Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
598. fundur 08. desember 2022 kl. 10:30 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Valur Richter varamaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
  • Kristján S Kristjánsson
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Óstaðfestar landeignir í sveitafélaginu - 2019060016

Lagður fram listi út úr Fasteignaskrá, dags. 6. desember 2022, yfir óstaðfestar landeignir í eigu sveitarfélagsins, þar sem engum skjölum hefur verið þinglýst á viðkomandi landareignir og engin mannvirki skráð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur starfsmanni tæknisviðs að vinna málið áfram og afmá óstaðfestar landeignir úr fasteignaskrá.

2.Hönnun Gamla Gæsló Ísafirði - 2022120021

Kynnt forhönnun á leikvelli á „Gamla Gæsló“ á Ísafirði, þar sem stefnt er að að útbúa leiksvæði fyrir börn og unglinga á árinu 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn hverfisráðs Eyrar og efri bæjar, fyrir 20. janúar 2023.
Fylgiskjöl:

3.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037

Lagður fram tölvupóstur dags. 18. nóvember 2022, frá Sigurlaugu Sigurðardóttur hjá Verkís, þar sem óskað er umsagnar bæjaryfirvalda vegna vinnslu við matsskyldufyrirspurn vegna snjóflóðavarnargarðs á Flateyri. Framkvæmdasvæðið nær inn á hverfisverndarsvæði H19 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur áherslu á að við hönnun verði tekið tillit til hverfisverndar H19 og þeirra fornminja sem kunna að vera í grennd við framkvæmdasvæðið.

4.GÍ - Ósk um stækkun golfvallar - 2018080025

Lagður fram tölvupóstur dags. 18. nóvember 2022 frá Jóhanni B. Helgasyni hjá Verkís, f.h. Golfklúbbs Ísafjarðar, þar sem er óskað eftir svæði innan við Neðri-Tungu, til afnota vegna áforma um stækkun golfvallar klúbbsins, einnig áforma um byggingu á nýjum golfskála.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki afgreitt erindið núna, þar sem vinna við endurskoðun aðalskipulags er í gangi.

5.Skeiði 5, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2022110124

Lögð fram umsókn frá Orkubúi Vestfjarða ohf. dags. 29. nóvember 2022, um gerð lóðarleigusamnings og mæliblaðs lóðar, undir orkustöð fyrirtækisins við Skeiði 5 á Ísafirði. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar frá 30. nóvember 2022 sem er í samræmi við deiliskipulagsbreytingu við Tunguskeiði, frá 2018.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Skeiði 5 á Ísafirði í samræmi við framlagt mæliblað tæknideildar.

6.Hlaðsnes við Súgandafjörð. Umsókn um lóðarleigusamning - 2022110125

Lögð fram umsókn frá Orkubúi Vestfjarða ohf. dags. 29. nóvember 2022, um gerð lóðarleigusamnings og mæliblaðs lóðar, undir rafstöð fyrirtækisins við Hlaðsnes á Suðureyri. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar frá 30. nóvember 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hlaðsnes 1 á Suðureyri í samræmi við framlagt mæliblað tæknideildar.

7.Hjallavegur 3, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2022110101

Lögð fram umsókn dags. 24. nóvember 2022 frá Atla Ómarssyni f.h. Blikaness ehf. vegna endurnýjunar á lóðarleigusamningi fyrir Hjallaveg 3 á Suðureyri L141324. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar frá 24. nóvember 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Hjallaveg 3 L141324, F2126774, á Suðureyri.

8.Dagverðardalur 11- stækkun lóðar - 2022100111

Lagður fram tölvupóstur dags. 1. desember 2022, vegna óska um stækkun lóðar við Dagverðardal 11, jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar frá 1. desember 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við lóðina Dagverðardal 11, á Ísafirði, skv. framlögðu mæliblaði tæknideildar.

9.Hlíðarvegur 30, Ísafirði. Umsókn um byggingu tveggja smáhýsa - 2022110104

Lögð er fram umsókn Braga Rúnars Axelssonar f.h Formáli lögmenn ehf. vegna byggingar á tveimur smáhýsum á lóð.
Jafnframt eru lagðar fram teikningar framleiðanda af húsunum, viðbótargögn við umsókn dags. 30.11.2022,samþykki aðliggjandi lóðarhafa fyrir framkvæmdum dags. 17.sept.2021.
Þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið er óskað eftir afstöðu nefndarinnar vegna málsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggst ekki gegn byggingu smáhýsa á lóðinni svo lengi sem þau uppfylla kröfur byggingarreglugerðar 112/2012 og skipulagslaga 123/2010.
Í úttekt á vegum byggingarfulltrúa kemur fram að bygging húsanna, sem er vel á veg komin, uppfyllir ekki kröfur HMS til smáhýsa og er því byggingarheimildarskyld framkvæmd.

Líkt og kemur fram í afgreiðslu á 61. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 1. desember 2022 er ekki í gildi deiliskipulag á svæðinu og bað byggingarfulltrúi skipulags- og mannvirkjanefnd um að taka afstöðu til erindisins.

