Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2023 - 2022050009
Lögð fram til kynningar lokaútgáfa fjárhagsáætlunar 2023, og næstu þriggja ára þar á eftir, auk greinargerðar með áætluninni, en síðari umræða fjárhagsáætlunar fer fram á fundi bæjarstjórnar þann 1. desember 2022.
Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 25. nóvember 2022, vegna fjárhagsáætlunar 2023, svo og sundurliðun deilda skv. skiptingu ársins 2023 til samanburðar við árið 2022.
Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 25. nóvember 2022, vegna fjárhagsáætlunar 2023, svo og sundurliðun deilda skv. skiptingu ársins 2023 til samanburðar við árið 2022.
Lagt fram til kynningar.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10
2.Heildræn árangursstjórnun í fjármálum - 2022060019
Á 1217. fundi bæjarráðs voru lagðar fram tillögur að markmiðum og aðgerðum frá KPMG, dags. 25. október 2022, auk vinnuskjals vegna aðgerða við að ná fjárhagslegri endurskipulagningu. Róbert Ragnarsson og Magnús Kristjánsson, f.h. KPMG, mættu til fundar til umræðu um fjárhagsleg markmið og tillögur að aðgerðum, í gegnum fjarfundabúnað. Markmið og tillögur voru til umræðu. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
Eru nú uppfærð markmið lögð fram til samþykktar, í minnisblaði Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 25. nóvember 2023, þar sem fram kemur staða Ísafjarðarbæjar út frá fjárhagslegum markmiðum með hliðsjón af lokaútgáfu fjárhagsáætlunar 2023, svo og síðari ára, sem liggur frammi til samþykktar á fundi bæjarstjórnar þann 1. desember 2022.
Eru nú uppfærð markmið lögð fram til samþykktar, í minnisblaði Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 25. nóvember 2023, þar sem fram kemur staða Ísafjarðarbæjar út frá fjárhagslegum markmiðum með hliðsjón af lokaútgáfu fjárhagsáætlunar 2023, svo og síðari ára, sem liggur frammi til samþykktar á fundi bæjarstjórnar þann 1. desember 2022.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fjárhagsleg markmið Ísafjarðarbæjar.
3.Framtíð og rekstur Studio Dan - 2022100116
Á 1212. fundi bæjarráðs, þann 26. september 2022, var lagður fram til kynningar ársreikningur Studio Dan ehf. fyrir árið 2021, en tap ársins var kr. 232.861, bókfært verð eigna kr. 2.321.534 og eigið fé neikvætt að fjárhæð kr. 10.599.621 (málsnr. 2022090085)
Ársreikningur var lagður fram til kynningar og fór bæjarráð bæjarstjóra að skoða möguleika og útfærslu á slitum félagsins, sem er í 100% eigu Ísafjarðarbæjar, en engin starfsemi hefur verið í félaginu síðan í upphafi árs 2020. Lagt var til við stjórn félagsins að halda aðalfund hið fyrsta, þar sem stjórn yrði endurnýjuð.
Á hluthafafundi Studio Dan ehf. 21. nóvember 2022, var samþykkt að slíta félaginu og fara fram á afskráningu þess í hlutafélagaskrá. Er því lögð fram til samþykktar tilkynning um slit á einkahlutafélagi sem er í 100% eigu Ísafjarðarbæjar, dagsett 21. nóvember 2022, en með tilkynningunni lýsir Ísafjarðarbær því yfir, í samræmi við 83. gr. a. laga nr. 138/1994, að hluthafar beri beina, óskipta og ótakmarkaða ábyrgð á skuldum einkahlutafélagsins, hvort sem þær eru gjaldfallnar, ógjaldfallnar eða umdeildar, frá þeim tíma er yfirlýsingin um slit félagsins er gefin.
Þá er jafnframt lagður fram til kynningar lokaársreikningur Studio Dan ehf. fyrir árið 2022, auk þess sem lagður er fram til samþykktar samningur Studio Dan ehf. við Ísafjarðarbæ um sölu líkamsræktartækja Studio Dan ehf. til Ísafjarðarbæjar, eignasjóðs, ásamt samþykkt um skuldajöfnun, auk fylgiskjals 1 með samningnum.
Ársreikningur var lagður fram til kynningar og fór bæjarráð bæjarstjóra að skoða möguleika og útfærslu á slitum félagsins, sem er í 100% eigu Ísafjarðarbæjar, en engin starfsemi hefur verið í félaginu síðan í upphafi árs 2020. Lagt var til við stjórn félagsins að halda aðalfund hið fyrsta, þar sem stjórn yrði endurnýjuð.
