti nú aukið þjónustu sína með kennsluráðgjöf til skólanna.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 24. febrúar 2023, um að mennta- og barnamálaráðuneytið kynni til samráðs mál nr. 38/2023 „Frumvarp til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála.“ Umsagnarfrestur er til og með 10. mars 2023.
Fræðslunefnd telur nýja þjónustu- og þekkingarmiðstöð á sviði fræðslu- og menntamála vera framfararskref í menntamálum á Íslandi.

Fundi slitið - kl. 08:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?