Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1223. fundur 12. desember 2022 kl. 08:10 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Lögð fram til samþykktar gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs fyrir árið 2023, en umhverfis- og framkvæmdanefnd yfirfór og samþykkti gjaldskrána á fundi sínum þann 9. desember 2022. Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 28. nóvember 2022, vegna málsins.

Þá er lögð fram til samþykktar gjaldskrá um félagslegt húsnæði fyrir árið 2023, en velferðarnefnd mun jafnframt taka málið fyrir á fundi 13. desember 2023. Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 19. október 2022, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja báðar gjaldskrár, með þeim fyrirvara að velferðarnefnd á eftir að taka gjaldskrá um félagslegar íbúðir fyrir, og verður það gert á morgun, 13. desember 2022.
Margrét yfirgaf fund kl. 8:45.

Gestir

  • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:10
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Strætókerfið í Ísafjarðarbæ - könnun nemenda MÍ - 2022120017

Nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði mæta fyrir bæjarráð til kynningar á könnun um strætisvagnakerfið í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð þakkar kynninguna og óskar eftir gögnum til frekari vinnslu við endurskoðun almenningssamgangna á norðanverðum Vestfjörðum.
Lilja Borg yfirgaf fund kl. 9:05.

Gestir

  • Lilja Borg Jóhannsdóttir - mæting: 08:45

3.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs 2022 - 2022110123

Lögð fram til kynningar ný samþykkt Ísafjarðarbæjar um meðhöndlun úrgangs, sem taka mun gildi 1. janúar 2023. Umhverfis- og framkvæmdanefnd fjallaði um og samþykkti samþykktina á fundi sínum 9. desember 2022.
Lagt fram til kynningar.

4.Verkefni um innleiðingu hringrásarhagkerfis - 2021020031

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Eygerðar Margrétardóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 8. desember 2022, ásamt greinargerð í tengslum við átakið „Samtaka um hringrásarhagkerfi“ sem sambandið hefur staðið fyrir frá því í mars með aðstoð umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagt fram erindi úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 8. desember 2022, varðandi drög að reglugerð um meðhöndlun úrgangs, en umsagnarfrestur er til 23. desember 2022.
Lagt fram til kynningar.

6.Vallargata 1, Þingeyri - Gramsverslun - 2021110022

Á 1211. fundi bæjarráðs, þann 19. september 2022, fól bæjarráð bæjarstjóra að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka yfir húsnæðið að Vallargötu 1 á Þingeyri, Gramsverslun, með þeim kvöðum að húsið verði gert upp. Var húsið auglýst áhugasömum aðilum í kjölfarið.

Eru nú lagðar fram þrjár umsóknir aðila um að fá afhent húsið Gramsverslun á Þingeyri, auk fylgigagna. Þá er lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 11. nóvember 2022, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Kjartan Ingvarsson, f.h. Fasteignafélags Þingeyrar ehf., um að yfirtaka Gramsverslun að Vallargötu 1 á Þingeyri.

7.X ehf. - kvörtun undan afgreiðslu við afhendingu gagna og fjárhæð reiknings - 2020070013

Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp 5. desember 2022 vegna kæru X ehf. á afgreiðslu Ísafjarðarbæjar á beiðni kæranda í kjölfar fyrri úrskurðar í málinu. Kærandi óskaði eftir gögnum sem ekki lágu fyrir og ber sveitarfélaginu ekki skylda til að búa þau til. Kærunni var því vísað frá.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 9:20.

8.Arctic Mayors Forum - 2019120050

Lagt fram erindi Patti Bruns, secretary general hjá Arctic Mayors' Forum, dags. 18. nóvember 2022, vegna aðildar Ísafjarðarbæjar og greiðslu árgjalds, auk síðari samskipta við bæjarstjóra.

Jafnframt lagðar fram reglur ráðsins, Rules of Procedure for Arctic Mayors Forum, og yfirlit gjalda fyrir 2022-2023.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir fund bæjarráðs.

9.Undanþágur verkfallsheimilda 2023 - 2022100094

Lagt fram til samþykktar minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dags. 7. desember 2022, vegna undanþágu verkfallsheimilda.

Árlega þurfa sveitarfélög, að höfðu samráði við viðkomandi stéttarfélög, að endurnýja lista yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild með tilvísun til laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. laga nr. 129/2020, um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til. Undanþágulisti sem tilgreindur er í minnisblaðinu er lagður fyrir bæjarstjórnar til samþykktar, en listinn þarf að birtast í B-deild stjórnartíðinda fyrir 1. febrúar 2023.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja minnisblað mannauðsstjóra um lista yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.

10.Breytt skipulag barnaverndar - innleiðing farsældarfrumvarps - 2021100099

Lagt fram til kynningar bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 5. desember 2022, þar sem sveitarfélög eru hvött til að kynna sér þær breytingar sem taka gildi um áramót á fyrirkomulagi barnaverndarþjónustu og taka jafnframt ákvörðun um fyrirkomulag samstarfs um barnaverndarþjónustu ef við á.
Jafnframt lagt fram minnisblað frá sambandinu, dagsett 18. nóvember 2022 með stöðu á undirbúningi breytinganna.
Lagt fram til kynningar.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Njarðar Sigurðssonar, aðstoðarþjóðskjalavarðar, dagsettur 7. desember 2022, þar sem Ísafjarðarbæ eru send til umsagnar drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila. Umsagnarfrestur er til 2. janúar 2022.
Bæjarráð fagnar drögum að reglum um varðveiðslu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila. Bæjarráð leggur áherslu á að upplýsingagildi gagnanna er takmarkað, bókhaldsgögn eru plássfrek í geymslum, sýnishornataka er flókin og útprentun tímafrek og mikilvægara er að verja fjármunum í lausnir til að skila málasafni rafrænt, fremur en rafrænu bókhaldi til héraðsskjalasafns.

12.Aðalfundur Hvetjanda hf. 2022 - 2022010061

Lagt fram aðalfundarboð Hvetjanda hf. eignarhaldsfélags, dagsett 3. desember 2022, frá formanni stjórnar, Jóni Páli Hreinssyni. Fundurinn verður haldinn í fjarfundi 19. desember. Jafnframt lagður fram til kynningar ársreikningur Hvetjanda fyrir árið 2021 og hluthafaskrá.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilnefna aðila til setu í stjórn Hvetjanda og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

13.Fræðslunefnd - 447 - 2212004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 447. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 8. desember 2022.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

14.Íþrótta- og tómstundanefnd - 237 - 2212003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 237. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 7. desember 2022.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 237 Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að nýr starfhópur um framtíðarskipulag Torfness verði skipaður og klári þá vinnu sem hafin er.

15.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 598 - 2212006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 598. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 8. desember 2022.

Fundargerðin er í 18 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 598 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Skeiði 5 á Ísafirði í samræmi við framlagt mæliblað tæknideildar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 598 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hlaðsnes 1 á Suðureyri í samræmi við framlagt mæliblað tæknideildar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 598 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Hjallaveg 3 L141324, F2126774, á Suðureyri.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 598 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við lóðina Dagverðardal 11, á Ísafirði, skv. framlögðu mæliblaði tæknideildar.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?