Á hluthafafundi Studio Dan ehf. 21. nóvember 2022, var samþykkt að slíta félaginu og fara fram á afskráningu þess í hlutafélagaskrá. Er því lögð fram til samþykktar tilkynning um slit á einkahlutafélagi sem er í 100% eigu Ísafjarðarbæjar, dagsett 21. nóvember 2022, en með tilkynningunni lýsir Ísafjarðarbær því yfir, í samræmi við 83. gr. a. laga nr. 138/1994, að hluthafar beri beina, óskipta og ótakmarkaða ábyrgð á skuldum einkahlutafélagsins, hvort sem þær eru gjaldfallnar, ógjaldfallnar eða umdeildar, frá þeim tíma er yfirlýsingin um slit félagsins er gefin.
Þá er jafnframt lagður fram til kynningar lokaársreikningur Studio Dan ehf. fyrir árið 2022, auk þess sem lagður er fram til samþykktar samningur Studio Dan ehf. við Ísafjarðarbæ um sölu líkamsræktartækja Studio Dan ehf. til Ísafjarðarbæjar, eignasjóðs, ásamt samþykkt um skuldajöfnun, auk fylgiskjals 1 með samningnum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaupsamning við Studio Dan ehf. um kaup eignasjóðs á tækjum og búnaði í eigu félagsins, auk þess að samþykkja undirritun yfirlýsingar um slit eignalauss félags til RSK.
Edda og Hafdís yfirgáfu fund kl. 08:50.
Gestir
- Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:44
4.Húsnæðismál háskólanemenda - stofnframlag og lóðavilyrði - 2021050072
Lagður fram til samþykktar samningur Ísafjarðarbæjar við Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða hses. um stofnframlög vegna byggingu 40 íbúða nemendagarða við Fjarðarstræti á Ísafirði. Jafnframt lögð fram til samþykktar kvöð vegna fasteignanna, til þinglýsingar.
Bæjarráð samþykkir samning Ísafjarðarbæjar við Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða hses. um stofnframlög, auk kvaðar á fasteignina, og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn og hlutast til um þinglýsingu kvaðarinnar.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:50
5.Byggðasafn Vestfjarða - leigusamningur Neðsta kaupstaðar 2022 - 2022110094
Lagður fram til samþykktar húsaleigusamningur Ísafjarðarbæjar við Byggðasafn Vestfjarða, frá 1. janúar 2023, til 30 ára, en samningurinn hefur verið samþykktur í stjórn Byggðasafns Vestfjarða, á 119. stjórnarfundi þann 21. nóvember 2022. Er fundargerðin jafnframt lögð fram til kynningar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja húsaleigusaminng Ísafjarðarbæjar við Byggðasafn Vestfjarða, en um er að ræða leigu fasteigna Ísafjarðarbæjar í Neðstakaupstað til 30 ára.
Axel yfirgaf fund kl. 09:13.
6.Endurnýjun kjarasamningsumboðs og samkomulag um launaupplýsingar - 2022110096
Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. nóvember 2022, vegna endurnýjunar kjarasamningsumboðs og samkomulags um afhendingu launaupplýsinga til Sambandsins, úr launakerfum sveitarfélaga í gegnum nýtt gagnalón.
Meðfylgjandi er kynningarbréf, samkomulag um sameiginlega ábyrgð, kjarasamningsumboð og skýringarmynd um gagnalón, auk útfyllts kjarasamningsumboðs Ísafjarðarbæjar sem lagt er fram til samþykktar.
Meðfylgjandi er kynningarbréf, samkomulag um sameiginlega ábyrgð, kjarasamningsumboð og skýringarmynd um gagnalón, auk útfyllts kjarasamningsumboðs Ísafjarðarbæjar sem lagt er fram til samþykktar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kjarasamningsumboð Ísafjarðarbæjar, með fyrirvara um frekari upplýsingar, sem bæjarstjóra er falið að afla um samingsumboðið, markmið samninganefndar og tæknilausnir við flutning gagna.
Kristján víkur af fundi undir 7. fundarlið.
7.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2022 - 2022030160
Lagt fram bréf Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 21. nóvember 2022, þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um meðfylgjandi umsóknir Kristjáns Kristjánssonar f.h. Hótels Ísafjarðar, um tækifærisleyfi vegna jólasmurbrauðsveitinga í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, Ísafirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis, með þeim fyrirvara að umsögn slökkviliðs Ísafjarðarbæjar verði jákvæð.
Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs, leggur til við bæjarráð að mál 2021010033 varðandi sameiginlegt verkefni sveitarfélaga um spjallmenni í stafrænni umbreytingu, verði tekið á dagskrá með afbrigðum.
Bæjarráð samþykkir að taka málið á dagskrá.
Bæjarráð samþykkir að taka málið á dagskrá.
8.Stafrænt Ísland - samstarf sveitarfélaga - 2021010033
Lagður fram tölvupóstur Hrundar Valgeirsdóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 22. nóvember 2022 vegna sameiginlegs verkefnis sveitarfélaga um spjallmenni í stafrænni umbreytingu. Meðfylgjandi er bréf og glærur þar sem verkefnið er kynnt. Óskað er eftir frekari staðfestingu á þátttöku sveitarfélaga í verkefninu.
