Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011
Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra, dags. 13. október 2022, um stöðu vinnu við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heldur vinnufund með ráðgjafa í byrjun árs 2023 og hefur þar með vinnu við lokaáfanga endurskoðunar Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
2.Fjarðarstræti 20. Umsókn um breytingu á deiliskipulagi eyrarinnar - 2022020084
Lagt fram er,indi Skipulagsstofnununar, dags. 14. nóvember 2022 vegna breytingar á deiliskipulagi Eyrarinnar frá 1998, vegna lóðarinnar að Fjarðarstræti 20 á Ísafirði. Niðurstaðan er sú að Skipulagsstofnun telur að breytingin teljist veruleg. Jafnframt er lagður fram uppfærður uppdráttur, dags. 22. nóvember 2022, eftir ábendingu Skipulagsstofnunar, þar sem er betur gerð grein fyrir breytingum á byggingarmagni innan reits J15 í gildandi deiliskipulagi frá 1998.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur ekki undir sjónarmið Skipulagsstofnunar þar sem deiliskipulagsbreyting við Fjarðarstræti 20 á Ísafirði er ekki álitin óveruleg. Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ákveðinn misskilning valda þessari afstöðu Skipulagsstofnunar og helgast hann af óskýrleika framlagðra gagna og ófullkomnum skilgreiningum í gildandi deiliskipulagi.
Í bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 14. nóvember 2022, er vísað til þess að heildarbyggingarmagn á reitnum aukist úr 727,5 m2 í 3405 m2. Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að lóðin að Fjarðarstræti 20 sem Skipulagsstofnun vísar til með samtals leyfilegu byggingarmagni upp á 727,5 m2 er víkjandi í gildandi deiliskipulagi og kemur því ekki til álita þegar tekin er afstaða til breytingar á heildarbyggingarmagni. Í gildandi deiliskipulagi frá 1997 er heildarbyggingarmagn á reitnum 6141 m2
Í nýjum uppdrætti KOA arkitekta ehf., dags. 22.11 2022, eru áform við Fjarðarstræti 20 skýrð betur. Í uppdrættinum er lóðin Fjarðarstræti 20 skilgreind og heildarstærð byggingarreitsins stækkuð um 85 m2.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta tillögu KOA arkitekta ehf., dags. 22. nóvember 2022, að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar á Ísafirði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga 123/2010.
Í bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 14. nóvember 2022, er vísað til þess að heildarbyggingarmagn á reitnum aukist úr 727,5 m2 í 3405 m2. Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að lóðin að Fjarðarstræti 20 sem Skipulagsstofnun vísar til með samtals leyfilegu byggingarmagni upp á 727,5 m2 er víkjandi í gildandi deiliskipulagi og kemur því ekki til álita þegar tekin er afstaða til breytingar á heildarbyggingarmagni. Í gildandi deiliskipulagi frá 1997 er heildarbyggingarmagn á reitnum 6141 m2
Í nýjum uppdrætti KOA arkitekta ehf., dags. 22.11 2022, eru áform við Fjarðarstræti 20 skýrð betur. Í uppdrættinum er lóðin Fjarðarstræti 20 skilgreind og heildarstærð byggingarreitsins stækkuð um 85 m2.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta tillögu KOA arkitekta ehf., dags. 22. nóvember 2022, að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar á Ísafirði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga 123/2010.
3.Ósk um deiliskipulagsbreytingu við Mjólkárvirkjun - 2022110032
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Mjólkárvirkjun, sem Verkís ehf. vann fyrir Landsnet, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við nýtt yfirbyggt tengivirki við Mjólkárvirkjun. Uppdráttur og greinargerð er dags. 18. október 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimilt verði að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Mjólkárvirkjun í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
4.Ósk um skipulagsbreytingar við Mjólká - 2022110031
Lagt fram erindi frá Verkís, f.h. Orkubús Vestfjarða, þar sem óskað er eftir því að gerð verði breyting á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar og að veitt verði heimild til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Mjólkár. Bréfið er dags. 4. nóvember 2022. Jafnfram er óskað eftir því að breyting á deiliskipulagi við munna Dýrafjarðarganga í landi Rauðsstaða og Borgar frá árinu 2017 verði felld úr gildi. Skipulagsbreytingin var til komin vegna vinnubúða í tengslum við gerð ganganna. Ákvæði um heimild fyrir vinnubúðum yrði sett inn í breytingu á deiliskipulagi Mjólkár.
