Velferðarnefnd
Dagskrá
1.Stígamót - styrkbeiðni - 2016090015
Lagt fram bréf frá Stígamótum dags. 31. október 2022 þar sem samtökin óska eftir framlagi til starfsemi Stígamóta árið 2023.
Velferðarnefnd þakkar erindið og samþykkir að veita stuðning á grundvelli samþykktrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
2.Reglur Ísafjarðarbæjar um félagslegt leiguhúsnæði - 2022120052
Lagðar fram reglur Ísafjarðarbæjar um félagslegt leiguhúsnæði.
Velferðarnefnd fagnar nýjum reglum um útleigu félagslegra íbúða og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að þær verði samþykktar. Þó vill velferðarnefnd taka skýrt fram að hún er því ekki samþykk að fólk sem leigir húsnæði á félagslegum forsendum þurfi að greiða tryggingu. Því hvetur velferðarnefnd bæjarstjórn eindregið til að ákvæðið verði fjarlægt úr reglunum.
3.Gjaldskrár 2023 - 2022050015
Lögð fram gjaldskrá um félagslegt húsnæði fyrir árið 2023.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrárnar verði samþykktar í ljósi samræmingar á leiguverði með tilliti til fermetrafjölda. Jafnframt leggur nefndin til að þar sem mest er hækkunin verði hún framkvæmd í viðráðanlegum áföngum.
4.Breytt skipulag barnaverndar - innleiðing farsældarfrumvarps - 2021100099
Lagt fram til kynningar bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 5. desember 2022, þar sem sveitarfélög eru hvött til að kynna sér þær breytingar sem taka gildi um áramót á fyrirkomulagi barnaverndarþjónustu og taka jafnframt ákvörðun um fyrirkomulag samstarfs um barnaverndarþjónustu ef við á.
Jafnframt lagt fram minnisblað frá sambandinu, dagsett 18. nóvember 2022 með stöðu á undirbúningi breytinganna.
Jafnframt lagt fram minnisblað frá sambandinu, dagsett 18. nóvember 2022 með stöðu á undirbúningi breytinganna.
Lagt fram til kynningar.
5.Gjaldskrár 2023 - 2022050015
Lagðar fram uppfærðar reglur um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að reglurnar verði samþykktar.
Fundi slitið - kl. 15:32.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?