Bæjarráð samþykkir ekki þátttöku Ísafjarðarbæjar í þessu verkefni að sinni, enda er sveitarfélagið hluti af öðrum sameiginlegum verkefnum, s.s. á sviði umhverfismála.
9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031
Lagt fram erindi úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 25. nóvember 2022, varðandi Grænbók um sveitarstjórnarmál, en umsagnarfrestur er til 16. desember 2022.
Lagt fram til kynningar.
10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031
Lagt fram erindi Margrétar Mjallar Benjamínsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 24. nóvember 2022, vegna umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju, 56. mál. Umsagnarfrestur er til 8. desember 2022.
Lagt fram til kynningar.
11.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080
Á 1220. fundi bæjarráðs, þann 21. nóvember 2022, var lagt fram erindi Aðalsteins Óskarssonar, dags. 16. nóvember 2023, um mat á kostnaði og beiðni um fjárhagslegan stuðning við gerð svæðisskipulags vestfirskra sveitarfélaga, en gert er ráð fyrir að hlutdeild Ísafjarðarbæjar verði 34,6 m.kr. á árunum 2023-2026, eða 5,3 m.kr. á árinu 2023. Óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til verkefnisins og að gera ráð fyrir verkefninu á fjárhagsáætlun 2023, og næstu ára á eftir.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar, og fól bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
Er málið nú lagt fram að nýju.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar, og fól bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
Er málið nú lagt fram að nýju.
Bæjarráð tekur vel í erindið og telur mikla þörf á svæðisskipulagi fyrir Vestfirði, einkum hvað varðar friðlýsingar og orkumál.
Vestfjarðastofa er hvött til að hefja undirbúning á árinu 2023 og finna til þess fjármagn innan fjárheimilda Vestfjarðastofu, svo að sveitarfélög geti gert ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlunum sínum 2024.
Vestfjarðastofa er hvött til að hefja undirbúning á árinu 2023 og finna til þess fjármagn innan fjárheimilda Vestfjarðastofu, svo að sveitarfélög geti gert ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlunum sínum 2024.
12.Stefna um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðarkjarna sveitarfélaga - 2022110097
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jóhönnu Sigurjónsdóttur, f.h. innviðaráðuneytisins, dagsettur 15. nóvember 2022, þar sem vakin er athygli á að Byggðastofnun vinnur nú að gerð leiðbeininga og fyrirmynd varðandi það hvernig sveitarfélög geti útfært stefnu um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðarkjarna viðkomandi sveitarfélags. Tilefnið er nýtt ákvæði í sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, sem kveður á um að sveitarstjórn skuli móta stefnu sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum.
Lagt fram til kynningar.
Jóhann Birkir yfirgaf fundinn undir lið 13.6.
13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 597 - 2211018F
Lögð fram til kynningar fundargerð 597. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 24. nóvember 2022.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 597 Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur ekki undir sjónarmið Skipulagsstofnunar þar sem deiliskipulagsbreyting við Fjarðarstræti 20 á Ísafirði er ekki álitin óveruleg. Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ákveðinn misskilning valda þessari afstöðu Skipulagsstofnunar og helgast hann af óskýrleika framlagðra gagna og ófullkomnum skilgreiningum í gildandi deiliskipulagi.
Í bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 14. nóvember 2022, er vísað til þess að heildarbyggingarmagn á reitnum aukist úr 727,5 m2 í 3405 m2. Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að lóðin að Fjarðarstræti 20 sem Skipulagsstofnun vísar til með samtals leyfilegu byggingarmagni upp á 727,5 m2 er víkjandi í gildandi deiliskipulagi og kemur því ekki til álita þegar tekin er afstaða til breytingar á heildarbyggingarmagni. Í gildandi deiliskipulagi frá 1997 er heildarbyggingarmagn á reitnum 6141 m2
Í nýjum uppdrætti KOA arkitekta ehf., dags. 22.11 2022, eru áform við Fjarðarstræti 20 skýrð betur. Í uppdrættinum er lóðin Fjarðarstræti 20 skilgreind og heildarstærð byggingarreitsins stækkuð um 85 m2.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta tillögu KOA arkitekta ehf., dags. 22. nóvember 2022, að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar á Ísafirði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga 123/2010. -
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 597 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimilt verði að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Mjólkárvirkjun í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 597 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 597 Í ljósi óvissu með framtíð skipulagsmála á Suðurtanga þá leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings til 10 ára undir Suðurtanga 6, Ísafirði í samræmi við gildandi deiliskipulag Suðurtanga, íbúðar- og þjónustusvæði.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 597 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar undir skíðaskálann, Tungudal 3 á Ísafirði.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 597 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Aðalstræti 37, Suðureyri.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 597 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hlíðarveg 14 á Suðureyri í samræmi við framlagt mæliblað tæknideildar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 597 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hreggnasa 10 í Hnífsdal samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
Fundi slitið - kl. 09:44.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?