Gunnar Páll Eydal hjá Verkís og Sölvi Sólbergsson hjá Orkubúi Vestfjarða komu til fundar og kynntu áformin.
Gunnar Páll Eydal hjá Verkís og Sölvi Sólbergsson hjá Orkubúi Vestfjarða komu til fundar og kynntu áformin.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Gestir
- Gunnar Páll Eydal - mæting: 11:30
- Sölvi Sólbergsson - mæting: 11:30
5.Fjarðargata 42, Þingeyri. Umsókn um breytingu á aðalskipulagi - 2022090091
Lagður fram tölvupóstur dags. 8. nóvember 2022, frá Málfríði K Kristiansen, sérfræðingi á sviði aðalskipulags hjá Skipulagsstofnun, með athugasemdum við málsmeðferð sveitarfélagsins og vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Jafnframt er lagður fram gátlisti yfir hvort að breyting teljist vera óveruleg eða veruleg þar sem landnotkun breytist í verslunar- og þjónustusvæði, innan um íbúðarsvæði við Fjarðargötu á Þingeyri.
Nefndin óskar eftir rökstuðningi framkvæmdaaðila og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
6.Suðurtangi 6, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021120014
Lögð fram umsókn dags. 30. nóvember 2021, frá eiganda Suðurtanga 6 (L138767), á Ísafirði um endurnýjun á lóðarleigusamningi undir iðnaðarhúsnæði og athafnapláss fyrirtækisins. Jafnframt lagt fram mæliblað Tæknideildar dags. 22. mars 2022 sem er unnið eftir gildandi deiliskipulagi Suðurtanga, (íbúðarhlutaog þjónustusvæði) frá nóvember 2015.
Í ljósi óvissu með framtíð skipulagsmála á Suðurtanga þá leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings til 10 ára undir Suðurtanga 6, Ísafirði í samræmi við gildandi deiliskipulag Suðurtanga, íbúðar- og þjónustusvæði.
7.Fyrirspurn um endurbyggingu neðan við Fjarðargötu 68, áður sjóhús og hjallur við "Gras" - 2022110077
Lögð fram umsókn dags. 4. nóvember 2022 frá Gunnari Thorberg Sigurðssyni vegna fyrirspurnar um að endurreisa sjávarhús beint á móti Fjarðargötu 68 "Gras" þar sem áður stóð sjávarhús og hjallur. Jafnframt lagt fram minnisblað Tæknideildar frá 17. nóvember 2022 og afstöðumynd undir áformað sjávarhús.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki tekið afstöðu til erindis út frá framlögðum gögnum. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
8.Skíðaskálinn í Tungudal L186002 - 2020100052
Lagt fram mæliblað Tæknideildar frá 22. nóvember 2022 með skilgreindum lóðarmörkum skíðaskálans í Tungudal, vegna gerð eignaskiptayfirlýsingar fyrir F2240762 og F2240763.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar undir skíðaskálann, Tungudal 3 á Ísafirði.
9.Aðalgata 37 - umsókn um lóðarleigusamning - 2022100041
Lögð fram umsókn um lóðarleigusamning frá eigendum Aðalgötu 37 á Suðureyri, dags 12. október 2022 ásamt mæliblaði gefið út af Suðureyrarhrepp árið 1996. Jafnframt er lagt fram nýtt mæliblað Tæknideildar Ísafjarðarbæjar frá 22. nóvember 2022 til samræmis við lóðargrunn sveitarfélagsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Aðalstræti 37, Suðureyri.
10.Hlíðarvegur 14 á Suðureyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2022100050
Lögð fram umsókn frá Orkubúi Vestfjarða ohf. dags. 12. október 2022, um gerð lóðarleigusamnings og mæliblaðs lóðar, undir kyndistöð fyrirtækisins við Hlíðarveg 14 á Suðureyri. Jafnframt er lagt fram mæliblað Tæknideildar frá 22. nóvember 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hlíðarveg 14 á Suðureyri í samræmi við framlagt mæliblað tæknideildar.
11.Hreggnasi 10, Hnífsdal. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2022110036
Lögð fram umsókn endurnýjun á lóðarleigusamningi, dags. 4. nóvember 2022 frá þinglýstum eiganda að Hreggnasa 10 í Hnífsdal. Jafnfram lagt fram mæliblað Tæknideildar frá 11. nóvember 2022 sem er unnið skv. gildandi deiliskipulagi í Hnífsdal, frá 2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hreggnasa 10 í Hnífsdal samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
Fundi slitið - kl. 12:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?