Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1224. fundur 19. desember 2022 kl. 08:10 - 08:58 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Elísabet Samúelsdóttir varamaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, sat fundinn í gegn um fjarfundabúnað.

1.Álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2023 - 2022090089

Lagt fram erindi Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. desember 2022, þar sem kynnt er nýtt samkomulag ríkisins og Sambandsins um breytingar á 1. mgr. 23. gr. laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, um hámarksútsvar sveitarfélaga. Nú er það 14,52%, en heimilt er að hækka um 0,22% samhliða lækkun tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í báðum skattþrepum.

Hækkun hámarksútsvars skv. 2. mgr. mun renna í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Hlutfall útsvarstekna vegna málefna fatlaðs fólk sem fer í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga skv. 2. tölul. c-lið 8. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga er nú 0,99% og skal hlutfallið því hækkað um 0,22% stig samhliða hækkun hámarksútsvars í 1,21%.

Ef sveitarstjórn kýs að hækka ekki útsvarsálagninguna um þetta hlutfall mun það engu að síður verða tekið af heildarútsvarsálagningu sveitarfélagsins og fært til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og þar með lækka þær útsvarstekjur sem renna beint til sveitarfélagsins.

Þar sem að ríkið mun lækka tekjuskattsálagningu sína um samsvarandi hlutfall munu skattgreiðendur ekki verða fyrir skattahækkun eða lækkun vegna þessa, að því gefnu að sveitarfélög hækki útsvarsálagninguna.

Nauðsynlegt er að sveitarstjórn taki ákvörðun fyrir 30. desember 2022, og tilkynni það sama dag til fjármálaráðuneytisins.

Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 16. desember 2022, þar sem fram kemur bráðabirgðaútreikningur vegna aukinna tekna í málaflokkinn.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að útsvar Ísafjarðarbæjar árið 2023 verði hækkað um 0,22% stig og verði þannig 14,74%, með hliðsjón af nýju samkomulagi Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins, enda lækkar tekjuskattur einstaklinga um sama hlutfall í báðum skattþrepum. Breytingin hefur því ekki áhrif á heildarstaðgreiðslu íbúa.

2.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni - 2022090010

Lagður fram til samþykktar uppfærður samningur um umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni, auk verklagsreglna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærðan samning um umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni, auk verklagsreglna, en um er að ræða breytingar sem gerðar voru af umdæmissveitarfélaginu Akureyrarbæ, í kjölfar fyrri samþykktar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í september 2022.

Gestir

  • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:18

3.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni - 2022090010

Lagt fram til kynningar bréf Aðalsteins Þorsteinssonar f.h. innviðaráðuneytis og Önnu Tryggvadóttur f.h. mennta- og barnamálaráðuneytis, dagsett 13. desember 2022, varðandi barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar m.t.t. breytinga á barnaverndarlögum nr. 80/2002, sem koma til framkvæmda um áramót.
Lagt fram til kynningar.
Margrét yfirgaf fund kl. 08:24.

4.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2022 - 2022030116

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dagsett 9. desember 2022, vegna launakostnaðar fyrir janúar - nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar.
Ásgerður yfirgaf fund kl. 08:33.

Gestir

  • Ásgerður Þorleifsdóttir, deildarstjóri launadeildar. - mæting: 08:25
Jóhann Birkir Helgason víkur af fundi undir næsta lið, kl. 08:34.

5.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2022 - 2022030160

Lagt fram bréf Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. sýslumanns, dagsett 21. nóvember 2022, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna meðfylgjandi umsóknar Viðars Arnar Sveinbjörnssonar um leyfi til að reka gististað í flokki II að Urðarvegi 78 og Hjallavegi 1 á Ísafirði.

Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 12. desember 2022, vegna málsins.
Bæjarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar, þar sem fram kemur að samkvæmt Aðalskipulagi er óheimilt að gefa út ný leyfi fyrir starfsemi í flokki II, gististaður án veitinga, innan íbúasvæðis, þ.e. á Urðarvegi og Hjallavegi, skv. umsókn umsækjanda.
Jóhann Birkir Helgason mætir aftur til fundar kl. 08:36.

6.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2022-2023 - 2022120086

Lagt fram til kynningar bréf Áslaugar Eirar Hólmgeirsdóttur og Jóns Þrándar Stefánssonar f.h. matvælaráðherra, dagsett 12. desember 2022, þar sem kynnt er úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022-2023. Jafnframt lagðar fram leiðbeiningar um sérreglur byggðakvóta.

Frestur til að skila tillögum um sérreglur er til 13. janúar 2023.

Fyrri reglur má finna hér:
https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/sjavarutvegur-og-fiskeldi/sjavarutvegur/byggdakvoti/reglur-byggdakvota-2021-2022/
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og hagsmunaðila og leggja fram tillögur um sérreglur á fundi bæjarráðs í janúar 2023.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Margrétar Mjallar Benjamínsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 16. desember 2022, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (orkuskipti), 537. mál. Umsagnarfrestur er til 10. janúar.
Bæjarráð fagnar þessari breytingu á lögunum, en bendir á að hún mun ekki ein og sér duga til að stuðla að orkuskiptum í sjávarútvegi í sveitarfélaginu. Þar þurfa ýmsir innviðir að koma til, bæði í flutningskerfi, framleiðslu á rafmagni og afhendingu á höfnum. Hér þarf áfram að efla fjölbreytt samstarf ríkis, sveitarfélaga, orkufyrirtækja og útgerðarinnar.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Margrétar Mjallar Benjamínsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 16. desember 2022, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til um breytingu á lögum um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997 (aflvísir), 538. mál. Umsagnarfrestur er til 10. janúar.
Lagt fram til kynningar.

9.Velferðarnefnd - 467 - 2212012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 467. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 12. desember 2022.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Velferðarnefnd - 467 Velferðarnefnd fagnar nýjum reglum um útleigu félagslegra íbúða og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að þær verði samþykktar. Þó vill velferðarnefnd taka skýrt fram að hún er því ekki samþykk að fólk sem leigir húsnæði á félagslegum forsendum þurfi að greiða tryggingu. Því hvetur velferðarnefnd bæjarstjórn eindregið til að ákvæðið verði fjarlægt úr reglunum.
  • 9.3 2022050015 Gjaldskrár 2023
    Velferðarnefnd - 467 Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrárnar verði samþykktar í ljósi samræmingar á leiguverði með tilliti til fermetrafjölda. Jafnframt leggur nefndin til að þar sem mest er hækkunin verði hún framkvæmd í viðráðanlegum áföngum.
  • 9.5 2022050015 Gjaldskrár 2023
    Velferðarnefnd - 467 Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að reglurnar verði samþykktar.

Fundi slitið - kl. 08:58.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?