Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Daníel Jakobsson var ekki á fundi undir þessum fundarlið.
1.Samningur v. Fossavatnsgöngu 2022-2024 - 2022030115
Á 1193. fundi bæjarráðs, þann 28. mars 2022, var lagður fram til samþykktar samstarfssamningur Fossavatnsgöngunnar og Ísafjarðarbæjar um framkvæmd Fossavatnsgöngunnar árin 2022-2024. Jafnframt var lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 23. mars 2022, vegna málsins.
Bæjarráð óskaði eftir að stjórn Fossavatnsgöngunnar komi til fundar við ráðið.
Er nú lagður fram til samþykktar samstarfssamningur Fossavatnsgöngunnar og Ísafjarðarbæjar um framkvæmd Fossavatnsgöngunnar árin 2022-2024. Jafnframt er lagt fram á nýjan leik minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 23. mars 2022, vegna málsins.
Þá er mættur til fundar við bæjarráð Kristbjörn Róbert Sigurjónsson, stjórnarmaður Fossavatnsgöngunnar.
Bæjarráð óskaði eftir að stjórn Fossavatnsgöngunnar komi til fundar við ráðið.
Er nú lagður fram til samþykktar samstarfssamningur Fossavatnsgöngunnar og Ísafjarðarbæjar um framkvæmd Fossavatnsgöngunnar árin 2022-2024. Jafnframt er lagt fram á nýjan leik minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 23. mars 2022, vegna málsins.
Þá er mættur til fundar við bæjarráð Kristbjörn Róbert Sigurjónsson, stjórnarmaður Fossavatnsgöngunnar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samstarfssamning Ísafjarðarbæjar og Fossavatnsgöngunnar um framkvæmd Fossavatnsgöngunnar árin 2023-2025, með þeim minniháttar breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Kristbjörn og Hermann yfirgáfu fund kl. 8:30. Daníel kom til fundarins kl. 8:35.
Gestir
- Hermann Siegle Hreinsson, forstöðumaður skíðasvæða Ísafjarðarbæjar - mæting: 08:05
- Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:05
- Kristbjörn Róbert Sigurjónsson, stjórnarmaður Fossavatnsgöngunnar. - mæting: 08:05
2.Staða leikskólamála við Skutulsfjörð 2022 - 2022040041
Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 28. apríl 2022, varðandi stöðuna á leikskólamálum á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
Hafdís yfirgaf fund kl. 8:45.
3.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2021 - 2022010041
Lagður fram til kynningar ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2021.
Lagt fram til kynningar.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:45
4.Lánsumsókn hafnarsjóður 2022 - 2022040046
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 29. apríl 2022, vegna umsóknar Ísafjarðarbæjar, f.h. Ísafjarðarhafna, um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga, vegna uppbyggingar á höfn að Sundabakka í Skutulsfirði, auk bókunar fyrir bæjarstjórn vegna lánsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Ísafjarðarhafna hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 200.000.000 til 17 ára, með föstum 1,00% vöxtum, láns í lánaflokknum LSS39.
Ábyrgð þessi er veitt í samræmi við heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og að bæjarstjórn veiti Lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að fjármagna uppbyggingu á höfn að Sundabakka í Skutulsfirði, en um 670 milljón króna framkvæmd er að ræða, ríkisstyrkt um 60%, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Þá er lagt til að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skuldbindi hér með sveitarfélagið sem eiganda Ísafjarðarhafna til að selja ekki eignarhlut sinn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt. Fari svo að Ísafjarðarbær selji eignarhlut í Ísafjarðarhöfnum til annarra opinberra aðila, skuldbindur Ísafjarðarbær sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er lagt til að Birgi Gunnarssyni, kt. 050263-5419, verði veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Ísafjarðarbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.
Ábyrgð þessi er veitt í samræmi við heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og að bæjarstjórn veiti Lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að fjármagna uppbyggingu á höfn að Sundabakka í Skutulsfirði, en um 670 milljón króna framkvæmd er að ræða, ríkisstyrkt um 60%, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Þá er lagt til að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skuldbindi hér með sveitarfélagið sem eiganda Ísafjarðarhafna til að selja ekki eignarhlut sinn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt. Fari svo að Ísafjarðarbær selji eignarhlut í Ísafjarðarhöfnum til annarra opinberra aðila, skuldbindur Ísafjarðarbær sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er lagt til að Birgi Gunnarssyni, kt. 050263-5419, verði veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Ísafjarðarbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.
Edda yfirgaf fund kl. 9.00.
5.Viðburðir og hátíðahöld í Ísafjarðarbæ 2021-2022 - 2021010109
Lögð fram til kynningar lokaskýrsla Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, skíðavikustjóra, um Skíðavikuna 2022.
Bæjarráð þakkar skíðavikustjóra fyrir greinargóða skýrslu og frábæra Skíðaviku.
6.Byggðasafn Vestfjarða - aðalfundur 2022 - 2022040096
Lagt fram erindi Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða, dagsett 27. apríl 2022, þar sem boðað er til aðalfundar Byggðasafnsins þann 11. maí 2022.
Lagt fram til kynningar.
7.Aðalfundur fulltrúaráðs 2022 - 2022040079
Lagt fram bréf Dóru Hlínar Gísladóttur, Elíasar Jónatanssonar og Peters Weiss, f.h. Háskólaseturs Vestfjarða, dagsett 26. apríl 2022, þar sem boðað er til aðalfundar fulltrúaráðs 6. maí 2022.
Lagt fram til kynningar.
8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 29. apríl 2022, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál. Umsagnarfrestur er til 13. maí 2022.
Lagt fram til kynningar.
9.Fræðslunefnd - 440 - 2204016F
Fundargerð 440. fundar fræðslunefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 28. apríl 2022.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.
10.Íþrótta- og tómstundanefnd - 231 - 2204015F
Fundargerð 231. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 27. apríl 2022.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.
- 10.1 2021080069 Þarfagreining aðildarfélaga HSV og bæjarstjórnar fyrir árin 2022-2027 (uppbyggingaráætlun)Íþrótta- og tómstundanefnd - 231 Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði samningar við þau sjö félög sem sóttu um uppbyggingarstyrki. Upphæð í hvert verkefni verði kr. 1.714.285.
Nefndin hvetur nýja bæjarstjórn að til að hækka upphæðina í uppbyggingarsjóð þar sem kostnaður á bak við verkefni hefur hækkað mikið sl. ár.
11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 583 - 2204011F
Fundargerð 583. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 27. apríl 2022.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 583 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á lóðarúthlutunarreglum í samræmi við minnisblað.
Fundi slitið - kl. 09:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?