Óskað er eftir frekari gögnum frá umsækjanda svo skipulags- og mannvirkjanefnd geti tekið afstöðu til erindisins.

Byggingarfulltrúa er falið að vinna málið áfram.
Kristján Svan Kristjánsson, byggingarfulltrúi mætti til fundar, undir þessum lið.

10.Flateyrar oddi - Umsókn um stöðuleyfi - 2022060095

Lögð fram umsókn frá Páli Sigurði Önundarsyni um stöðuleyfi vegna gáms við Flateyrarodda, dags. 8. júní 2022. Umsækjandi hefur áður fengið stöðuleyfi vegna sama gáms.
Jafnframt er lögð fram yfirlitsmynd er sýnir staðsetningu gáms ásamt ljósmyndum.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og sú staðreynd að umsækjandi hefur áður fengið samþykkt stöðuleyfi fyrir umræddum gám, er óskað erftir afstöðu nefndarinnar til málsins. Ísafjarðarbær er landeigandi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að samþykkja stöðuleyfi til 12 mánaða. Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og bendir nefndin á að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna.
Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári. Tæknideild falið að taka saman fjölda lausafjármuna í sveitarfélaginu sem eru án stöðuleyfa.

11.Hafnarstræti 27a, Flateyri Umsókn um stöðuleyfi báts - 2022060163

Lögð fram umsókn frá Andrési Ingasyni, eiganda íbúðarhússins við Hafnarstræti 27a á Flateyri dags. 27. maí 2022 þar sem sótt er um að geyma bátinn Auðbjörgu við húsið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að samþykkja stöðuleyfi.

12.Umsókn um stöðuleyfi - 2022100087

Lögð er fram umsókn Sindra Grétarssonar f.h Iceland ProFishing ehf, um stöðuleyfi fyrir gáma vegna starfsemi fyrirtækisins. Annars vegar er sótt um stöðuleyfi fyrir gám á Flateyri og hins vegar á Suðureyri, dags. 18. október 2022. Jafnframt eru lagðar fram loftmyndir er sýna staðsetningu gáma.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og í ljósi þess að um endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi er að ræða, er óskað eftir áliti nefndarinnar
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að samþykkja stöðuleyfi til 12 mánaða. Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og bendir nefndin á að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna.
Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári. Tæknideild falið að taka saman fjölda lausafjármuna í sveitarfélaginu sem eru án stöðuleyfa.

13.Stöðuleyfi og lausafjármunir - 2022 - 2022080027

Lögð fram umsókn Hermanns Hermannssonar, f.h Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 16. september 2022, um stöðuleyfi vegna gáms á Suðurtanga. Um er að ræða endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi. Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og í ljósi þess að um endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi er að ræða, er óskað eftir áliti nefndarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að samþykkja stöðuleyfi til 12 mánaða. Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og bendir nefndin á að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna.
Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári. Tæknideild falið að taka saman fjölda lausafjármuna í sveitarfélaginu sem eru án stöðuleyfa.

14.Stöðuleyfi og lausafjármunir - 2022 - 2022080027

Lögð fram umsókn Hermanns Hermannssonar, f.h Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 16. september 2022, um stöðuleyfi vegna þriggja gáma. Um er að ræða endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi. Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og í ljósi þess að um endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi er að ræða, er óskað eftir áliti nefndarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að samþykkja stöðuleyfi til 12 mánaða. Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og bendir nefndin á að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna.
Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári. Tæknideild falið að taka saman fjölda lausafjármuna í sveitarfélaginu sem eru án stöðuleyfa.

15.Stöðuleyfi og lausafjármunir - 2022 - 2022080027

Lögð fram umsókn Axels Rodriguez Överby, f.h eignasjóðs Ísafjarðarbæjar, um stöðuleyfi WC gáms við Torfnesvöll, dags. 14. september 2022. Um er að ræða endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi. Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og í ljósi þess að um endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi er að ræða, er óskað eftir áliti nefndarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að samþykkja stöðuleyfi til 12 mánaða. Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og bendir nefndin á að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna.
Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári. Tæknideild falið að taka saman fjölda lausafjármuna í sveitarfélaginu sem eru án stöðuleyfa.

16.Stöðuleyfi og lausafjármunir - 2022 - 2022080027

Lögð fram umsókn Kristjáns Andra Guðjónssonar, forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar, dags. 11. nóvember 2022, um stöðuleyfi vegna gáms undir fánastangir. Um er að ræða endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi. Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og í ljósi þess að um endurnýjun á áður veittu stöðuleyfi er að ræða, er óskað eftir áliti nefndarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að samþykkja stöðuleyfi til 12 mánaða. Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og bendir nefndin á að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna.
Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári. Tæknideild falið að taka saman fjölda lausafjármuna í sveitarfélaginu sem eru án stöðuleyfa.

17.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 60 - 2211003F

Lögð fram fundargerð frá 60. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa sem var haldinn 10. nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar.

18.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 61 - 2211017F

Lögð fram fundargerð frá 61. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa sem var haldinn 1. desember 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?